Versalasamningar II

Ætla leiðtogar allra Evrópuríkja nema þess stærsta að koma sér saman um nýja Versalasamninga, sem samþykktir þýða í raun gjaldþrot fyrir þann sem situr ekki við borðið? Vonum ekki. Seinast þegar góðu lýðræðislegu leiðtogarnir komu sér saman um slíkan samning þá brann Evrópa.

Það blasir við að innrás Rússa inn í Úkraínu er ekki stærsta vandamál heimsins né Evrópu. Svipaðar deilur Aser­baís­j­an og Armeníu rétt handan við mörk Evrópu rata ekki einu sinni í fréttirnar. Öllum er skítsama. Það sem gerir Úkraínu sérstaka í augum Vesturlandabúa er ekki alveg einstakt og hjartahreint lýðræðið þar. Og heldur ekki kornið eða stálið eða álíka. Né einhver glæný trúarbrögð um að landamæri séu heilög og megi ekki lengur aðlagast fólkinu innan þeirra (frelsum Tíbet, einhver?). 

En hvað þá? Kenningarnar eru margar. Sumar ganga út á leynilegar lífvopnaverksmiðjur. Aðra út á stórfelldan peningaþvott. Þetta eru kallaðar samsæriskenningar en eru eins og margar aðrar trúverðugri en opinberar skýringar yfirvalda. 

Allt er gert til að stilla ekki til friðar í Úkraínu. Um það snýst kampavínssötrið í Reykjavík. Vonum að kampavínið nái yfirhöndinni áður en skrifað er undir einhverja stórkostlega vitleysu sem kemur á nýrri heimstyrjöld.


mbl.is Bjart­sýn á á­þreifan­legar niður­stöður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband