Jöfnður, jafnrétti og stórt ríkisvald

Kerfið eins og það er kallar á fólk sem hefur unun af valdi og þráir að beita völdum, en hefur ekki að sama skapi áhuga á skynsamlegri umræðu ...

... segir Páll Skúlason, heimspekingur og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands í bók sinni, Ríkið og rökvísi stjórnmálanna, sem kom út rétt fyrir jólin, skv. frétt DV.  

Einnig:

Nú á dögum beinist athyglin langmest að jöfnuðinum, sem er að mörgu leyti mjög skiljanlegt, en þar með er ekki tekið nægilegt tillit til jafnréttisins og jafnræðisins. Það er ekki mikið jafnræði í stjórnmálum á Íslandi. Það er rétt eins og stjórnmálunum hafi verið stolið frá almenningi og gerð að leikvelli örfárra einstaklinga.

Þetta eru skynsemisorð að mínu mati. Ekki er hægt að beita ríkisvaldinu til að koma á jöfnuði nema leyfa því um leið að brjóta á jafnrétti og jafnræði, þá sérstaklega gagnvart lögum. Gilda önnur lög um mann sem þénar milljón á mánuði og 300 þús. á mánuði? Já, ef sá sem þénar meira þarf að borga meira í skatt en sá síðarnefndi. Það er brot á jafnræði og er misrétti og mismunun, en stuðlar að jöfnuði.

Hinn punkturinn, um að valdamikið opinbert kerfi laði að sér þá sem vilja völd og vilja stjórna, er svo eldgamall boðskapur stjórnmálaheimspekinga. Um þetta skrifaði t.d. 20. aldar hagfræðingurinn og stjórnmálaheimspekingurinn F.A. Hayek mikið. Örútgáfu af boðskap hans um þetta má t.d. lesa hérna.

Fyrir þá sem vilja beita ríkisvaldinu til að ná ákveðnum markmiðum, t.d. efnahagslegum jöfnuði, frekar en að tryggja lög og reglu og jafnrétti gagnvart lögum og hinu opinbera eru eftirfarandi orð (héðan) e.t.v. umhugsunarverð:

The state, for the fascist, is the instrument by which the people’s common destiny is realized, and in which the potential for greatness is to be found. Individual rights, and the individual himself, are strictly subordinate to the state’s great and glorious goals for the nation. In foreign affairs, the fascist attitude is reflected in a belligerent chauvinism, a contempt for other peoples, and a society-wide reverence for soldiers and the martial virtues.

Eru markmið um jöfnuð ekki markmið ætluð ríkisvaldinu? Þá er jafnvel hægt að kalla þá sem vilja ná þeim markmiðum með notkun ríkisvaldsins fasista


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband