Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Ísland skeri nú þegar niður CO2 útblástur sinn!

Náttúran er núna lítið annað en breytistærð í flóknum og fullkomnum tölvulíkönum. Við getum nú prófað að sjá hvað gerist ef til dæmis CO2 magn í lofthjúpi Jarðar eykst úr 0,0383% í 0,0400% eða jafnvel 0,0600% sem afleiðing af brennslu mannsins á jarðaefnaeldsneyti. Hitastigsbreytingar með upplausn upp á 0,1 gráðu fimmtíu ár fram í tímann eru nú fyrirsjáanlegar. Slíkri fullkomnun hefur vitneskja okkar náð og færni í forritun og smíði reiknilíkana.

En hvað gerist þá? Einn jarðskjálfti skellur á og eitt eldgos í kjölfarið og allar okkar tilraunir til að takmarka hagkvæma orkunotkun eru fyrir bí! Núna eru jarðskjálftar fyrir austan og hver veit nema eldgos sé handan við hornið. Til hvers vorum við þá að hægja á lífskjarabætingu okkar, tækniþróun og auðsköpun? Erum við betur í stakk búin til að lágmarka skaðann af eldgosum og óveðrum á líf okkar og eignir með því að hægja á orkufrekri framþróun mannkyns? 

Sem betur fer eru tölvulíkönin til staðar til að hugga okkur. Bráðum geta þau sagt fyrir um hreyfingu jarðskorpunnar og eldsumbrot og reiknað áhrif slíkra náttúruviðburða inn í tölvulíkönin sem hafa náð svo góðum tökum á lofthjúpi jarðar og samspili hans við athafnir manna, geimgeislun, sólina og hafið bláa hafið. 

Jarðskjálftar í Upptyppingum eru sterkt skilaboð um það að Íslendingar eigi að taka á sig mikla skerðingu í losun CO2 í andrúmsloftið!

Ekki satt?


mbl.is Áfram skjálftavirkni við Upptyppinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dropi í haf tilgangsleysis!

Eltingaleikur lögreglu við kannabisræktendur, og tilheyrandi vanræksla lögreglu á eltingaleik við ofbeldismenn og þjófa, er að nálgast stig fáránleika. 

Sumir vilja meina að við eigum að "taka hart á fíkniefnasölum" af því fíkniefni eru slæm og framboð þess þarf að stöðva (á meðan eftirspurn verður ekki stöðvuð).

En til hvers? Af hverju ekki að láta frjáls viðskipti með eiturlyf afskiptalaus? Til dæmis væri hægt að gera þau lögleg með öllu og hafa þannig hefðbundið eftirlit með þeim, svona eins og haft er með sölu tóbaks og áfengis og gosdrykkja og dömubinda.

Það þýðir ekki, segja spekingarnir, af því þá er verið að senda sauðsvörtum almúganum einhvers konar "skilaboð". Sennilega vilja þessir aðilar þá meina að af því sala gosdrykkja er heimil þá séu hinir háu og heilögu stjórnmálamenn að "senda skilaboð" um að gosdrykkjaþamb eigi að iðka af öllum Íslendingum. Er það raunin?

Bull og vitleysa allt saman. Við höfum sennilega flest prófað að reykja jónu eða a.m.k. verið viðstödd slíka iðju án þess að tilkynna hana til lögreglu. Með því að þrýsta verði á kannabis upp (með því að minnka framboðið) er í besta falli verið að gera önnur og sterkari fíkniefni samkeppnishæf í verði. Með því að minnka framboð kannabisefna er sölu og dreifingu þess ýtt í færri hendur á markaðinum (svarta), og það dregur úr markaðsaðhaldi með gæðum, hreinleika og verðlagi vörunnar.

Lögregluþjónar - biðlið til stjórnmálamanna um að fá leyfi til að einbeita ykkur að ofbeldisglæpum og þjófnuðum. Tíma ykkar yrði mun betur varið ef þið mættuð það!


mbl.is Umfangsmikil kannabisræktun upprætt í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hannes klikkar ekki! Og nei, CO2 er ekki óvinur þinn

Barátta Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar við sósíalisma nútímans - loftslagsbreytingar af mannavöldum - er aðdáunarverð. Annað get ég varla sagt. 

Nýjasta grein hans, Óþægileg ósannindi, ber þess til dæmis skýrt merki að Hannes stendur vaktina þegar vinstrimennirnir hrópa á aukin ríkisafskipti í nafni heimsendaspádóma (sögulega vel þekkt þema sem sífellt finnur nýjar leiðir til að nútímavæða sig).

Hvað svo sem framtíðin ber í skauti sér (hita, kulda, rigningu, rok eða allt í bland) þá er eitt alveg á kristaltæru: Þeim mun ríkari sem mannkynið er, og þeim mun betur tækjum og tækni búið, því auðveldara mun því reynast að takast á við hvaða þær breytingar á náttúru og loftslagi sem munu eiga sér stað, með eða án mannlegra athafna.

Gefum okkur til dæmis að nútímaleg tölvumódel spái því rétt að margtrilljarða skerðing á auðsköpun mannkyns og gríðarlegt magn reglugerða og takmarkana á brennslu jarðefnaeldsneytis muni valda því að hitastig er einni gráðu lægra eftir 50 ár en ef ekki væri fyrir margtrilljarða sóunina, reglugerðirnar og haftirnar. Er eitthvað "tryggt" með því? Hvað ef sólblettum fjölgar, gammageislun frá útgeiminum vex, skýjafar breytist, eldgos brjótast út og jarðflekarnir fara af stað á fullum krafti? Er þá ekki allt fyrir bí? Hvað nú ef hin reglulega ísöld rifjar upp að það er komið að sér fyrir löngu og skellur á?

Vinstrimenn vilja kenna kapítalistunum um ýmislegt (og nota gjarnan nútímalegar og hóflega verðlagðar tölvur sínar og hraða nettengingu til þess). Þeir geta samt ekki kallast annað en mannhatarar þegar þeir vilja fórna orkufrekri auðsköpun mannkyns á altari EINSKIS. Þeir vilja stækka ríkisvaldið en fjandinn ef ég ætla að leyfa þeim að gera það bakdyramegin og í nafni "umhverfis" og "loftslags" án mótmæla! 


Sómalíu vantar ekki ríkisvald

Sameinuðu þjóðirnar hafa unnið að því linnulaust frá árinu 1991 að koma á einhvers konar formlegu ríkisvaldi í Sómalíu. Þetta er reynt til að koma í veg fyrir "anarkíuna" sem að sögn ríkir í landinu og þvinga landið til að fá yfir sig stjórn hefðbundins ríkisvalds.

Staðreyndin er sú að Sómalía er að blómstra í fjarveru ríkisvaldsins! Ævilíkur, heilbrigði og efnahagsleg velmegun eru allt þættir á (oft hröðum) batavegi miðað við ástandið þegar ríkisvald var seinast viðurkennt í landinu, og sé miðað við ríkisrekin nágrannalöndin. Átökin í landinu blossa upp þegar tilbúin leppstjórn Sameinuðu þjóðina byrjar og reynir að gera tilkall til valda og áhrifa; tilkall sem neyðir aðra hópa í landinu til að verjast og gera sjálfir tilkall til valda til að verða ekki undirokaði hópurinn.

Þeir sem vilja meira lesefni um Sómalíu ríkisvaldsleysisins ættu að lesa mannfræði/hagfræðigreinarnar Stateless in Somalia, and Loving It og The Rule of Law without the State á vef Mises-stofnunarinnar og þessa frétt (með afvegaleiðandi fyrirsögn) á vef BBC. um hinn blómstrandi símaiðnað í landinu.

Tveir stuttir textar um landið (á ensku) úr tveimur af ofannefndum greinum:

Comparing the last five years under the central government (1985–1990) with the most recent five years of anarchy (2000–2005), Leeson finds these welfare changes:

  • Life expectancy increased from 46 to 48.5 years. This is a poor expectancy as compared with developed countries. But in any measurement of welfare, what is important to observe is not where a population stands at a given time, but what is the trend. Is the trend positive, or is it the reverse?
  • Number of one-year-olds fully immunized against measles rose from 30 to 40 percent.
  • Number of physicians per 100,000 population rose from 3.4 to 4.
  • Number of infants with low birth weight fell from 16 per thousand to 0.3 — almost none.
  • Infant mortality per 1,000 births fell from 152 to 114.9.
  • Maternal mortality per 100,000 births fell from 1,600 to 1,100.
  • Percent of population with access to sanitation rose from 18 to 26.
  • Percent of population with access to at least one health facility rose from 28 to 54.8.
  • Percent of population in extreme poverty (i.e., less than $1 per day) fell from 60 to 43.2.
  • Radios per thousand population rose from 4 to 98.5.
  • Telephones per thousand population rose from 1.9 to 14.9.
  • TVs per 1,000 population rose from 1.2 to 3.7.
  • Fatalities due to measles fell from 8,000 to 5,600.

...og:

Democracy is unworkable in Africa for several reasons. The first thing that voting does is to divide a population into two groups — a group that rules and a group that is ruled. This is completely at variance with Somali tradition. Second, if democracy is to work, it depends in theory, at least, upon a populace that will vote on issues. But in a kinship society such as Somalia, voting takes place not on the merit of issues but along group lines; one votes according to one's clan affiliation. Since the ethic of kinship requires loyalty to one's fellow clansmen, the winners use the power of government to benefit their own members, which means exploitation of the members of other clans. Consequently when there exists a governmental apparatus with its awesome powers of taxation and police and judicial monopoly, the interests of the clans conflict. Some clan will control that apparatus. To avoid being exploited by other clans, each must attempt to be that controlling clan.

"Þarf" Sómalía á ríkisvaldi að halda? Nei, þvert á móti!


mbl.is Forseti og forsætisráðherra berjast um völdin í Sómalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurstaða þessarar nefndar er fyrirfram ákveðin

"Fyrsta verk nýs meirihluta í Reykjavík verður að setja af stað heildarstefnumörkun í málefnum Orkuveitu Reykjavíkur. Á fundi borgarráðs á fimmtudaginn nk. verður skipaður þverpólitískur stýrihópur undir forystu Svandísar Svavarsdóttur sem tekst þetta verkefni á hendur."

Hér þarf enginn að ímynda sér að niðurstaðan sé annað en fyrirfram ákveðin. Það má auðveldlega sjá út úr ýmsu orðalagi fréttarinnar (sem væntanlega á rætur sínar að rekja til fréttatilkynningar). Tökum dæmi:

"Til verkefnisins verða kallaðir óháðir sérfræðingar til að leggja mat á mismunandi leiðir í núverandi stöðu og draga lærdóm af umræðu og gögnum málsins."

Nú þegar liggur fyrir að Dagur B. Eggertsson, Svandís Svavarsdóttir og Björn Ingi Hrafnsson (Alfreð Þorsteinsson) eru í bæði litlum og stórum atriðum ósammála um hlutverk og stefnu Orkuveitu Reykjavíkur. Nefnd undir forystu Svandísar Svavarsdóttir mun fá það hlutverk að telja upp hina ýmsu valkosti (nema þá kannski helst algjöra einkavæðingu OR) og gefa skoðun Svandísar faglegan stimpil sem sú eina rétta.

Hafi ég rangt fyrir mér þá kyngi ég því með mikilli ánægju, því ég vona svo sannarlega að ég hafi ekki rétt fyrir mér!

"Hópurinn mun einnig leggja grunn að ákvörðunum um næstu skref í málefnum Orkuveitunnar, hlut hennar í útrás á orkusviði og stefnu til framtíðar."

En hef ég rangt fyrir mér? Hinni svokölluðu óháðu nefnd er hér ætlað að ræða um "hlut [OR] í útrás á orkusviði" og gildir þá einu hvaða niðurstöðu hún kemst að þegar hún leggur "mat á mismunandi leiðir í núverandi stöðu". Hvað ef niðurstaða þeirrar umræðu er sú að OR eigi ekki að breiða út sér frá kjarnastarfsemi? Má hún þá sleppa því að ræða um hlutverk OR í útrás? Nei varla, því henni er ætlað að ræða um hlutverk OR í útrás. Spurningin er bara sú hvort Svandís ræður og OR fer út í þróunarverkefni og vísvitandi taprekstur, eða Björn Ingi og Dagur og OR fer út í gróðastarfsemi og hugsanlegan taprekstur.

Þessi nefnd er faglegt smurálegg á pólitískt tilbúið brauð, að ég held. Vonandi hef ég rangt fyrir mér en mér þykir það ólíklegt.


mbl.is Bryndís Hlöðversdóttir nýr stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin fær nú tækifæri til að taka til eftir sig

R-listinn notaði hart nær allan valdatíma sinn til að horfa á biðlista lengjast, skuldir vaxa og halla á hefðbundnum rekstri borgarinnar verða til og vaxa. Eitt ár með Sjálfstæðismönnum dugði ekki til að hreinsa upp áratug af sjóðasukki og vanrækslu. Samfylkingin tekur því við borginni nánast eins og hún skildi við hana (að því ógleymdu að rólóvellir voru opnaðir aftur af Sjálfstæðismönnum, en fá væntanlega að lokast aftur).

Ef einhver vill sjá hvernig Sjálfstæðismenn reka sveitarfélag þá þarf ekki að líta langt. Seltjarnarnes er nú rekinn með myndarlegum afgangi þrátt fyrir lækkanir á álögum sveitarfélagsins á borgara sína (sem þýðir væntanlega áframhald á sömu braut!). Útsvarið á Seltjarnarnesi er það lægsta á höfuðborgarsvæðinu og þótt leitað sé lengra (og eingöngu annar Sjallabær, Garðabær, kemst nálægt því að bjóða betur). Engu að síður er verið að eyða 370 milljónum á ári í endurnýjun og framkvæmdir vegna skóla, gatna og þess háttar.

Oddný, til hamingju með nýja starfið. Ég hef hins vegar enga trú á þér eða félögum þínum í hinum nýja meirihluta í Reykjavík. Reykjavík vantar ekki enn eitt vinstritímabil getuleysis í borgarstjórn heldur sterkan og ákveðinn borgarstjóra úr Sjálfstæðisflokknum - einhvern með eitthvað annað að bjóða en áratugi af reynslu í opinberri stjórnsýslu, og einhvern sem skortir óþol gegn spilakössum, fólki í fullorðnismyndaiðnaðinum og kældum bjór!


mbl.is Oddný Sturludóttir formaður menntamála í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er bíll Dags kominn á bílasölu?

Framundan eru góðir tímar á bílasölum landsins. Að minnsta kosti allir borgarfulltrúar hins nýja meirihluta í REI-kjavík munu á næstu dögum setja bíla sína á bílasölu og væntanlega verður verðið hagstætt því mikið liggur á að selja.

Eða, er bara verið að leggja til að aðrir leggi sínum bílum? Það væri tvískinnungur sem ég get engan veginn séð fyrir mér að muni viðgangast af gagnrýnum kjósendum borgarinnar! 


mbl.is Dagur: Tími til að breyta Reykjavík úr amerískri bílaborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerði hvað sem er til að halda völdum

"Hefði hann hins vegar gefið eftir og haldið áfram samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn hefði hann litið út sem maður sem gerði hvað sem er til að halda völdum."

R-listinn hefur tekið við völdum í REI-kjavík á ný.  Stjórnmálaskýring þessarar Stefaníu er nokkurn veginn andstæða þess sem í raun átti sér stað. Björn Ingi var fúll yfir því að fá ekki að ráða einn málum í fyrra samstarfi sínu og fær núna embætti í nýrri borgarstjórn sem felst beinlínis í því og fáu öðru að fá að ráðskast með fjármuni OR að vild - staða sem ætti að kallast Alfreðinn af augljósum ástæðum.

Morgunblaðið er greinilega að notast eingöngu við þá heimildarmenn og "sérfræðinga" sem svara í símann svona seint á kvöldin.  

Ég vil svo nota tækifærið og óska Reykvíkingum til hamingju með nýja borgarstjórn og mér til hamingju með að búa ekki í Reykjavík til að þurfa ekki að upplifa þessi stjórnarskipti með rýrðu launaumslagi. 


mbl.is „Fyrrum minnihluti bjargaði Birni Inga fyrir horn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framboð vopna er ekki lykilatriði

Vinsæl kenning um ástæður átaka víðs vegar í heiminum snýst um það að hin ríku Vesturlönd maki krókinn í vopnasölu til þróunarríkja og láti sig í engu varða hvað síðan er gert við þessi vopn. Einhverjir halda því fram að fjöldi vopna og tegund þeirra sé á einhvern hátt ástæða þess að átök vara og deyi seint niður.

Fátt angrar rökhugsun mína meira en þvæla af þessu tagi.

Fjöldi vopna og tegund þeirra hefur áhrif á mannfall - það hversu auðvelt er að taka aðra af lífi. En þar við situr líka. Tveir menn deila ekkert síður vopnaðir grjóti en hríðskotabyssu, en með grjóti eru þeir bara aðeins lengur að murka lífið úr hvor öðrum. Ágreiningur þeirra leysist ekkert frekar ef þeir eru gerðir berhentir, því hnefinn er vopna líka.

Í Afríku eru sveðjur algeng vopn í blóðugum átökum. Á að stöðva framleiðslu og sölu þeirra og vona að það hafi einhver áhrif á mannfall í afrískum borgarastyrjöldum?

Nú sýnist sitt hverjum um ágæti þess að selja vopn til þróunarríkja og það er alveg gott og blessað. Hins vegar er hættulegt að halda að það eitt að gera alla skotvopnasölu að svartamarkaðsstarfsemi sé friðardúfan sem vopnuð átök heims þurfa á að halda. Þegar viljinn er til staðar er alltaf hægt að finna leiðir til að drepa óvini sína, með eða án löglegra skotvopna.


mbl.is Átök í Afríku sögð kosta jafnmikið og ríkin hafa fengið í þróunaraðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er frændum okkar á Norðurlöndum ekki fylgt mjög vel

Ein háværustu tískurökin á Íslandi eru þau að Íslendingar eigi að gera eitthvað því slíkt "tíðkast hjá frændum okkar á Norðurlöndum". Með því að ýja að því að íslensk fyrirtæki séu að gera eitthvað rangt með því að taka ensku upp sem vinnumál er verið að hunsa þau tískurök fullkomlega (sem yfirleitt veit á gott en ekki í þessu tilviki).

Sjálfur vinn ég í Danmörku hjá dönsku fyrirtæki sem sinnir fyrst og fremst útsjávar-olíuiðnaðinum vítt og breitt um heiminn. Vinnumálið er formlega séð enska, en vitaskuld tala Danir sín á milli á dönsku rétt eins og tveir Íslendingar sem mætast á bar í Köben tala saman á íslensku. Skýrslur á mínum vinnustað eru skrifaðar á ensku, við tölum við viðskiptavinina (sem eru frá öllum heimshornum) á ensku og allir vinnuferlar eru einnig á ensku (alþjóðlegar vottunarstofnanir sem þá lesa hafa sjaldan Dani innan sinna vébanda).

Hvernig dettur nokkrum manni í hug að þetta fyrirkomulag sé atlaga að tungu innfæddra? Af hverju í ósköpunum eru stjórnmálamenn yfirleitt að tjá sig um val einstakra fyrirtækja á (formlegu) tungumáli vinnustaðarins og fyrirtækisins? Ef Þorgerður Katrín væri ráðherra í Danmörku þá væri búið að spotta hana duglega í hérlendum fjölmiðlum, en á Íslandi lepja fjölmiðlar upp sérhvert orð hennar og setja í samhengi stjórnarskrárbreytinga!

Ég legg til að í stjórnarskránna verði sett eftirfarandi grein, sem viðbót við 79. greinina um tjáningarfrelsi:

"Ekki má gera að lögreglumáli hvaða tungumál er notað í ræðu eða riti á Íslandi."

Óþarfaákvæði? Aldeilis ekki. Nú virðist vera stemming fyrir því að gera mitt eða þitt val á tungumáli að lögreglumáli, og fátt hræðir mig meira!


mbl.is Samhljómur um að ákvæði um íslensku verði sett í stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband