Siglingaþjóð grýtir eigin höfn (því aðrir gera það, nema kannski Færeyingar)

Ísland er eyja. Þetta virðist hafa farið framhjá ýmsum, sérstaklega seinustu misseri. 

Ekkert kemur til Íslands eða fer frá Íslandi nema með skipum og flugvélum. Lífskjör íbúa felast að stóru leyti í því að flutningar til og frá eyjunni séu hagkvæmir. Þetta virðist hafa farið framhjá ýmsum, sérstaklega seinustu misseri. 

Auðvitað er umhverfisvernd mikilvæg. Ekki viljum við súrt regn eða eitraðan jarðveg og grunnvatn. Um þetta snýst umhverfisvernd samt ekki lengur. Hún miðast við einhver ímynduð loftslagsáhrif vegna bruna á jarðefnaeldsneyti. Gott og vel - við gerum ýmislegt kostnaðarsamt í nafni trúarbragða. En núna á að bæta töluvert í, í nafni umhverfisverndar en í raun bara til að færa fé frá fólki í opinberar hirslur. Flugferðir á að gera dýrar og óaðgengilegar venjulegu fólki. Skipaflutningar á fólki og varningi eru komnir á skotskífuna. Hvar endar þetta? Þegar við erum komin aftur til myrkra miðalda þar sem þorpsbúar lifðu á heimaræktuðum rófum og komust hvorki lönd né strönd á meðan aðallinn ferðaðist um í þægindum?

Ætli það ekki.

Ég sé eina von fyrir Íslendinga: Að þeir flytji til Færeyja þar sem stjórnvöld standa í fæturna þegar heimsfaraldur pólitísks rétttrúnaðar reynir að skjóta rótum. En til vara: Að Ísland gerist færeysk nýlenda svo Íslendingar þurfi ekki lengur að treysta á íslenska stjórnmálamenn til að standa vörð um hagsmuni sína.


mbl.is Gjaldtaka taki mið af umhverfisþáttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Geir

Það vefst nokkuð fyrir mér hvernig Landeyjahöfn getur talist til sam-evrópska flutninganetsins. Veit ekki betur en að öllum skipum utan Herjólfs sé meinaður aðgangur að þeirri höfn, fyrir utan auðvitað dýpkunarskipin sem eiga þar nánast fasta viðveru.

Það er auðvitað deginum ljósara að öll gjöld, hvort þau eru kölluð kolefnisgjöld eða sínu rétta nafni skattar, sem leggjast á flutningafyrirtæki, eru greidd úr vösum neytenda. Vöruverð er einfaldlega hækkað. Ekkert fyrirtæki í keðjunni er tilbúið að taka slíka skatta af arðinum sínum.

Gunnar Heiðarsson, 15.5.2023 kl. 15:39

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Skattar og gjöld eru eins og Sýfilis.  Þegar þú hefur einu sinni fengið þá, fara þeir ekkert aftur.

Og lokaniðurstaðan er sú sama.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.5.2023 kl. 16:30

3 identicon

Sæll Geir,

Ætli að fyrstu Hungergames leikarnir verða haldnir á Íslandi í náinni framtíð? Hvar endar þessi vitleysa eiginlega að sjálfsögðu fara allir þessi skattar út í verðlagið. Það þarf ekkert flugfélag hérna þegar það verður búið að skattleggja þjóðina niður í rófur og kartöflur? Ein einkaþota til taks fyrir íslensku elítunni þegar hún vill fara og taka táslu myndir af sér á Tene er nóg.

Annars líta Færeyjar rosalega vel út frá Íslandi. Hver veit nema að Klaus Schwab gortir sig á því í næsta viðtali að hann eigi 95% af íslenska þingheiminum.. allavega á hann alla þar sem skipta máli í dag enda augljóst að þingheimur er ekki að vinna fyrir þjóð sína.

Trausti (IP-tala skráð) 15.5.2023 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband