Dæmigerð áhrif skattahækkana?

Skattahækkanir hafa marga ókosti í för með sér, t.d. að færa verðmæti úr höndum þeirra sem öfluðu þeirra og til annarra sem vilja eyða þeim, sjúga orku og hvata úr einkaframtakinu og leggja í dauðar hendur hins opinbera, valda ringulreið í öllu reikningshaldi hjá einstaklingum og fyrirtækjum, skapa óvissu, draga úr framtakssemi og stuðla að sóun.

Í lítilli frétt er núna bent á að skattahækkanir (í þessu tilviki á þá sem veiða fisk í sjó) leiði til samþjöppunar á markaði.

Mér finnst það vera rökrétt. Stærri fyrirtæki geta dreift áhættu á milli mismunandi tegunda rekstrar þar sem sumt er skattlagt gríðarlega og annað skattlagt hóflegar. Þau hafa mannskap til að þræða regluverkið og pappírsflóðið frá hinu opinbera og finna undanþágurnar og nýta þær. Stærri fyrirtæki geta miklu frekar bjargað sér í umhverfi þrúgandi skatta en lítil fyrirtæki. Er þá ekki rökrétt að lítil fyrirtæki í sjávarútvegi verði núna gleypt upp af stærri fyrirtækjum þar til allt verður komið á nokkuð fáar hendur?

Það væri yndisleg flenging fyrir stjórnmálamenn sem tala oft eins og þeir vilji hlúa að litlum fyrirtækjum og tryggja líf lítilla útgerða - fyrirtækja "litla mannsins". Sennilega bæta þeir þá í staðinn í byggðakvóta og annað sem eykur völd stjórnmálamanna yfir lífum okkar og lifibrauði, á kostnað hins frjálsa framtaks.

Og er það ekki markmið flestra stjórnmálamanna? 


mbl.is Veiðigjöldin fóru með reksturinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband