Að segja ekkert með því að segja eitthvað

Segjum sem svo að ég væri grænmetisæta af verstu gerð: Sú sem setur sig á siðferðislega háan stall, getur ekki haldið kjafti um mataræði sitt og fordæmir um leið mataræði annarra. Boðar að dýraafurðir séu ekki bara óhollar heldur hreinlega af hinu illu. Kjötætur séu mannætur. Bændur séu þrælahaldarar. Skammar jafnvel ömmu sína fyrir að vilja kjötsneið í matinn.

Segjum sem svo að ég sé af þessari tegund grænmetisæta en um leið íslenskur stjórnmálamaður.

Hvernig myndu blaðagreinar mínar líta út?

Myndi ég segja hreint út að bændur væru djöflar í mannsmynd og að dýr þeirra séu þrælar í ánauð, pyntaðir til afþreyingar?

Nei. Ég myndi sennilega leggja góða lykkju á leið mína og tala um aumingja Búkollu. Ég myndi sennilega reyna að tengja mataræði ekki-grænmetisæta við allskyns kvilla. Ég myndi tala um loftslagið. Ég myndi segja allt nema það sem ég meina: Bönnum kjötát. 

Slíka grein, en um annað málefni, má í dag lesa á Visir.is. Þar er í löngu máli sagt að Íslendingar eigi ekki að virkja til að afla sér meira rafmagns, og það þrátt fyrir orkuskortinn sem nú þegar þjakar Íslendinga og mun bara versna, hratt. 

Þarna er boðskapurinn orðaður á alla mögulega vegu aðra en að segja hann einfaldlega hreint út. Eitthvað um gróðafyrirtæki og forgangsröðun. 

Er þetta hluti af íslenskri umræðuhefð? Mér sýnist það. En köllum nú bara hlutina sínum réttu nöfnum og minnum okkur á að á hinu háa Alþingi eru einstaklingar sem styðja baráttu liðsmanna Vinstri-grænna innan stjórnsýslunnar til að standa í vegi fyrir öflun frekara rafmagns fyrir Íslendinga.

Og í gvuðanna bænum hættið að kjósa svona lið í framtíðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gagnaver gleypa óhemju orku en skapa í raun lítil sem engin verðmæti. Verið að grafa eftitr einhverju glópagulli (bitcoin).  Þessir orkuhákar skila engu til samfélagsins, Það eru ekki nema 2-5 störf í þessum verum.  Það þarf að henda þessu píramýdasvindli úr landi fyrir eitthvað sem skapar verðmæti.

Bjarni (IP-tala skráð) 26.1.2024 kl. 00:08

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Ég held nú að rafmyntir séu aðallega í vinnslu utan álagstíma þegar verð er hagstæðast og aðgengið mest og nýti umframorku í base load, td frá jarðhita sem keyrir 24/7. Og borgi jafnvel eitthvað yfirverð. En ég er ekki viss. 

Gagnaver eru verðmætaskapandi svo sannarlega.

Geir Ágústsson, 26.1.2024 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband