Hvað með graffiti almennt?

Skyldu finnast þeir húseigendur í Reykjavík sem hafa bölvað veggjakroti og graffiti-málun á eigin húsnæði, en líta svo jákvæðum augum á graffiti og aðra almenna "skreytingu" á húsnæði annarra (t.d. Reykjavíkurborgar)? Það væri skemmtileg mótsögn.

Skyldu þeir finnast sem hafa rekið fólk út úr íbúð sinni eða af lóð sinni því þar var það í leyfisleysi, en vilja svo ekki að ríkisvaldið geti gert hið sama þegar götur hins opinbera eru stíflaðar og húsnæði opinberra stofnanna og fyrirtækja er svínað út eða skreytt með fagurmáluðum spjöldum í leyfisleysi?

Skyldu þeir finnast sem þykir annt um eignarréttinn þegar kemur að eigin eignum, en vilja ólmir slaka á honum þegar kemur að eignum annarra?


mbl.is Aðgerðasinnar hengdu borða á Ráðhús Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband