Dropi í haf tilgangsleysis!

Eltingaleikur lögreglu við kannabisræktendur, og tilheyrandi vanræksla lögreglu á eltingaleik við ofbeldismenn og þjófa, er að nálgast stig fáránleika. 

Sumir vilja meina að við eigum að "taka hart á fíkniefnasölum" af því fíkniefni eru slæm og framboð þess þarf að stöðva (á meðan eftirspurn verður ekki stöðvuð).

En til hvers? Af hverju ekki að láta frjáls viðskipti með eiturlyf afskiptalaus? Til dæmis væri hægt að gera þau lögleg með öllu og hafa þannig hefðbundið eftirlit með þeim, svona eins og haft er með sölu tóbaks og áfengis og gosdrykkja og dömubinda.

Það þýðir ekki, segja spekingarnir, af því þá er verið að senda sauðsvörtum almúganum einhvers konar "skilaboð". Sennilega vilja þessir aðilar þá meina að af því sala gosdrykkja er heimil þá séu hinir háu og heilögu stjórnmálamenn að "senda skilaboð" um að gosdrykkjaþamb eigi að iðka af öllum Íslendingum. Er það raunin?

Bull og vitleysa allt saman. Við höfum sennilega flest prófað að reykja jónu eða a.m.k. verið viðstödd slíka iðju án þess að tilkynna hana til lögreglu. Með því að þrýsta verði á kannabis upp (með því að minnka framboðið) er í besta falli verið að gera önnur og sterkari fíkniefni samkeppnishæf í verði. Með því að minnka framboð kannabisefna er sölu og dreifingu þess ýtt í færri hendur á markaðinum (svarta), og það dregur úr markaðsaðhaldi með gæðum, hreinleika og verðlagi vörunnar.

Lögregluþjónar - biðlið til stjórnmálamanna um að fá leyfi til að einbeita ykkur að ofbeldisglæpum og þjófnuðum. Tíma ykkar yrði mun betur varið ef þið mættuð það!


mbl.is Umfangsmikil kannabisræktun upprætt í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er vitnisburður um þau vinnubrögð, sem við eigum von á og eru fyrst og fremst til að minna okkur á að stóri bróðir er að fylgjast með okkur en aðeins aukatriði að fást við fíkniefnaútbreiðslu.  Ég minni á það "Patriot act" frumvarp, sem Björn Bjarna er að keyra í gegn og er til þess fallið að troða á mannréttindum og eyða stjórnarskrárbundnum rétti fólks.

Þessi vænisjúki lögguleikur er kominn út í öfgar og tími til kominn að sporna við.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.10.2007 kl. 17:39

2 identicon

Ef að fleiri hugsuðu svona þá væri betra staða í þjóðfélaginu okkar, stríð gegn almennum borgurum skilar engu nema víðtkækari undirheimum.

BJ (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband