Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2014
Föstudagur, 28. febrúar 2014
2,5% verðbólgumarkmið?
Seðlabanki Íslands hefur það yfirlýsta markmið að rýra kaupmátt hinnar íslensku krónu um í kringum 2,5% á ári (en mistekst það næstum því alltaf og rýrnunin verður í raun miklu meiri). Þetta er bara hægt með því að leyfa stanslausa fjölgun á krónum í umferð. Það er bara hægt ef það er leyfilegt eða til þess hvatt.
Yfirlýst markmið Seðlabanka Íslands er sem sagt að viðhalda um 2,5% verðbólgu á ári.
Það þýðir að yfirlýst markmið Seðlabanka Íslands er að helminga kaupmátt krónunnar á um einnar kynslóðar fresti.
Lítum á tölurnar miðað við 2,5% verðbólgu:
Ár nr. | Kaupmáttur miðað við ár 0 |
0 | 100 |
1 | 97.5 |
2 | 95.1 |
3 | 92.7 |
4 | 90.4 |
5 | 88.1 |
6 | 85.9 |
7 | 83.8 |
8 | 81.7 |
9 | 79.6 |
10 | 77.6 |
11 | 75.7 |
12 | 73.8 |
13 | 72.0 |
14 | 70.2 |
15 | 68.4 |
16 | 66.7 |
17 | 65.0 |
18 | 63.4 |
19 | 61.8 |
20 | 60.3 |
21 | 58.8 |
22 | 57.3 |
23 | 55.9 |
24 | 54.5 |
25 | 53.1 |
26 | 51.8 |
27 | 50.5 |
28 | 49.2 |
Á litlum 28 árum er kaupmátturinn helmingaður.
Er þetta stjórn peningamála eða óstjórn?
Hvernig væri að leyfa almenningi á ný að njóta verðhjöðnunar? Hún á sér stað ef kaupmáttur peninga er fastur á meðan framboð af varningi og þjónustu eykst. Til að koma á verðhjöðnun er nóg að hægja mjög og jafnvel stöðva aukningu á magni peninga í umferð.
Seðlabanka Íslands má leggja niður án þess að það skaði miklu fleiri en þá yfirborguðu jakkafataspekinga sem þar vinna.
Reyna að festa þetta í sessi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 24. febrúar 2014
Samtökin 'Ísland í ESB, sama hvað'
Undirskriftasöfnun er nú hafin hjá samtökum fólks sem vill að Ísland gangi í Evrópusambandið sama hvers konar samningur verður gerður og sama hversu langan aðlögunartíma Ísland fær til að uppfylla allar kröfur og öll skilyrði sambandsins og hverja einustu reglugerð sem það sendir frá sér. Það er gott og vel.
Vefþjóðviljinn útskýrir ágætlega af hverju íslensk stjórnvöld eigi að slíta aðlögunarviðræðum við ESB núna þegar. Þaðan kemur eftirfarandi ljómandi góða samlíking:
Sá sem biður sér konu, eða manns, gerir það af því að hann er búinn að gera það upp við sig að hann vilji giftast þeirri persónu. Bónorðið er ekki sett fram til þess eins að fá að sjá kaupmálann.
En sem sagt, undirskriftasöfnun er hafin hjá samtökum fólks sem vill samþykkja allt sem ESB vill láta ganga yfir Ísland, hvort sem það er Icesave-samningur eða aðlögunarfrestur að tugþúsund blaðsíðna óumsemjanlegu regluverki sambandsins.
Gott hjá þeim.
Vilja framhaldið í dóm þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 20. febrúar 2014
Um fríverslun og fríverslunarsamninga
Sitt er hvað, fríverslun (frjáls viðskipti) og fríverslunarsamningar.
Oftar en ekki eru fríverslunarsamningar lítið annað en yfirlit yfir tolla og viðskiptahindranir sem létt er á. Þögn ríkir um alla tollana og viðskiptahindranirnar sem enn er haldið í (Kínverskir kálbændur þurfa ekki að keppa við Íslendinga). Oft er laumað inn í fríverslunarsamninga allskyns kröfum sem að nafninu til snúa að öryggi, umhverfi, vinnuskilyrðum og merkingum, en eru í raun duldar viðskiptahindranir.
Þannig geta ýmis Afríkuríki flutt hnetur inn í Evrópusambandið alveg tollfrjálst, ef þau gætu bara uppfyllt allar kröfur sambandsins um hitt og þetta, sem þau geta svo ekki, og því komast hneturnar ekki af stað.
Oft fylgir fríverslunarsamningum einhvers konar eftirlitsbatterí sem útvegar fullt af fólki vinnu við að troða nefinu ofan í hvers manns kopp. Á því eru varla til neinar undantekningar (nema e.t.v. þessi hér sem einnig er fjallað um hér).
Ég segi því að sitt er hvað, fríverslun og fríverslunarsamningar.
Rothbard orðaði þann ásetning að vilja frjálsa verslun á stuttan og laggóðan hátt (hér):
If the establishment truly wants free trade, all it has to do is to repeal our numerous tariffs, import quotas, anti-dumping laws, and other American-imposed restrictions on trade. No foreign policy or foreign maneuvering is needed.
Og hananú!
Aldrei að vita hvar tækifærin koma upp í framtíðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 18. febrúar 2014
Um stjórnmálamenn og peningaprentvélar
Umræðan um peningastefnu á Íslandi minnir mig oftar en ekki á rifrildi um það hvort sé betra, pulsa eða pylsa.
Deilt er um það hvort afskipti af seðlabanka ríkisvaldsins eigi að vera pólitísk eða ekki. Er ekki í lagi? Seðlabanki Íslands er banki ríkisvaldsins, sem er stjórnað af stjórnmálamönnum. Eitt af yfirlýstum markmiðum Seðlabanka Íslands er raunar "að stuðla að framgangi meginmarkmiða efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar að svo miklu leyti sem hann telur það ekki ganga gegn meginmarkmiði hans um verðstöðugleika", og skal engum detta í hug að markmiðið um verðstöðugleika sé bankanum mikilvægt. Eftir stendur þá að Seðlabanki Íslands er verkfæri ríkisvaldsins og valdhafandi stjórnmálamanna til að ná pólitískum markmiðum.
Hið íslenska ríkisvald á að koma sér algjörlega af markaði peningaframleiðslu og hleypa einkaaðilum að. Mun það leiða til þess að óteljandi tegundir peninga spretti fram og fari í kapphlaup í rýrnun kaupmáttar? Öðru nær. Til að fólk byrji að nota eitthvað sem peninga þarf annaðhvort þvingun löggjafans eða trú á að viðkomandi peningar haldi kaupmætti sínum. Til að öðlast þá trú þarf eitthvað meira en innantóm loforð gamalla kommúnista.
Í dag er markmið Seðlabanka Íslands að helminga kaupmátt íslensku krónunnar á um einnar kynslóðar fresti (oft kallað 2,5% verðbólgumarkmið). Það er slæmt markmið. Á sama tíma og hinn frjálsi markaður keppist við að dæla meira og meira af sífellt ódýrari og/eða fullkomnari varningi á markað, sem að öllu jöfnu ætti að valda lækkun verðlags, þá keppist ríkisvaldið til að hirða ávinninginn af okkur í gegnum verðbólgu, sem spekingar í fílabeinsturni kalla "nauðsynlega" og jafnvel "góða".
Ríkisvaldið gerir sjaldan meiri skaða og þegar það hefur einokunaraðstöðu á markaði peningaframleiðslu.
Að leggja niður Seðlabanka Íslands, í skiptum fyrir ekkert nýtt eða annað en afnám viðeigandi lagabálka, er eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálamanna í dag. Fyrst þurfa þeir að fá þá flugu í höfuðið að vilja lágmarka skaðann af sjálfum sér.
Ummælin skapa óvissu um verðbólgu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 17. febrúar 2014
Skýrslur í stað ákvarðana
Hvernig er auðveldast að forðast mistök?
Svar: Með því að forðast að taka ákvörðun.
Ein vinsælasta leið stjórnmálamanna til að forðast að taka ákvörðun er að panta skýrslur og skipa nefndir og ræða málin út í hið óendanlega.
Þetta er svo algeng aðferð að hún gæti jafnvel kallast viðtekin. Að taka ákvörðun án þess að hafa skipað nefnd eða pantað stóra skýrslu er oftar en ekki gagnrýnt. Hvar er "heildstæða matið"? Hvar er "samræmda stefnan"? Hvar er "yfirgripsmikla áætlunin"? Hvar er "þverfaglega samráðið?"
Þetta er heppilegt fyrir stjórnmálamenn sem vilja forðast að taka ákvarðanir og eiga þannig á hættu á að hljóta gagnrýni.
Því miður.
Maður spyr sig stundum hvað það er sem hvetur fólk til að taka þátt í stjórnmálum. Ekki virðist það vera til að berjast fyrir hugsjónum eða einhvers konar sýn á samfélagið. Stjórnmálamenn forðast að taka ábyrgð, ákvarðanir og stjórn á nokkrum sköpuðum hlut. Þeir fljóta bara með fjölmiðlastraumnum, og stikla á milli skýrslna.
Mætti ég þá frekar biðja um stjórnmálamenn sem rífast um það hvort skatturinn eigi að nálgast 0% eða 100% en stjórnmálamenn sem eru sammála um að vera ósammála um það hvort skatturinn er 49% eða 51%.
Evrópuskýrslan lögð fram á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 12. febrúar 2014
Enn er spáð
Þeir sem vinna við að framleiða tölur gera það auðvitað ótrauðir þótt ítrekað komi í ljós að þær tölur tengist raunveruleikanum ósköp lítið.
Núna er því enn og aftur spáð að hagvöxtur verði mikill á Íslandi. Engum skal koma á óvart að sú spá verði leiðrétt niður á við eftir nokkra mánuði.
Lítið hefur breyst til batnaðar fyrir þá sem skapa verðmæti á Íslandi, nema síður sé. Skattar eru enn himinháir. Ríkisvaldið hefur ekki farið í stórkostlegan megrunarkúr. Það étur ennþá alltof mikið. Þótt feitur matur hætti að auka við sig skammtastærðina er ekki þar með sagt að núverandi skammtastærð sé honum holl. Í dag er hún beinlínis banvæn.
Heilbrigðiskerfið heldur áfram að vera tifandi tímasprengja fyrir ríkissjóð, og hið sama má segja um lífeyrisskuldbindingar vegna opinberra starfsmanna. Gjaldeyrishöft eru enn við líði. Enn er sótt að útgerðinni. Enn eru göng grafin fyrir fé sem er ekki til. Íslenskum krónum í umferð fjölgar enn (án slíkrar fjölgunar væri ekki hægt að horfa upp á allt verðlag stíga jafnt og þétt upp á við). Skattar á einstaklinga, fyrirtæki, fjármagn og innflutning eru í hæstu hæðum. Og svona mætti lengi telja.
Hvað fær þá nokkurn mann til að hugsa sem svo að aðstæður til verðmætasköpunar séu að batna og að skilyrði til hagvaxtar séu að verða til?
Ég trúi ekki í augnablik á þessa spádóma talnaspekinganna. Að þessir spádómar séu enn að koma út er til merkis um að enn sé fólk að störfum við að sóa fé skattgreiðenda við að framleiða tölur, og að það í sjálfu sér mun valda neikvæðum áhrifum á ofurbjartsýna spádóma þess.
Hagvöxtur meiri en síðustu 30 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 10. febrúar 2014
Jöfnður, jafnrétti og stórt ríkisvald
Kerfið eins og það er kallar á fólk sem hefur unun af valdi og þráir að beita völdum, en hefur ekki að sama skapi áhuga á skynsamlegri umræðu ...
... segir Páll Skúlason, heimspekingur og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands í bók sinni, Ríkið og rökvísi stjórnmálanna, sem kom út rétt fyrir jólin, skv. frétt DV.
Einnig:
Nú á dögum beinist athyglin langmest að jöfnuðinum, sem er að mörgu leyti mjög skiljanlegt, en þar með er ekki tekið nægilegt tillit til jafnréttisins og jafnræðisins. Það er ekki mikið jafnræði í stjórnmálum á Íslandi. Það er rétt eins og stjórnmálunum hafi verið stolið frá almenningi og gerð að leikvelli örfárra einstaklinga.
Þetta eru skynsemisorð að mínu mati. Ekki er hægt að beita ríkisvaldinu til að koma á jöfnuði nema leyfa því um leið að brjóta á jafnrétti og jafnræði, þá sérstaklega gagnvart lögum. Gilda önnur lög um mann sem þénar milljón á mánuði og 300 þús. á mánuði? Já, ef sá sem þénar meira þarf að borga meira í skatt en sá síðarnefndi. Það er brot á jafnræði og er misrétti og mismunun, en stuðlar að jöfnuði.
Hinn punkturinn, um að valdamikið opinbert kerfi laði að sér þá sem vilja völd og vilja stjórna, er svo eldgamall boðskapur stjórnmálaheimspekinga. Um þetta skrifaði t.d. 20. aldar hagfræðingurinn og stjórnmálaheimspekingurinn F.A. Hayek mikið. Örútgáfu af boðskap hans um þetta má t.d. lesa hérna.
Fyrir þá sem vilja beita ríkisvaldinu til að ná ákveðnum markmiðum, t.d. efnahagslegum jöfnuði, frekar en að tryggja lög og reglu og jafnrétti gagnvart lögum og hinu opinbera eru eftirfarandi orð (héðan) e.t.v. umhugsunarverð:
The state, for the fascist, is the instrument by which the peoples common destiny is realized, and in which the potential for greatness is to be found. Individual rights, and the individual himself, are strictly subordinate to the states great and glorious goals for the nation. In foreign affairs, the fascist attitude is reflected in a belligerent chauvinism, a contempt for other peoples, and a society-wide reverence for soldiers and the martial virtues.
Eru markmið um jöfnuð ekki markmið ætluð ríkisvaldinu? Þá er jafnvel hægt að kalla þá sem vilja ná þeim markmiðum með notkun ríkisvaldsins fasista.
Fimmtudagur, 6. febrúar 2014
Hvað með mjólk og lambakjöt?
IFS greining spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands (SÍ) haldi stýrivöxtum bankans óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi, þann 12. febrúar næstkomandi.
..segir í frétt. Mjög gott. Rök eru færð fram. Ástæður eru gefnar upp. Niðurstaðan verður kannski á þann veg sem spáð var fyrir, en kannski aðeins öðruvísi.
IFS ætti í leiðinni að spá fyrir um verð á mjólk og lambakjöti í næstu viku. Verð á þessu er líka ákvarðað að einhverju eða töluverðu leyti af lítilli nefnd sprenglærðra sérfræðinga sem viða að sér tölfræði og reyna að stilla saman framboð og eftirspurn við eigin væntingar og vonir, án þess að valda algjörri ringulreið með róttækum breytingum.
Í grunninn er öll svona handstýring á verðlagi eins og að reyna halda einu tannhjóli kyrru á meðan öll hin snúast á sama hraða, án þess að vélin brotni niður. Markaðsverð á öllu er háð markaðsverði á öllu, og væntingum og vonum kaupenda og seljenda á öllu. Hver lætur sig dreyma um að geta haldið einu verði föstu eða hækkað eða lækkað það úr takti við öll önnur verð á öllu í öðru og um leið forðast að valda ringulreið?
Brjálæðingar, kannski?
Ég get alveg skilið sósíalista sem kalla hinn frjálsan markað "ringulreið". Þeir skilja ekki þá ringulreið, og það gerir enginn, enda er hún byggð á samstillingu á væntingum og vonum og kröfum og áætlunum allra í hagkerfi alls heimsins. Skrýtnara finnst mér samt árátta þeirra að vilja stjórna þeirri ringulreið - að vilja skipta á væntingum og vonum og áætlunum og kröfum allra í heiminum fyrir eigin smekk á einhverju einu tannhjóli hinnar gríðarstóru maskínu sem kallast mannkyn og hagkerfi heimsins.
Sumir sem muna eftir fyrrum Sovétríkjunum kannast við litla sögu sem átti að hafa gerst á einhverri verðlagsskrifstofunni: Vodki var slæmur og átti að vera dýr, en barnamatur var góður og átti að vera ódýr. Niðurstaðan var sú var að hvergi var hægt að fá barnamat, en vodka var hægt að nálgast hvar sem er.
Svo hvað ætli verðið á mjólk ætti að vera í næstu viku, að mati verðlagsnefndar?
IFS spáir óbreyttum stýrivöxtum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 5. febrúar 2014
Allir munu fá röng launge
Núna er reynt að semja fyrir hönd (flest)allra framhaldsskólakennara í einu, við sameiginlega samninganefnd allra launagreiðenda framhaldsskólakennara.
Sem sagt, einn aðili semur við annan, en báðir samt fyrir hönd fjölmargra.
Það eina sem kemur út úr slíku eru röng laun fyrir alla. Þeir lélegustu fá hærri laun en þeir gætu búist við í einstaklingslaunaviðtali, og þeir bestu fá lélegri laun en ella.
Eina leiðin til að róa hjörðina er að stilla launin af eftir einhverju "hlutlausu", t.d. ár í starfi, lífaldur eða einhverjar ábyrgðarstöður við hlið kennaranámsins, t.d. "sviðsstjóri" eða "námsstjóri" í einhverju fagi.
En þeir bestu munu samt þéna minna en ella, og þeir lélegustu betur en ella.
Hvers vegna sætta metnaðarfullir kennarar við slíkt? Menntun er eftirsótt þjónusta og í fjarveru skattheimtu til að fjármagna hina rándýru og oft lélegu ríkismenntun væri á Íslandi líflegur markaður fyrir menntun af ýmsu tagi.
Hafa metnaðarfullir kennarar kannski misst vonina á auknu svigrúmi fyrir löngu? Eru þeir sem vilja kenna alltaf búnir að ákveða að láta drauminn um svigrúm í starfi og faglegan sveigjanleika eiga sig? Eru þeir sem vilja kenna yfirleitt þeir sömu og meta starfsöryggis meira en hættuna á að missa starf eða tekjur vegna nýjungagirni og áhættusækni á frjálsum markaði?
Hvað um það. Ég vona að allir verði á endanum sáttir við launahækkanir í krónum talið sem nema verðbólgunni næstu 3-5 árin.
Árangurslaus samningafundur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 3. febrúar 2014
Dæmigerð áhrif skattahækkana?
Skattahækkanir hafa marga ókosti í för með sér, t.d. að færa verðmæti úr höndum þeirra sem öfluðu þeirra og til annarra sem vilja eyða þeim, sjúga orku og hvata úr einkaframtakinu og leggja í dauðar hendur hins opinbera, valda ringulreið í öllu reikningshaldi hjá einstaklingum og fyrirtækjum, skapa óvissu, draga úr framtakssemi og stuðla að sóun.
Í lítilli frétt er núna bent á að skattahækkanir (í þessu tilviki á þá sem veiða fisk í sjó) leiði til samþjöppunar á markaði.
Mér finnst það vera rökrétt. Stærri fyrirtæki geta dreift áhættu á milli mismunandi tegunda rekstrar þar sem sumt er skattlagt gríðarlega og annað skattlagt hóflegar. Þau hafa mannskap til að þræða regluverkið og pappírsflóðið frá hinu opinbera og finna undanþágurnar og nýta þær. Stærri fyrirtæki geta miklu frekar bjargað sér í umhverfi þrúgandi skatta en lítil fyrirtæki. Er þá ekki rökrétt að lítil fyrirtæki í sjávarútvegi verði núna gleypt upp af stærri fyrirtækjum þar til allt verður komið á nokkuð fáar hendur?
Það væri yndisleg flenging fyrir stjórnmálamenn sem tala oft eins og þeir vilji hlúa að litlum fyrirtækjum og tryggja líf lítilla útgerða - fyrirtækja "litla mannsins". Sennilega bæta þeir þá í staðinn í byggðakvóta og annað sem eykur völd stjórnmálamanna yfir lífum okkar og lifibrauði, á kostnað hins frjálsa framtaks.
Og er það ekki markmið flestra stjórnmálamanna?
Veiðigjöldin fóru með reksturinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)