Er bíll Dags kominn á bílasölu?

Framundan eru góðir tímar á bílasölum landsins. Að minnsta kosti allir borgarfulltrúar hins nýja meirihluta í REI-kjavík munu á næstu dögum setja bíla sína á bílasölu og væntanlega verður verðið hagstætt því mikið liggur á að selja.

Eða, er bara verið að leggja til að aðrir leggi sínum bílum? Það væri tvískinnungur sem ég get engan veginn séð fyrir mér að muni viðgangast af gagnrýnum kjósendum borgarinnar! 


mbl.is Dagur: Tími til að breyta Reykjavík úr amerískri bílaborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnþór L. Arnarson

Það er auðvitað engin þörf á að selja bíla. Menn geta einfaldlega notað þá minna. Þér er auðvitað frjálst að selja þinn bíl á frjálsum markaði, enda ertu frjáls; ekki satt?

Arnþór L. Arnarson, 13.10.2007 kl. 12:56

2 identicon

Svo við minnumst nú ekki á að fólk getur alltaf hjólað ;)

Resto (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 13:00

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Það væri athyglisvert að sjá hvort bílnotkun minnki um einn kílómeter hjá hinum nýja meirihluta þú þegar búið er að lofa því að líf einkabílstjóra verður gert verra í borginni.

Geir Ágústsson, 13.10.2007 kl. 13:15

4 Smámynd: Arnþór L. Arnarson

Því meir sem bílum fækkar á götunum því mun meir batnar líf einkabílstjóra. ;) 

Fátt ömurlegra við það að keyra en allir þessir bílar sem eru að þvælast fyrir manni. ;) 

Arnþór L. Arnarson, 13.10.2007 kl. 13:24

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Vegtollar á einkavegum leysa þrengslisvandann prýðilega. Reykjavík ætti að selja vegina sína í opnu útboði ef ætlunin er raunverulega sú að láta framboð og eftirspurn eftir vegrými mætast.

Geir Ágústsson, 13.10.2007 kl. 14:03

6 Smámynd: Arnþór L. Arnarson

Það eru eflaust margar leiðir færar í þessu efni. Og þín leið ætti alveg að koma til álita.

Arnþór L. Arnarson, 13.10.2007 kl. 14:12

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Geir, þetta minnir mig á þingmann (konu) hér sem var alltaf á móti lögleiðingu bjórsins. Kæliskápur hennar var alltaf fullur af bjór vegna utanferða. Það voru hinir sem áttu ekki að drekka bjór.

Ívar Pálsson, 13.10.2007 kl. 23:26

8 Smámynd: Arnþór L. Arnarson

Ívar: Ég geri ekki ráð fyrir að fólk fari að selja bíla sína þó það noti þá minna. Þannig að þessi líking þín er solið á mis. Menn geta drukkið bjór þó þeir drekki minna af honum. ( Ef ég nota þína líkingu. )

Arnþór L. Arnarson, 14.10.2007 kl. 14:22

9 identicon

Hörmulegt að vera íbúi í Reykjavík í dag, ótrúlegt að þurfa lifa enn einn vinstri-meirihlutann í borginni. Ég er reyndar í vesturbænum og því stutt út á nes,  ætli þeir taki mig sem pólitískan flóttamann?

Annars er þetta rétt hjá þér Geir,  B(lingi) D(agur) S(vandís) og M(agga) eru ekki að fara selja sína bíla. Það eru allir hinir sem eiga að gera það. 

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 06:14

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvað þá láta sjá sig í strætó með okkur plebbunum sem eru ekki stjórnmálamenn!

Geir Ágústsson, 15.10.2007 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband