Framboð vopna er ekki lykilatriði

Vinsæl kenning um ástæður átaka víðs vegar í heiminum snýst um það að hin ríku Vesturlönd maki krókinn í vopnasölu til þróunarríkja og láti sig í engu varða hvað síðan er gert við þessi vopn. Einhverjir halda því fram að fjöldi vopna og tegund þeirra sé á einhvern hátt ástæða þess að átök vara og deyi seint niður.

Fátt angrar rökhugsun mína meira en þvæla af þessu tagi.

Fjöldi vopna og tegund þeirra hefur áhrif á mannfall - það hversu auðvelt er að taka aðra af lífi. En þar við situr líka. Tveir menn deila ekkert síður vopnaðir grjóti en hríðskotabyssu, en með grjóti eru þeir bara aðeins lengur að murka lífið úr hvor öðrum. Ágreiningur þeirra leysist ekkert frekar ef þeir eru gerðir berhentir, því hnefinn er vopna líka.

Í Afríku eru sveðjur algeng vopn í blóðugum átökum. Á að stöðva framleiðslu og sölu þeirra og vona að það hafi einhver áhrif á mannfall í afrískum borgarastyrjöldum?

Nú sýnist sitt hverjum um ágæti þess að selja vopn til þróunarríkja og það er alveg gott og blessað. Hins vegar er hættulegt að halda að það eitt að gera alla skotvopnasölu að svartamarkaðsstarfsemi sé friðardúfan sem vopnuð átök heims þurfa á að halda. Þegar viljinn er til staðar er alltaf hægt að finna leiðir til að drepa óvini sína, með eða án löglegra skotvopna.


mbl.is Átök í Afríku sögð kosta jafnmikið og ríkin hafa fengið í þróunaraðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Hver er þá lausnin?  Ætti að leyfa óhindraða vopnasölu um allar jarðir af því að hnefinn er líka vopn?  Ég verða að viðurkenna að ég átta mig ekki alveg á rökfærslunni.  Þú segir:

Fjöldi vopna og tegund þeirra hefur áhrif á mannfall - það hversu auðvelt er að taka aðra af lífi. En þar við situr líka.

Þetta er einmitt mergurinn málsins.  Það er mun auðveldara að eiga samskipti við fólk ef maður á það ekki á hættu að verða hreinlega skotinn í hausinn.  Hvernig heldur þú að ástandið væri í hópslagsmálum þar sem allir væru skjótandi hver á annan?

Í mínum huga er það alveg klárt að framboð á vopnum skiptir máli.  Það skiptir máli í deilum hvort deiluaðilar búa yfir vopnum eða ekki.

Guðmundur Örn Jónsson, 11.10.2007 kl. 11:48

2 identicon

Mitt álit er svo hljóðandi:

Leyfum þeim að drepa hvorn annan. Það er greinilega að "þeir" geti fjármagnað stríðsrekstur sinn þá er auðvitað enginn ástæða fyrir okkur (vesturlönd) að vera að dæla hundruðum miljarða til "þróunarstarfs" í sömu löndum.

 Það eru alltaf fórnarlömb alstaðar.

Ragnar (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 12:00

3 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Stórgóð og mjög málefnaleg afstaða hjá þér Ragnar.  Samúð heimsbyggðarinnar er einmitt ekki með stríðsherrunum og vopnakaupendum, heldur fórnarlömbunum sem hafa nákvæmlega ekkert með stríð að gera. 

Hverjir eru þessir "þeir" sem þú talar um?  Vonandi er þetta ekki vísbending um rasisma. 

Ættum við ekki að sleppa allri löggæslu yfir höfuð og leyfa "þeim" að berja hvern annan, keyra á hvern annan, ræna hvern annan?

Guðmundur Örn Jónsson, 11.10.2007 kl. 13:27

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Það er rétt hjá þér Geir að vopnaframboðið hefur ekki áhrif á niðurstöðuna, en það er af því að það er svo mikið að samkeppni gætir vel. Einn kemur í annars stað. Fátækustu svæðin, með hnefa og sveðjur, verða undir í nágrenni við hin með vélbyssur greiddar með olíu og blóðdemöntum. Þar skiptir auðvitað meginmáli hvor hefur meira af vopnum eða fær betri herþjálfun.

Vesturlönd og aðrir vopnasalar alvöru vopna (ekki sveðja) fylgja sölu sinni síðan eftir með kröfu um áhrif, t.d. á olíusölu eða á stjórnmál. Þá hangir saman vopnamagnið og olíumagnið.

Ívar Pálsson, 11.10.2007 kl. 13:27

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðmundur,

"Lausnina" hef ég ekki og það var heldur ekki punktur minn. Ég er bara að segja að orð Líberuforseta, "..að það sem keyri styrjaldir áfram sé útbreiðsla og dreifing vopna", sé ekki rétt.

Ef þetta væri rétt þá væru vopnhlaðin Vesturlönd í stanslausu stríði hvert við annað, en svo er ekki.

Ef þetta væri rétt, þá væri hægt að stöðva öll átök með því að senda 500.000 hermenn til Afríku, gera þar upptæk öll vopn, og hverfa síðan á braut.

En hvorugt er gildir.

Geir Ágústsson, 11.10.2007 kl. 13:39

6 identicon

Ég er ekki vanur að blogga en les MBL flesta daga, hef gaman að fylgjast með alþjóðaumræðunni á Íslandi. 

Útbreiðsla vélbyssna í Líberíu var mjög mjög mikil fram að árinu 2003 en það tókst að afvopna fjöldann með hörku, samkvæmt skýrslum um 98.000 byssum var skilað inn sem var kannski 90%, 95% eða 99% enginn veit með vissu. Ástandið var hræðilegt fram að þeim tíma. Sama fólkið er hér núna 2007 eftir sem áður en núna hafa óeirðaseggir miklu minni möguleika á að kveikja upp róstur og óeirðir en áður og löglegla getur gert vinnuna sína. Ég var hér í Líberíu áður og líka á eftir og hef séð breytingarnar til batnaðar. Forsetinn talar hérna af reynslu sinni ekki hugsjónum einum saman.  

Mitt innlegg í umræðuna

Kveðja frá Monróvíu.

Birgir Guðbergss.

Birgir Guðbergsson (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 14:27

7 identicon

Ef þú afvopnar annan aðilann en ekki hinn (stjórnvöld eru enn með vopn) þá lýkur átökum auðvitað. Sá vopnlausi getur lítið gert. Spurning hvernig það færi hinsvegar ef báðir aðilar væru afvopnaðir.

Einhverja ástæður, aðrar en þær að menn vilji nýta byssurnar sínar, hljóta að liggja að baki því að fólk skýtur á lögregluna. Í Sviss eru hríðskotarifflar á öðru hverju heimili en lögreglumenn munu þó ekki vera í útrýmingarhættu. 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 18:04

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Lögregluríki hafa vitaskuld sína kosti; þeir einir eru skotnir sem fylgja ekki fyrirmælum lögreglu, frekar en allir séu skotnir af öllum.

Slíkt ástand er hins vegar ógurlega viðkvæmt. Vitaskuld fækkar fjölda morða með fækkun stórtækustu morðvopnanna en lítið þarf út af að bregða til að fornir fjendur geti mæst á ný með alvæpni.

Forseti Líberíu er með einfeldislegar skoðanir ef þær eru bara byggðar á afvopnun óásættanlegra hópa í landi hennar.

Langar annars að skjóta að lítilli tilvitnun úr grein sem fjallar um mjög svo misskilið land, Sómalíu:

"Democracy is unworkable in Africa for several reasons. The first thing that voting does is to divide a population into two groups — a group that rules and a group that is ruled. This is completely at variance with Somali tradition. Second, if democracy is to work, it depends in theory, at least, upon a populace that will vote on issues. But in a kinship society such as Somalia, voting takes place not on the merit of issues but along group lines; one votes according to one's clan affiliation. Since the ethic of kinship requires loyalty to one's fellow clansmen, the winners use the power of government to benefit their own members, which means exploitation of the members of other clans. Consequently when there exists a governmental apparatus with its awesome powers of taxation and police and judicial monopoly, the interests of the clans conflict. Some clan will control that apparatus. To avoid being exploited by other clans, each must attempt to be that controlling clan."

Geir Ágústsson, 11.10.2007 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband