Forsetinn: Þægileg innivinna

Höfum þetta bara alveg á kristaltæru: Flestir frambjóðendur til embættis forseta Íslands eru að leita að þægilegri innivinnu, og, ekki síður mikilvægt, mikilli athygli.

Þeir vilja ferðast til útlanda til að drekka kampavín með útlendingum.

Þeir vilja klippa á borða.

Þeir vilja vera þægir og óumdeildir.

Kannski var þetta allt í góðu einhvern tímann, en núna eru breyttir tímar. Alþingi er á fullu að innleiða beint og óbeint framsal á fullveldi Íslands til erlendra embættismanna. 

Þingið er líka að reyna koma á fyrirkomulagi sem keyrir utan við stjórnmálin. Það er gert með því að setja lög sem leyfa ráðherrum að innleiða allskyns takmarkanir í gegnum reglugerðir. Heilu atvinnugreinarnar hafa nú þegar fengið að finna fyrir því.

Þingið er með veik hné. Minnisblað frá útlöndum fær það til að hrista og skjálfa. 

Þingið reyndi að binda Íslendinga í skuldafangelsi fyrir ekki mörgum árum síðan. Það tókst ekki af því að fyrrverandi forseti ákvað að spyrja þjóðina.

Sem leiðir hugann að hlutverki forseta í dag. 

Hann getur ekki lengur verið falleg sál sem gróðursetur tré eða klappar börnum. Forseti þarf að vera vakandi. Hann þarf að vera varðhundur. Stjórnarskráin heimilar þetta. 

Því miður segja skoðanakannanir að Íslendingar ætli að kjósa gegnumstreymisloka frekar en varnagla.

Vonum að það breytist.


mbl.is Ætlar ekki að láta skoðanakannanir ráða för
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Já vonandi, en ég er samt ekkert of bjartsýn. Fólk þarf virkilega að kynna sér fyrir hvað þessir frambjóðendur sem skoðanakannanir segja vera í efstu sætunum standa, sérstaklega fyrrverandi forsætisráðherra okkar.

Viljum við t.d. forseta sem vinnur meira í þágu ókjörinna erlendra alþjóðastofnana en þjóð sína, eins og Katrín Jakobsdóttir?

Ég hvet fólk eindregið til að kynna sér það!

Kristín Inga Þormar, 13.4.2024 kl. 22:43

2 identicon

Komið þið sæl; Geir og Kristín !

Vel; að orði komizt, hjá ykkur báðum.

Merkin sýna verkin; heigulsháttur Guðna

Th. Jóhannessonar gagnvart almannahagsmunum

löngu ljós / enn stææri slysfarir, tækist

glottuleitu fuglahræðunni Katrínu Jakobsdóttur

að setjazt í sæti hans, að afloknum 1. VI.

kosningunum afstöðnum.

Katrín; er handbendi Davos- umrenninganna,

ekki síður en Brussel valdsins, þegar nánar

er að gætt !

Með beztu kveðjum; sem endranær, af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.4.2024 kl. 23:25

3 identicon

Mér sýnast allir þeir sem ná yfir 3% fylgi eiga greiðan aðgang að fjölmiðlum, mikið í sviðsljósinu og með þægilegri innivinnu en forseti. En kenningin er skemmtileg þó fengin sé án hugsunar á þriðja glasi. Og sé eitthvað rétt í kenningunni þá eru þeir sem ætla sér stór pólitísk afrek og að marka sér djúp spor í söguna, jafnvel þvert á vilja þjóðarinnar, margfalt verri.

Vagn (IP-tala skráð) 14.4.2024 kl. 19:17

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Takk fyrir innlegg þitt. Innihald þess og innsæi var af fyrirsjáanlegu notagildi.

Geir Ágústsson, 14.4.2024 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband