Þýska lýðræðisástin

Ég fer með óreglulegu millibili inn á heimasíðu þýska fjölmiðilsins DW. Oft er þar að finna góðar greiningar á ýmsum málum og auðvitað fréttir frá Þýskalandi sem birtast hvergi annars staðar, svo sem nýleg fjöldamótmæli bænda þar í landi sem nánast enginn fjölmiðill sagði frá. DW var hikandi í sinni umfjöllun en neitaði þó ekki raunveruleikanum.

En þar á bæ er núna einhver taugatitringur. Kjósendur í þessu lýðræðisríki eru í auknum mæli byrjaðir að styðja við stjórnmálaflokk sem er mjög gagnrýninn á helstu hugðarefni veruleikafirrtra glópa, svo sem að óheftur innflutningur flóttamanna sé sniðugur og að skattkerfið geti breytt veðrinu. 

Ég les að einn leiðtoga þessa flokks sé hreinlega verið að skilgreina sem fasista, og bendla hann við Þriðja ríki Hitlers. Ég les að það eigi að reyna banna flokkinn en til vara að takmarka hann miðað við aðra flokka. Velgengni flokksins meðal kjósenda er kölluð ógn við lýðræðið. Og svona heldur þetta áfram.

Vissulega er þetta lýðræði ekkert nema leiðindi í hugum margra, sérstaklega þegar kjósendur svíkja stjórnmálastéttina. En í stað þess að taka hina hugmyndafræðilegu baráttu, og reyna að hlusta á skoðanir og komast að líðan kjósenda, þá er eitthvað annað gert: Fasismi er barinn niður með fasisma (réttilega skilgreindur sem sterkt ríkisvald sem fólkinu ber að þjóna, frekar en þjónustulundað ríkisvald sem þjónar fólkinu). Úrval kjósenda skorið niður í það sem stjórnmálastéttin telur ásættanlegt. Leikreglunum breytt. Svolítið amerískt. Kosningar gerðar að sýndarkosningu til að fá rétta niðurstöðu, að mati ríkjandi afla.

Það er eitthvað að krauma í Þýskalandi sem þýðir að það er líka að krauma í öðrum ríkjum. Þetta sjáum við. En hvað gerist nákvæmlega? Fremur lýðræðið sjálfsmorð með því að hunsa lýðinn? Sjáum hvað setur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ekkert nýtt hér á ferð. Stóru flokkarnir í Svíþjóð, Jafnaðarmanna og Íhalds gerðu lengi með sér samkomulag að halda Svíþjóðar demókrötum frá völdum. Það gekk bærilega upp þar til Svíþjóðar demókratar ír urðu svo stórir að ekki var hægt að mynda ríkisstjórn án þeirra.

Þessi bylgja er nú að ganga yfir Evrópu (kosningabandalag Ungverjalandi) og þar sem hún gengur ekki upp er reynt að hrinda af stað e-k líta byltingu (Slóvenía). Lýðræði hvað. 

Ragnhildur Kolka, 22.1.2024 kl. 22:03

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Eins og oft áður ert þú með naglann.

Það má þakka að þú ert verkfræðingur en ekki stjórnmálafræðingur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.1.2024 kl. 14:57

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Ragnhildur,

Þessi taktík er að klikka núna: Í Svíþjóð, Hollandi, og danskur jafnaðarmaður myndi kallast hægri-öfga-nasisti á Íslandi ef hann tæki með sér stefnuskrána í sumum málum.

Ómar,

Takk fyrir athugasemdina og innlitið. Ég þakka líka fyrir það á hverjum degi að vera ekki "menntaður" stjórnmálafræðingur. Betra þá að vera sjálfkrýndur samfélagssérfræðingur.

Geir Ágústsson, 23.1.2024 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband