Kaffistofan og skynjarinn

Þegar ég les fréttir um getuleysi hins opinbera til að sækja rusl, viðhalda vegum, moka snjó, svara í símann og svo framvegis þá rifjast oft upp fyrir mér ákveðið atriði úr þáttaröðinni The Wire. Nýr umbótasinnaður borgarstjóri hafði verið kosinn og honum blöskraði vanræksluna í borginni. Brunahanar láku, leikvellir voru í niðurníðslu og göturnar fullar af holum. Hann settist í bíl sinn og keyrði á milli vinnustaða borgarinnar og kallaði yfir hópinn, sem sat yfir kaffibolla, eitthvað eins og „brunahaninn lekur!", eða „rólan er brotin!". Hann lét sig svo hverfa í sömu andrá og menn reyndu að komast að því hvaða brunahani læki eða hvaða róla væri brotin. Niðurstaðan var sú að menn risu úr sætum sínum og keyrðu um borgina og löguðu alla brunahana, leikvelli og holur sem þeir rákust á.

Mannaflinn var þarna með öll réttu tækin og tólin, og á fullum launum. En hann valdi frekar að drekka kaffi en sýna eitthvað frumkvæði. Hann var án eftirlits og hvata og í skjóli opinberrar ráðningar. Ég meina, hver rekur viðhaldsmann í borg í niðurníðslu?

Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé raunsæ lýsing á opinberum rekstri. Mannaflinn er nægur. Honum skortir engin tæki og tól. En hann haggast ekki. Hann gerir ekki handtaki meira en nauðsynlegt er. Hann lætur gáma troðfyllast og leyfir holum að rústa hverjum bílnum á fætur öðrum.

Núna ætlar Sorpa að setja skynjara í gáma sem láta vita þegar þeir eru fullir, og það er sennilega reglan frekar en undantekningin. Á þá í leiðinni að ráða fullt af mannskap til að ráða við það verkefni eða er mannskapurinn til staðar, og var einfaldlega of upptekinn af því að drekka kaffi? Það fylgir ekki sögunni. Eitthvað segir mér að það sé staðan. Vonandi hjálpa skynjararnir starfsmönnum Sorpu til að skynja hvenær þeir þurfa að standa upp úr stólnum.


mbl.is Skynjurum komið fyrir í grenndargámum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Og við þetta stækkar báknið.

Nú þarf að ráða skynjara fræðinga og viðgerðarmenn og

ef gámarnir fyllast án þess að vera tæmdir er svo

þægilegt að geta kennt þeim um.

Algjör snilld.

Er til meira kaffi...einhver...

Sigurður Kristján Hjaltested, 25.1.2024 kl. 11:50

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Í sumum heimshlutum, svo sem þeim þróaðri, er búið að búa til smáforrit í símann þar sem hægt er að gefa sveitarfélaginu sínu ábendingar. Það getur verið allt frá holum í götunni til fullra ruslatunna. Í sveitarfélögum þar sem útsvarið rennur í þjónustu við íbúanna er því svo svarað, í verki.

Hljómar kannski eins og einhver furðusaga úr framtíðinni, en satt.

Giv et praj (taarnby.dk)

Geir Ágústsson, 25.1.2024 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband