Stjórnmálamenn og ráðherrar eiga ekkert í báknið

Ég er gjafmildur í dag og gef mér að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orkuskorts- og loftslagshræðsluáróðursráðherra, meini í raun og veru að hann vilji auka skilvirkni báknsins, fækka stofnunum og stöðva kerfisbundna keyrslu báknsins að orkuskorti.

Kannski heldur hann langa fundi, íbygginn á svipinn, og útskýrir fyrir forstöðumönnum að menn þurfi að líta á heildarmyndina jafnvel þótt það gæti kostað viðkomandi einhver völd og áhrif. Hann tyggur sig í gegnum skýrslurnar sem báknið framleiðir á færibandi. Hann leggur fram tillögur. Hann beitir sér sem ráðherra, og ætti að nafninu til að hafa nokkuð svigrúm til að taka ákvarðanir. 

En allt kemur fyrir ekki. Eftir marga mánuði af harki stígur ráðherra í ræðupúlt og segir að sér verði ekkert ágengt. Báknið neitar að haggast. Það spyrnir við öllum tilraunum. Kannski ekki skrýtið í samfélagi sem brennir 16% af verðmætasköpun sinni í opinbera starfsmenn á meðan ríki innan mesta skrifræðisbákns í heimi, Evrópusambandinu, láta sér 11% duga. 

Þetta ætti að segja okkur að það sé eitthvað öfugsnúið á ferð hérna. Kjörnir stjórnmálamenn koma engu áleiðis nema með blessun ókjörinna embættismanna. Ráðherrar, tilnefndir eða úr hópi hinna kjörnu fulltrúa, berja höfðinu í stein. 

Mögulega líta margir ennþá til Sjálfstæðisflokksins en þar á bæ sía prófkjörin út alla þá sem eru líklegir til að þora í slaginn.

Ég sé ekki hvernig nokkrar kosningar geti breytt þessu ástandi. Er það svartsýni?


mbl.is Allir smákóngar heimsins segja „ekki hjá mér“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ef við rekum Guðlaug og eyðum ráðuneytinu hans, þá höfum við efni á að borga Grindavík upp í topp á 5-8 árum.

Svo einfalt er það.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.1.2024 kl. 17:07

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Það er alveg sturlað, og um leið svo gott til að setja hlutina í samhengi.

Geir Ágústsson, 23.1.2024 kl. 17:17

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Fráær lýsing á ráðherra..

umhverfis-, orkuskorts- og loftslagshræðsluáróðursráðherra

laughinglaughing

Sigurður Kristján Hjaltested, 23.1.2024 kl. 19:00

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nákvæmlega þannig vann orkumála Gulli sig niður á orkupakka 3.

Ragnhildur Kolka, 24.1.2024 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband