Samtökin 'Ísland í ESB, sama hvað'

Undirskriftasöfnun er nú hafin hjá samtökum fólks sem vill að Ísland gangi í Evrópusambandið sama hvers konar samningur verður gerður og sama hversu langan aðlögunartíma Ísland fær til að uppfylla allar kröfur og öll skilyrði sambandsins og hverja einustu reglugerð sem það sendir frá sér. Það er gott og vel.

Vefþjóðviljinn útskýrir ágætlega af hverju íslensk stjórnvöld eigi að slíta aðlögunarviðræðum við ESB núna þegar. Þaðan kemur eftirfarandi ljómandi góða samlíking:

 Sá sem biður sér konu, eða manns, gerir það af því að hann er búinn að gera það upp við sig að hann vilji giftast þeirri persónu. Bónorðið er ekki sett fram til þess eins að fá að sjá kaupmálann.

En sem sagt, undirskriftasöfnun er hafin hjá samtökum fólks sem vill samþykkja allt sem ESB vill láta ganga yfir Ísland, hvort sem það er Icesave-samningur eða aðlögunarfrestur að tugþúsund blaðsíðna óumsemjanlegu regluverki sambandsins. 

Gott hjá þeim. 


mbl.is Vilja framhaldið í dóm þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Það sem verra er að ESB sinnar hafa komist upp með að tala um "samningaviðræður". Ekkert slíkt á sér stað. Það er annað hvort merki um óheiðarleika eða vanþekkingu að tala um samningaviðræður. Hvort ætli það sé?

Göngum við í ESB eigum við að taka upp reglur og lög þaðan og engar undanþágur fást nema tímabundið eins og Fuhle benti Össuri á ekki fyrir svo löngu síðan.

Helgi (IP-tala skráð) 26.2.2014 kl. 06:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband