Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
Þriðjudagur, 31. júlí 2007
Lögreglan dreifir kröftum sínum
Viltu, kæri lesandi, að skattbyrði þín (sem og annarra) aukist?
Ef ekki, værir þú til í að millifæra sjálfviljugur fé af eigin bankareikningi og inn á reikning lögreglu?
Ef ekki, viltu þá að lögreglan fækki verkefnum sínum, t.d. með því að hætta að skipta sér að einhverjum hinna ofbeldislausu glæpa sem hún er að eltast við í dag?
Ef ekki, viltu þá að lögreglan dreifi kröftum sínum enn meira en hún gerir í dag? Það hlýtur að vera ef svarið við fyrstu þremur spurningunum er neitandi.
Lögreglan kostar fé - og ekki lítið fé! Oft er kvartað yfir fjárskorti lögreglu, en þá er átt við að ÞÚ greiðir ekki nóg í skatta til að mæta fjárþörf hennar. Eða, heldur þú virkilega að einhver ANNAR sé að greiða fyrir starfsemi hennar? Gettu aftur!
Núna er búið að búa til nýjan glæp á Íslandi - það að kveikja sér í sígarettu inn á húseign hvers eigandi býður gestum og gangandi upp á að kaupa sér að drekka eða borða. Húseign sem aðskilur sig eingöngu frá þinni að því leyti að dyrnar á henni eru að jafnaði ólæstar að ósk eiganda. Hinn nýji glæpur krefst athygli lögreglu - athygli sem annars væri varið í að stöðva ofbeldisglæpi og þjófnaði, en er núna varið í eitthvað annað.
Nú á að ganga enn lengra og beina kröftum lögreglu að fólki sem, með leyfi söluaðila áfengisins, fer með drykkinn utandyra, og það án tillits til tegundar íláts sem áfengið er í. Meira að segja án tillits til þess hver ber ábyrgð á því að týna ílátin upp ef þau falla til jarðar!
Lögreglan hefur í nægu að snúast, og jafnvel svo að mörgum finnst nóg um hvað hún er getulaus í íslensku næturlífi. Hin nýja áminning lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins er tilraun til að herja á veski þitt eða afsökun sem má nota til að útskýra vanmátt lögreglu þegar kemur að viðnámi gegn ofbeldisglæpum og þjófnuðum.
Ekki láta blekkjast, en reyndu jafnframt að komast upp með að brjóta lögin sem nú er minnt á!
Bannað að taka drykki með sér út af veitingastöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 31. júlí 2007
Klaga-náungann-samfélagið
Mig minnir að fyrir ekki svo löngu síðan hafi það verið opinberlega gefið út að skattsvik sem upplýstust eftir tilkynningu frá óbreyttum borgara hafi verið fá sem engin á Íslandi. Hvað ætli eltingaleikur við saklausa borgara hafi kostað í staðinn?
Hérna er grein eftir ágæta konu í Danmörku sem ræðst harkalega að klagarasamfélaginu sem hún þykist vera sjá styrkjast í sessi í heimalandi sínu. Á hið sama við um Ísland?
Þeir sem SEGJAST "vilja" birtingu ríkisins á launum ættu að gera okkur öllum greiða og birta sín EIGIN laun á almannafæri (innifalið svartar launagreiðslur og ýmsir gagnkvæmt launaðir greiðar sem ríkinu er ekki sagt frá í skattframtalinu), og hætta að krefjast þess sama af öllum öðrum.
"Mér finnst" að fólk ætti að blóta meira því það "styrkir lýðræðið". Er þessi persónulega skoðun mín nóg til að réttlæta þvingun á öllum öðrum?
Er álagning einkamál? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 30. júlí 2007
Vísindamenn í styrkjaleit?
Tíðni fellibylja er klassískt dæmi um tölfræðileikfimi sem er notuð til að komast í veski fólks í gegnum ríkisvaldið og skattgreiðslur (eða hefur einhver heyrt um frjáls framlög til "rannsókna" á gróðurhúsaáhrifunum?). Morgunblaðið gleypir að sjálfsögðu við slíkri tölfræði enda liggur blaðinu mikið á að hækka kostnað sinn og lesenda sinna vegna orkunotkunar og gera þar með huggulega stemmingu pappírsdagblaða að fjarlægri minningu.
Hvernig mælist tíðni fellbylja? Á að skoða eitt afmarkað svæði eða þarf að skoða stærra svæði - jafnvel heilu veðursvæðin (skilgreind á einhvern ákveðinn hátt en ekki annan)? Á kannski að skoða einstaka lönd? Á að telja fellibyli í öllum heiminum eða staðbundið? Á að teikna tíðni fellibylgja upp á móti sjávarhita? Á daginn eða nóttunni? Hvað með sólstyrk og skýjafar? Hafa hafstraumar áhrif? Eða staðbundnir vindar? Er um að ræða sveiflu í fjölda sem spannar ár, áratugi eða jafnvel aldir og árþúsund?
Svona spurningum og allri óvissu er auðvelt að sópa undir teppið þegar stutt fréttatilkynning er skrifuð fyrir Morgunblaðið, sem sýður svo enn styttri frétt upp úr henni. Eftir stendur að samband "gróðurhúsaáhrifa" og fjölda fellibylja er jafnauðvelt að sanna og er afsanna, t.d. með einfaldri túlkunarleikfimi.
Í verkfræði var mér kennt að til að túlka gögn rétt þurfi að hafa gagnasafn sem er nægilega stórt og nær yfir nægilega langt tímabil svo suðið megi sía úr því og þannig sjá hina raunverulegu leitni í því. Í loftslagsfræðum snýst málið greinilega um að einblína á suðið, láta langtímahegðun eiga sig og nefna eins lítið af forsendum og óvissuþáttum og hægt er.
Fellibylir tíðari en áður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 25. júlí 2007
Eignarréttinum fórnað fyrir auðveldari þvott?
Þórlindur Kjartansson átti stórgóðan sprett á Deiglunni í gær:
"Engum raunverulegum frjálshyggjumanni dytti það til hugar að fagna reykingarbanninu - eða að vera feginn yfir því. Stjórnvöld sem hyggja á illt, eða framkvæma illt með góðum hug, treysta einmitt á þá veikleika sem Staksteinahöfundur glottir yfir. Það getur verið freistandi að velja eigin þægindi fram yfir réttlætið en þeir sem trúa á frelsi einstaklingsins og mannréttindi láta ekki kaupa sig frá hugsjónum sínum fyrir betur lyktandi hár og færri ferðir í þvottahúsið."
Svo virðist sem lítill skilningur sé fyrir því á Íslandi (og víðar) að um leið og ríkinu er leyft að komast upp með að ráða því hvaða löglegu athafnir megi stunda í húsnæði í einkaeigu - um leið og sú stífla sem stjórnarskráin heimilar ríkinu að setja lög um er rofin - þá eru völd hins opinbera orðin gríðarleg. Mun meiri en margur gerir sér grein fyrir. Afleiðingar slíks verða að öllum líkindum mun meiri en bara það að banna ákveðna tegund reyks inn í hýbýlum í einkaeigu.
Frelsið tapast sjaldnast allt í einu. Um leið og varnirnar gegn frelsisskerðingunni bresta er hins vegar hætta á því að það tapist mun hraðar í einu.
Miðvikudagur, 25. júlí 2007
Vonandi að ekkert af fénu renni til barnanna
Spítalar og margar aðrar heilbrigðisstofnanir eru sífellt að fá gjafir. Margar safnanir eru haldnar til styrktar langveikum, börnum, langveikum börnum, krabbameinssjúklingum og svona má lengi telja.
Fé þetta má ekki nota í rekstur. Þannig er það bara. Því þarf að eyða í ákveðin vel skilgreind kaup og gera þarf nákvæmlega grein fyrir hverri krónu. Allt saman gott og blessað. Ef ég gef ákveðinni deild á ákveðnum spítala pening þá tilheyrir sá peningur þeirri deild. Allt í lagi aftur.
Hitt heyrist sjaldnar og það er hvaða deildir þurfa mest á fégjöfum að halda, t.d. til tækjakaupa eða endurnýjunar. Mér var sagt, af einum innvígðum í hinu íslenska heilbrigðiskerfi, að barnadeildir hafi fengið svo mikið fé undanfarin ár að þær vita ekkert hvað á að gera við það lengur. Búið er að kaupa flatskjái og Xbox tölvur við öll rúm, leikföngin eru þau flottustu sem finnast og svona má lengi telja. Sá innvígði gekk svo langt að segja að barnadeildir þurfi í raun ekki á að krónu að halda! Baugur er sérlegur styrktaraðili barnaspítalans við Hringbraut og frjáls framlög streyma inn enda alltaf jafnvinsælt að "styðja við börnin".
En ef ekki börnin hver þá? Þessar upplýsingar er erfitt að nálgast því heilbrigðiskerfið má í raun ekkert gefa út um það. Ég get sagt samt ykkur að gigtarsjúklingar ættu að vera fólki ofar í huga en blessuð börnin ef fé vill leita til heilbrigðiskerfisins. Eflaust skortir víða tæki og bættan aðbúnað, en vandamálið er að komast að því hvar það er!
Hvað sem þið gerið er samt eitt víst - ekki styrkja veik börn á Íslandi!
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri færð höfðingleg gjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 24. júlí 2007
Hvenær hefjast sektanir á þessu fólki?
Enn einu sinni læt ég til leiðast að eyða orðum í þessa tvo tugi eða þrjá af manneskjum sem virða hvorki eignarrétt né rétt fólks til að vera látið í friði. Þá það - orðunum skal eytt.
Núna hlýtur að vera komið að þeim tímapunkti sem sektanir byrja að streyma til þessa lýðs. Spellvirki þessara svokölluðu aktívista er komið á það stig að það fer að sjást á reikningshaldi lögreglunnar. 20 lögregluþjónar að týna fólk af hliðum og húsnæði eru 20 færri lögregluþjónar að stöðva þjófnaði og ofbeldisverk annars staðar (hvort sem það er vegna niðurskurðar á næturgæslu eða almennri viðveru í íbúðarhverfum að kvöldi til).
Hvað mundi fólk segja ef á morgun kæmi tilkynning frá hinu íslenska ríkisvaldi um að nú þurfi að hækka skatta til að standa undir óbreyttri löggæslu á Íslandi, ella draga úr henni eða fækka sjúkrarúmum? Málinu yrði aldrei stillt svona upp en það er forms- og tækniatriði, en ekki aðalatriði. Aðalatriðið er að mótmælendurnir eru að sjúga út úr ríkiskassanum og þar með að breyta forgangsröðun í eyðslu skattfjár - fjár sem allir verða að greiða en fáir ákveða í hvað er eytt.
Sektanir og brottvísun úr landinu eru tæki sem yfirvaldið hefur yfir að ráða til að tryggja friðinn á ríkisreknu Íslandinu. Nýta þau tæki? Já takk!
Óttast var um öryggi mótmælenda í Straumsvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 23. júlí 2007
Hvar er Múrinn.is núna?
Þegar ég les fréttir eins og þessa þá sakna ég gamla góða Múrsins sem var duglegur að fjalla um hinn "lýðræðislega kjörna" forseta Venesúela, Hugo Chavez, og þá sjaldnast á mjög neikvæðum nótum.
Þeir eru til sem halda að hinn suður-ameríski sósíalismi sé eitthvað skárri en sá austur-evrópski. Vonandi rennur fljótlega upp fyrir þeim að svo er ekki. Niðurstaðan er sú sama í báðum tilvikum: algjört einræði ríkisvaldsins, efnhagslegt hrun hagkerfisins og hratt rýrnandi lífskjör íbúanna. Það sem hefur bjargað Venesúela hingað til er sala á olíu frá landinu til hins ríka kapítalíska heims. Slíkt ráð dugir ekki nema skammt.
Chavez hótar að vísa gagnrýnendum sínum úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 22. júlí 2007
Greyið aumingjans eignarrétturinn nú til dags
Ósýnilega höndin hefur verið uppfærð og þemað er gamalt og gott: Að því er virðist óstöðvandi rýrnun eignarréttarins á Íslandi í dag (og raunar mun víðar).
"Veit einhver hvernig þessi þróun endar? Endar hún nokkurn tímann ef henni er leyft að halda áfram? Í dag má reykja á eigin heimili. Hvenær verður það að lögreglumáli? Í dag má skreyta húsnæði sitt að innan með myndum af allsberu fólki að stunda kynlíf. Hvenær verður það orðið að dómsmáli? Í dag má vera hægrimaður sem skilur sjálfseignar- og séreignarréttinn og getur rætt hann í leigðum sal með fullu samþykkir salareiganda við alla sem greiða aðgang. Hvenær mun slíkt teljast vera árás á almannahagsmuni og lýðheilsu?"
Mér er spurn!
Sunnudagur, 22. júlí 2007
Hvað með graffiti almennt?
Skyldu finnast þeir húseigendur í Reykjavík sem hafa bölvað veggjakroti og graffiti-málun á eigin húsnæði, en líta svo jákvæðum augum á graffiti og aðra almenna "skreytingu" á húsnæði annarra (t.d. Reykjavíkurborgar)? Það væri skemmtileg mótsögn.
Skyldu þeir finnast sem hafa rekið fólk út úr íbúð sinni eða af lóð sinni því þar var það í leyfisleysi, en vilja svo ekki að ríkisvaldið geti gert hið sama þegar götur hins opinbera eru stíflaðar og húsnæði opinberra stofnanna og fyrirtækja er svínað út eða skreytt með fagurmáluðum spjöldum í leyfisleysi?
Skyldu þeir finnast sem þykir annt um eignarréttinn þegar kemur að eigin eignum, en vilja ólmir slaka á honum þegar kemur að eignum annarra?
Aðgerðasinnar hengdu borða á Ráðhús Reykjavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 21. júlí 2007
Mótsögn eða sérhagsmunir, eða bæði?
Ætla bara að henda eftirfarandi (örlítið stafsetningarlega lagfærða) broti úr MSN-spjalli inn á bloggið svo ég gleymi því ekki eða týni:
Geir Ágústsson says:
seg mér...
Geir Ágústsson says:
ef ég skrifa bók og gef hana út og einhver byrjar að vitna í hana eða afrita heilu kaflana.. hvort er þá líklegra að vinstri- eða hægrimaður kalli á fangelsun þeirra sem nota bók mína með þessum hætti án bótagreiðsla?
Geir Ágústsson says:
eða í stuttu máli: styðja minn "intellectual property right" í orðaröðinni sem ég fékk útgefna á prenti?
[ónefndur snillingur] says:
tja
[ónefndur snillingur] says:
ætli báðir gætu ekki verið álíka líklegir
Geir Ágústsson says:
ég hef amk ekki séð margan vinstrimanninn berjast GEGN "sameign" fólks á orðaröð
[ónefndur snillingur] says:
kannski frekar hægri
Geir Ágústsson says:
já sammála
Geir Ágústsson says:
en af hverju mótmæla vinstrimenn ekki þessari "eignarrétta"gæslu á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum?
Geir Ágústsson says:
af því þeirra helstu spekingar eru vinstrimenn og gáfumenn sem lifa á bóksölu?
[ónefndur snillingur] says:
ætlaði einmitt að fara að segja það...
Geir Ágústsson says:
það er minn grunur
Geir Ágústsson says:
og þá gufa auðvitað "sameignar"hugmyndir upp
Geir Ágústsson says:
um leið og þær snerta hugsuði vinstrimanna
[ónefndur snillingur] says:
á endanum hugsar jú hver um sig
[ónefndur snillingur] says:
og sína
Geir Ágústsson says:
nákvæmlega
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)