Daglegt brauð fyrirtækja verður frétt

Sveitarfélagið Árborg sagði í dag upp ráðningarsamningum við 57 starfsmenn sveitarfélagsins um leið og tilkynnt var um 5% launalækkun æðstu stjórnenda, bæjarstjóra og sviðsstjóra. Hljómar eins og eðlileg hagræðingaraðgerð og er daglegt brauð hjá venjulegum fyrirtækjum. En af því við erum að tala um hið opinbera þá ratar svona lagað í fréttir.

Kannski er það skiljanlegt. Ég meina, hvenær segir hið opinbera upp? Fremst í flokki hagræðingaraðgerða hjá hinu opinbera er að fjölga starfsmönnum hægar. Auka útgjöld aðeins minna en áður. Minnka vöxtinn á bákninu frekar en minnka báknið. 

Ég hef oft setið í umhverfi hagræðingaraðgerða. Starfsmönnum var þá ekki fækkað um nokkra hér og nokkra þar heldur var gefin út ákvörðun um að fækka starfsmönnum um 10%, 20%, 25%. Þetta gekk jafnvel of langt og mikilli reynslu og þekkingu hent út. En svona er þetta. Daglegt brauð á vinnumarkaði raunveruleikans. 

Kannski hið fréttnæma hérna sé að það þarf bara 57 uppsagnir á opinberum starfsmönnum til að rata í fréttirnar.


mbl.is Árborg segir upp 57 starfsmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hafa nokkrar uppsagnir einkafyrirtækja ratað í fréttirnar frá áramótum. Og flestar, ef ekki allar, undir 57. En það er rétt, hið opinbera lengir frekar biðlistana en að hætta að veita þjónustuna. Og fjölgun landsmanna, aukin þjónustuþörf, gefur oftast lítið svigrúm til fækkunar starfsmanna. Það er þá helst í störfum sem ekki snúa beint að þjónustu við íbúana, eins og til dæmis viðhaldi gatna og fasteigna.

Vagn (IP-tala skráð) 18.4.2023 kl. 22:41

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Ekki gleyma blessaðri yfirbygginginni. Það þarf að rýna í þessa biðlista.

Geir Ágústsson, 19.4.2023 kl. 05:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband