Ha, er ég ekki framfćrandi?

Á Íslandi er viđ lýđi kerfi sem mismunar foreldrum gróflega en um leiđ fyrir opnum tjöldum. Í ţessu kerfi er foreldri barns ekki endilega framfćrandi barns ţótt ţetta foreldri framfćri ţví međ blöndu af međlagi og beinni framfćrslu (mat, föt, svefnađstađa, vasapeningur, greiđsla fyrir tómstundaiđkun og svona mćtti lengi telja). Raunar er ţađ svo í íslenska kerfinu ađ um leiđ og annađ foreldriđ byrjar ađ greiđa hinu foreldrinu međlög, fyrir utan ađ halda uppi barninu, ţá fćr ţađ ekki lengur ađ kalla sig framfćranda. 

Ţetta er svona orđađ í skattframtalinu (áhersla mín):

Á Íslandi fá framfćrendur barna yngri en 18 ára ákvarđađar barnabćtur. Fullar barnabćtur eru ákvarđađar vegna barnsins fyrir fćđingaráriđ en engar fyrir áriđ ţegar barniđ nćr 18 ára aldri. Eingöngu framfćrendur barna eiga rétt á greiđslu barnabóta. Viđ ákvörđun ţess hver telst framfćrandi barns er fyrst og fremst litiđ til ţess hjá hverjum barniđ er skráđ til heimilis í árslok samkvćmt Ţjóđskrá og skiptir ekki máli ţótt barniđ hafi ekki veriđ skráđ ţar allt áriđ. Sá sem greiđir međlag međ barni telst ekki framfćrandi í ţessu sambandi. Barnabćtur eru ákvarđađar viđ álagningu opinberra gjalda sem fer fram áriđ eftir tekjuáriđ og eru barnabćtur greiddar út í tvennu lagi, fyrri greiđslan er 1. júní og sú síđari 1. október. Sjá nánar A. liđ 68. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

Ţađ mćtti túlka ţetta fyrirkomulag ţannig ađ ţađ sé einfaldlega veriđ ađ segja viđ feđur (meirihluti međlagsgreiđenda) ađ ţeir fái ekki ţessar blessuđu barnabćtur af ţví ađ ţeir greiđa međlög til móđur, og óháđ ţví hvađ barniđ fćr ađ sjá föđur sinn mikiđ og vera međ honum. 

Í Danmörku enda skilnađir foreldra oftast á jafnri umgengni, viku og viku, og međlög eru ađ hluta frádráttarbćr frá skatti svo foreldrar greiđa oft međlög til hvors annars og njóta ţannig báđir frádráttarins (ekki í anda laganna en látiđ óafskipt). Barnabćtur fylgja lögheimili barnsins og einnig er algengt ađ foreldrar deili slíkri skrásetningu (ef börnin eru fleiri en eitt) og fá ţá báđir hluta af barnabótunum.

Á Íslandi er umgengni barna viđ föđur sinn yfirleitt skert og jafnvel alveg stöđvuđ, hann fćr ađ borga međlögin, sér ekki krónu af barnabótunum og ţarf ađ auki ađ kyngja ţeirri súru pillu ađ fá ekki ađ kalla sig framfćranda í pappírsvinnu hins opinbera ţótt hann haldi vissulega heimili ţar sem er herbergi fyrir barn (eđa börn), matur í ísskápnum fyrir ţađ og endalausir reikningar sem fylgja tómstundum ţess, skólamáltíđum og fatakaupum.

Ţetta er viđbjóđsleg og niđurlćgjandi framkoma af hálfu hins opinbera á Íslandi og má alveg jafna ađ fullu viđ ađskilnađarstefnu, skipulagđa kúgun, mismunun gagnvart kynferđi og barnaníđ.

Ţađ er fátt sem ég titla mig međ meira stolti en ađ vera fađir međ börn á framfćri - framfćrandi! Ađ fráskildir feđur á Íslandi ţurfi ađ skrifa undir ađ vera ekki framfćrendur til ađ geta skilađ inn skattframtali er skipulagt ofbeldi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af níu og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband