2,5% verðbólgumarkmið?

Seðlabanki Íslands hefur það yfirlýsta markmið að rýra kaupmátt hinnar íslensku krónu um í kringum 2,5% á ári (en mistekst það næstum því alltaf og rýrnunin verður í raun miklu meiri). Þetta er bara hægt með því að leyfa stanslausa fjölgun á krónum í umferð. Það er bara hægt ef það er leyfilegt eða til þess hvatt.

Yfirlýst markmið Seðlabanka Íslands er sem sagt að viðhalda um 2,5% verðbólgu á ári.

Það þýðir að yfirlýst markmið Seðlabanka Íslands er að helminga kaupmátt krónunnar á um einnar kynslóðar fresti.

Lítum á tölurnar miðað við 2,5% verðbólgu:

Ár nr.Kaupmáttur miðað við ár 0
0100
197.5
295.1
392.7
490.4
588.1
685.9
783.8
881.7
979.6
1077.6
1175.7
1273.8
1372.0
1470.2
1568.4
1666.7
1765.0
1863.4
1961.8
2060.3
2158.8
2257.3
2355.9
2454.5
2553.1
2651.8
2750.5
2849.2

 

 Á litlum 28 árum er kaupmátturinn helmingaður.

Er þetta stjórn peningamála eða óstjórn?

Hvernig væri að leyfa almenningi á ný að njóta verðhjöðnunar? Hún á sér stað ef kaupmáttur peninga er fastur á meðan framboð af varningi og þjónustu eykst. Til að koma á verðhjöðnun er nóg að hægja mjög og jafnvel stöðva aukningu á magni peninga í umferð.

Seðlabanka Íslands má leggja niður án þess að það skaði miklu fleiri en þá yfirborguðu jakkafataspekinga sem þar vinna.


mbl.is „Reyna að festa þetta í sessi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband