Svarið er einfalt

Spurt er: Hvers virði er leikskólakennari?

Svarið er: Jafnmikils virði (í peningum) og þarf til að manna stöður leikskólakennara, miðað við kröfur þess sem ræður.

Ég veit ekki hvað er mikið atvinnuleysi meðal leikskólakennara. Mín tilfinning er samt sú að ef starfsfólk vantar á leikskóla þá sé hægt að finna það. Hvort það starfsfólk sé allt með 5 ára háskólanám eða ekki veit ég ekki. Ég á strák á leikskóla hérna í Danmörku. Ég hef ekki hugmynd um menntun neins af starfsfólkinu. Ég sé samt að það nennir yfirleitt að sinna börnunum og kann örugglega skyndihjálp. Það er nóg fyrir mig.

En þótt starfsfólk sé jafnmikils virði og þarf í peningum til að fá það í vinnu fyrir hvert gefið starf (miðað við kröfur og þjálfun sem starfið krefst) er ekki þar með sagt að laun leikskólakennara skv. kjarasamningi segi einhverja sögu. Þau eru handahófskenndar tölur sem eru ákveðnar á fundum einhverra sérfræðinga. Hver og einn starfsmaður á leikskóla getur verið meira eða minna virði í raun og veru, en það kemur ekki í ljós nema að henda öllu kjarasamningum í ruslið og semja upp á nýtt við hvern og einn. Verðminni starfsmenn fá í dag hærri laun en þeir gætu fengið, á kostnað launakjara verðmeiri starfsmanna, sem þurfa að sætta sig við minna en ella.

Hið opinbera flækir svo myndina enn frekar með kröfum um ákveðna lágmarksmenntun og -þekkingu.

Svo svarið, fyrir þá sem voru að leita að því, má finna. Fyrst þarf samt að henda öllum kjarasamningum í ruslið, afnema öll lög um þjálfun og menntun leikaskólakennara, og einkavæða barnagæsluna eins og hún leggur sig (um leið og skattar sem fara í fjármögnun hennar eru afnumdir, auðvitað).


mbl.is Hvers virði er leikskólakennari?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband