Vonandi að ekkert af fénu renni til barnanna

Spítalar og margar aðrar heilbrigðisstofnanir eru sífellt að fá gjafir. Margar safnanir eru haldnar til styrktar langveikum, börnum, langveikum börnum, krabbameinssjúklingum og svona má lengi telja.

Fé þetta má ekki nota í rekstur. Þannig er það bara. Því þarf að eyða í ákveðin vel skilgreind kaup og gera þarf nákvæmlega grein fyrir hverri krónu. Allt saman gott og blessað. Ef ég gef ákveðinni deild á ákveðnum spítala pening þá tilheyrir sá peningur þeirri deild. Allt í lagi aftur.

Hitt heyrist sjaldnar og það er hvaða deildir þurfa mest á fégjöfum að halda, t.d. til tækjakaupa eða endurnýjunar. Mér var sagt, af einum innvígðum í hinu íslenska heilbrigðiskerfi, að barnadeildir hafi fengið svo mikið fé undanfarin ár að þær vita ekkert hvað á að gera við það lengur. Búið er að kaupa flatskjái og Xbox tölvur við öll rúm, leikföngin eru þau flottustu sem finnast og svona má lengi telja. Sá innvígði gekk svo langt að segja að barnadeildir þurfi í raun ekki á að krónu að halda! Baugur er sérlegur styrktaraðili barnaspítalans við Hringbraut og frjáls framlög streyma inn enda alltaf jafnvinsælt að "styðja við börnin".

En ef ekki börnin hver þá? Þessar upplýsingar er erfitt að nálgast því heilbrigðiskerfið má í raun ekkert gefa út um það. Ég get sagt samt ykkur að gigtarsjúklingar ættu að vera fólki ofar í huga en blessuð börnin ef fé vill leita til heilbrigðiskerfisins. Eflaust skortir víða tæki og bættan aðbúnað, en vandamálið er að komast að því hvar það er!

Hvað sem þið gerið er samt eitt víst - ekki styrkja veik börn á Íslandi!


mbl.is Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri færð höfðingleg gjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð ábending að mörgu leiti.  Einkar athyglisvert að búið sé að byggja upp sérstaka barnahágæslu á Íslandi þar sem það sjúklingaflæði sem til þarf til að viðhalda kunnáttu sérhæfðs starfsfólks á slíkum dildum er alls ekki fyrir hendi.  Sumar innanveggja segja deildina heppna að fá 1 sjúkling úr þessum hópi á mánuði.  Aðrar segj að börn muni verða ofmeðhöndluð til að sýna fram á þörfina fyrir deildina líkt og var gert þegar kransæðaaðgerðir hófust á íslandi í kring um 1986.  Þeir eru margir sem segja að þá hafi menn verið settir í aðgerð sem aldrei hefðu verið settir í hana annarsstaðar í heiminum.

Kannski má velta fyrir sér þegar verið er að gefa spítulum gjafir að spyrja stjórnendur þeirra hvar sé mest þörf fyrir féð.

Til hamingju FSA með gjöfins

Jón (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 17:07

2 identicon

Það má allavega örugglega skilgreina betur hvert peningarnir eiga að fara innan Barnaspítala Hringsins. Hágæsludeildin er hins vegar nauðsynleg að því ég tel, sama þó "einungis 1 barn" á mánuði þurfi á henni að halda.

Það mætti alveg örugglega auka peningaflæðið á fleiri deildir spítalanna. Það má alveg örugglega gefa ómtæki á margar deildir, kaupa hjálpartæki fyrir gigtarsjúklinga, kaupa þæginda- og afþreyingartæki fyrir krabbameinssjúka, ný geislunartæki fyrir krabbameinssjúka (btw, það er full þörf á að kaupa ný slík tæki) og svo mætti lengi lengi telja :)

Með Barnaspítalann, þá styrkir Baugur hann dyggilega, Hringskonur eru með sjoppu og rokselja þar súpur, salöt, samlokur, jógúrt, gos og nammi á svona rétt rúmlega sjoppuverði eða svo.. Svona fyrir utan svo gjafir frá einkaaðilum og styrki fyrir jól og fleira þess háttar. Ég er samt ekki sammála því að það eigi alveg að hætta að styrkja Barnaspítalann, mætti frekar aðeins draga úr styrkjunum í bili amk. 

Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 18:28

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Innlegg ykkar tveggja má steypa saman í eina efnisgrein:

Kerfið er þungt, ógegnsætt og er bannað eða meinað eða gert erfitt fyrir að aðlaga sig aðstæðum viðskiptavina sinna og velunnara af þeim sökum.

Geir Ágústsson, 25.7.2007 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband