Um sprenglærða spámenn

Margir halda að tölfræði sé vitneskja um framtíðina. Hún er það auðvitað ekki. Hún er vitneskja um fortíðina.

Margir halda að með vitneskju um fortíðina megi spá fyrir um framtíðina með einhverri vissu (t.d. segja hvaða gengi eigi að vera á hvaða gjaldmiðli ef ákveðnir hlutir eigi ekki að eiga sér stað). Það er ekki rétt. Auðvitað má reyna að spá og gefa upp ákveðnar líkur á að ákveðnir hlutir gerist í kjölfar annarra, en lengra nær það ekki. Tölur um fortíðina segja t.d. ekkert um áhrifamátt trúverðuglegra yfirlýsinga frá  yfirvöldum í framtíðinni. 

Á Íslandi bíður almenningur og viðskiptalífið eftir því að stjórnvöld geri eitthvað sem sannarlega má kalla afnám gjaldeyrishafta. Það er allt og sumt. Almenningur og stjórnvöld bíða ekki eftir aðgerðum sem "milda áhrif" eða "draga úr sveiflum" eða "tryggja jákvæðan vöruskiptajöfnuð við útlönd" eða neitt slíkt. Almenningur og atvinnulífið þarf bara tímasetta áætlun sem er hrint í framkvæmd og staðið er við.

Eftir þessu hefur verið beðið síðan snemma árs 2009 þegar meint "tímabundin" gjaldeyrishöft áttu að renna sitt skeið á enda, en áður en Seðlabanki Íslands gerði gjaldeyrishöftin að lifibrauði heils hers af spekingum. 

Losun haftanna mun alltaf verða sársaukafull fyrir einhvern. Hitt gleymist samt oft að gjaldeyrishöftin sjálf valda mörgum sársauka, daglega, og hafa gert síðan haustið 2008. Á sá sársauki að vega minna en hinna sem njóta skjóls af höftum á kostnað allra annarra? 

Sprenglærðir spekingar nota hvert tækifæri til að færa rök fyrir því að ekkert gerist í átt að losun gjaldeyrishafta, og hafa margar ástæður fyrir því (t.d. að tryggja að eigin sérfræðiþekking á talnagrautnum sé enn launuð af hinu opinbera, ótti við óvissa framtíð sem þeir þykjast samt geta spáð fyrir um, tröllatrú á að ríkisvaldið eitt geti séð um peningaútgáfu, osfrv.). Gegn því má berjast.

Höftin þurfa að fara, og því fyrr því betra, og það er nánast aukaatriði hvernig þau eru afnumin. 

Ríkisvaldið þarf svo að koma sér út úr útgáfu peninga. Þessi tilraun með Seðlabanka Íslands og "stöðugt verðlag" og álíka er búin að fá nægan tíma til að sanna sig en án árangurs, og komið gott núna.  


mbl.is Aðeins eitt tækifæri til afnáms hafta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Sammála þér að höftin þurfa að fara. Þau eru vond og lágt gengi krónunnar svíður.

En ...

Höftin eru hér af ástæðu. Hún er sú að við eigum ekki gjaldeyri fyrir afborgunum af skuldum næstu 5 árin.

M.ö.o. ef við borguðum allt sem við ættum af gjaldeyri upp í hin ýmsu lán hinna ýmsu aðila innanlands sem skulda pening erlndis þá ættum við engan gjaldeyri eftir og helmingur erlendu greiðslnann næstu 5 árin væru enn ógreiddar. Fyrir utan allan innflutning sem við þurfum að standa í. Fyrir utan Snjóhengjuna svokölluðu.

Þetta þýðir einfaldlega að höftin verða ekki afnumin fyrr en búið er að finna lausn á þessum greiðsluvanda.

Ýmsar tillögur að lausnum eru til en þær hafa ekki verið útfærðar af ýmsum ástæðum. Verið er að vinna í því og það er engin ástæða til að ætla að það takist ekki. Það er bara ekki búið og ekki liggur fyrir hvernig lausnin verður.

Vandi Íslands er ekki krónan. Vandinn er skuldir.

Þessi lokafullyrðing þín varðandi krónuna er algjörlega öfugsnúin. Krónan hefur sannað sig og hefur bjargað fleiri tugþúsundum Íslending frá því að þurfa að elta þau þúsundir Íslendinga sem flutt hafa úr landi.

Það er enginn að fara að borga okkar skuldir. Ef greiðsluflæði af skuldunum væri viðráðanlegt þá værum við á grænni grein. Með einn mesta hagvöxt í Evrópu, lága verðbógu, lágt atvinnuleysi, afgang á utanríkisviðskiptum og háa þjóðarframleiðslu á mann.

Við fáum ekki notið þessarar góðu hagtalna vegna ...

skulda!

Það eru skuldirnar sem halda genginu niðri, hækka skattana, skilja lítið eftir af laununum og valda höftunum.

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 5.3.2014 kl. 22:52

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Þorsteinn og takk fyrir athugasemd þína.

Það eru til margar leiðir til að pissa í skóinn sinn og upplifa tímabundna hnýnun. Ein er sú að varðveita höftin "aðeins lengur" til að "forðast gjaldþrot". Höftin kosta ekki bara mikla fjármuni heldur leiða til mikillar óvissu og bæta gráu ofan á svart í óvissum heimi viðskipta.

Hið íslenska ríki ætti að lýsa því yfir að það geti ekki greitt erlendar skuldir sínar og biðja um gríðarlegar afskriftir. Erlendir lánadrottnar geta ekki gengið á eigur þess. Lánstraust ríkisins verður fyrir áfalli en það mun bara koma í veg fyrir að það geti skuldsett sig aftur um langa framtíð. Það er kostur.

Mjög skuldsett fyrirtæki fara mörg hver á hausinn. Ef rekstur þeirra getur bara gengið upp í umhverfi hafta á alla aðra þá er sá rekstur byggður á sandi sem á að sópa í burtu.

Þetta eru róttækar aðgerðir, og fleiri þarf til, en eru eins og að skera æxli af beini: Sársaukafullt en stuðlar að bættri heilsu til framtíðar.

Geir Ágústsson, 6.3.2014 kl. 10:16

3 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Sæll Geir

Þetta er ekki spurning um skuldir einstakra aðila, hvorki ríkis né fyrirtækja. Þetta er spurning um jafnvægi á gjaldeyrismarkaði. Það jafnvægi er ekki til vegna of þungra afborgana af erlendum skuldum ýmissra aðila og þekktrar óskar erlendra eigenda snjóhengjunnar að færa fé úr landi.

Þetta þýðir að þegar borga þarf af þessum skuldum þá þarf að kaupa gífurlegt magn af gjaldeyri, umfram þann gjaldeyri sem notaður er í milliríkjaviðskiptum landsins. Sá sem selur okkur gjaldeyrinn er væntanlega einhver erlendur aðili sem þá situr uppi með fullt af krónum sem einungis er hægt að nota á Íslandi (ný snjóhengja). Málið leysist því ekki nema með því að flytja út meira en við flytjum inn eða með því að afskrifa eitthvað af þessum eignum/skuldum. Þarna vega þyngsst skuldabréf Landsbankans til gamla Landsbanka (300 milljarðar) og aðrar eignir erlendra aðila í slitabönkum.

Þetta setur mikinn þrýsting á gengi krónunnar og heldur því lágu eða lækkar það. Það bitnar aftur beint á lífskjörum á Íslandi vegna dýrari innkaupa erlendis frá og venga þess að lækkun á gengi veldur verðbólgu og hækkun á verðtryggðum lánum.

Höftin eru ekki til þess að styðja við rekstur skuldsettra fyrirtækja. Höftin bitna á fyrirtækjum jafnt sem almenningi.

Höftin eru til að koma í veg fyrir of stórar hreyfingar á gjaldeyrismarkaði sem draga krónuna og lífskjör niður enn frekar en nú er. Við erum hér að tala um uþb 1000 milljarða sem vilja út eða þarf að greiða af ýmsum lánum og við eigum ekki gjaldeyri fyrir.

Við erum sammála um að höftin eru slæm (þótt greining okkar á því hvers vegna þau eru slæm sé mismunandi), en þau eru ekki orsök heldur afleiðing. Orsökin er erlendar skuldir og eignakröfur erlendra aðila sem er aftur afleiðing af bankahruninu.

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 6.3.2014 kl. 19:23

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Þorsteinn, og takk aftur fyrir innlitið.

Í bókinni "Þjóð í hafti" er fjallað í löngu máli um mjög langan aðdraganda þess að gjaldeyrishöft (auk annarra hafta) voru loksins afnumin á Íslandi. Þetta var, þrátt fyrir allt, meira spurning um að taka skrefið en óttast gjaldþrota þeirra sem í raun voru gjaldþrota. Þetta snýst um að taka slönguna úr lungun heilbrigðs manns og leyfa honum að anda á ný, svo ekki sé talað um hreyfa sig.

Ég skil vel að mjög mörg tæknileg atriði flækjast fyrir kerfinu, og að margir gullkálfar á spena ríkisins óttist um líf sitt. En nema eitthvað raunverulegt og markvisst sé gert, blásið áfram af pólitísku hugrekki, þá fara höftin aldrei.

Geir Ágústsson, 6.3.2014 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband