Enn er spáð

Þeir sem vinna við að framleiða tölur gera það auðvitað ótrauðir þótt ítrekað komi í ljós að þær tölur tengist raunveruleikanum ósköp lítið.

Núna er því enn og aftur spáð að hagvöxtur verði mikill á Íslandi. Engum skal koma á óvart að sú spá verði leiðrétt niður á við eftir nokkra mánuði.

Lítið hefur breyst til batnaðar fyrir þá sem skapa verðmæti á Íslandi, nema síður sé. Skattar eru enn himinháir. Ríkisvaldið hefur ekki farið í stórkostlegan megrunarkúr. Það étur ennþá alltof mikið. Þótt feitur matur hætti að auka við sig skammtastærðina er ekki þar með sagt að núverandi skammtastærð sé honum holl. Í dag er hún beinlínis banvæn.

Heilbrigðiskerfið heldur áfram að vera tifandi tímasprengja fyrir ríkissjóð, og hið sama má segja um lífeyrisskuldbindingar vegna opinberra starfsmanna. Gjaldeyrishöft eru enn við líði. Enn er sótt að útgerðinni. Enn eru göng grafin fyrir fé sem er ekki til. Íslenskum krónum í umferð fjölgar enn (án slíkrar fjölgunar væri ekki hægt að horfa upp á allt verðlag stíga jafnt og þétt upp á við). Skattar á einstaklinga, fyrirtæki, fjármagn og innflutning eru í hæstu hæðum. Og svona mætti lengi telja.

Hvað fær þá nokkurn mann til að hugsa sem svo að aðstæður til verðmætasköpunar séu að batna og að skilyrði til hagvaxtar séu að verða til?

Ég trúi ekki í augnablik á þessa spádóma talnaspekinganna. Að þessir spádómar séu enn að koma út er til merkis um að enn sé fólk að störfum við að sóa fé skattgreiðenda við að framleiða tölur, og að það í sjálfu sér mun valda neikvæðum áhrifum á ofurbjartsýna spádóma þess. 


mbl.is Hagvöxtur meiri en síðustu 30 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þetta er alveg rétt hjá þér. Ekki veit ég hve mikið SÍ kostar okkur á ári en þeim fjármunum væri betur verið í nánast hvað sem er annað. Ætli það væri ekki betra að brenna þá seðla og hita þannig upp hús?

Svo minni ég á, svona bara upp á grín, að svæsnasti hluti óðaverðbólgunnar í Þýskalandi stóð frá ágúst - nóv. 1923. Á tímabili fengu launþegar greidd launin sín 2x í mánuði og síðar undir lokin 2x á dag.

Þegar allt hrynur geri ég ráð fyrir því að það gerist hratt.  Það skiptir hins vegar ekki nokkru máli hvað gerist hér. Eftir því sem ég best veit eru Kínverjar farnir að velta því fyrir sér að kaupa ekki amerísk ríkisskuldabréf. Þegar það gerist verða ákveðin vatnaskil.

Helgi (IP-tala skráð) 14.2.2014 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband