Viljum við verja loftslagið eða náttúruna?

Þetta hljómar mögulega eins og furðuleg spurning en ég spyr: Viljum við verja loftslagið eða náttúruna?

Það er ekki bara ég sem spyr. Sumir vísindamenn eru að spyrja sömu spurningar. Hvers vegna? Jú, því okkur er nú sagt að við þurfum að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir sólar- og vindorku. Kannski ekki jafnmikið á Íslandi og víða annars staðar, en áform eru þó uppi um að teppaleggja íslenska náttúru með vindmyllum og sýnist sitt hverjum um það.

Í athyglisverðri grein, The Rising Chorus of Renewable Energy Skeptics, er fjallað um áhrif þessara áforma um sól og vind og orkuskipti almennt (t.d. rafmagnsbílana) á náttúruna. Hráefnaþörfin er jú gríðarleg og sum hráefnanna er ekki auðvelt að finna. Stundum þarf gríðarlega orku- og hráefnanotkun til að vinna þessi hráefni úr jörðinni. 

Hér eru þrjú sláandi dæmi úr greininni (í lauslegri þýðingu minni):

Sérhvert rafknúið ökutæki inniheldur um það bil 75 kíló af kopar eða þrisvar sinnum meira en hefðbundið ökutæki. Ein vindmylla inniheldur að jafnaði 500 kíló af nikkel. Það nikkel þarf 100 tonn af kolum sem má nýta til stálframleiðslu til að hreinsa. Og sérhver kristölluð sílikon sólarplata inniheldur 20 grömm af silfurpasta. Það tekur 80 tonn af silfri til að framleiða um það bil gígavött af sólarorku. ...

Michaux gerði nýlega mikilvægan útreikning á því hvað þyrfti til að skipta út kerfi sem rekið er af jarðefnaeldsneyti með „endurnýjanlegum“ orkugjöfum sem byggist á neyslutölum frá 2019. Umfang er yfirþyrmandi. Bara til að skipta um 46.423 virkjanir sem reknar eru af olíu, kolum, gasi og kjarnorku þyrfti reisa 586.000 virkjanir sem reknar eru af vindi, sól og vetni. Það er 10 sinnum meira en núverandi kerfi vegna lítils orkuþéttleika endurnýjanlegra orkugjafa. ...

Síðan 400 f.Kr. grófu ýmsar siðmenningar upp 700 milljónir tonna af málmum (allt frá bronsi til úrans) fyrir árið 2020. En svokölluð græn umskipti munu krefjast námuvinnslu á 700 milljónum tonna fyrir árið 2040 eingöngu ...

Hráefnin leynast oft undir friðuðum svæðum og náttúruperlum og því spyrja menn sig eðlilega að því hvort við viljum frekar: Loftslag með aðeins minni koltvísýringi, eða ósnortna náttúru.

Auðvitað eru orkuskipti í sjálfu sér ekki slæm og mannkynið hefur oft farið í gegnum orkuskipti (t.d. eru Indverjar nú að fara úr þurrkaðri mykju til kolaorku). Menn hafa bent á að íslenskar hitaveitur voru orkuskipti úr kolum og olíu í jarðhita og almennt taldar vera vel heppnaðar framkvæmdir. Kjarnorka sem leysir af olíu og kol er líka lausn sem minnkar álag á auðlindir Jarðar og losun á flestu því sem menn vilja losa minna af. Fyrir ríki eins og Danmörku, sem á mjög takmarkaðar náttúruauðlindir og er án fallvatna og jarðhita, er vindurinn og sólin mögulega skásta leiðin til að færa orkuframleiðsluna nær notendum (og norsku fallvötnin og þýsku kolaorkuverin eru svo notuð sem varaafl).

En við erum að tala um eitthvað annað hérna. Við erum að tala um hreina og beina árás á náttúruna, og til hvers? Til að Evrópubúar geti orðið fátækari og orkusnauðari en aðrir heimshlutar ríkari og orkumeiri? Kannski það sé í raun áætlunin en seld okkur á fölskum forsendum.

Annars er ég með ráð fyrir þá sem vilja verða aðeins grænni: Níska á fé og tíma. Ég tími ekki að kaupa nýjar tölvur (lítið mál að finna þær notaðar) og finnst rekstur á bíl vera rán um hábjartan dag. Þess vegna bý ég nálægt vinnustað mínum og hjóla allt. Síðan er engin ástæða fyrir 100 kg mann að borða tvær heilar máltíðir á dag svo ein dugir oftast. Kannski ég sé grænni en flestir af þeim sem tala hátt um hið græna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég hef alltaf haft miklu meiri áhyggjur af losun raunverulegra eiturefna út í náttúruna heldur en losun koltvísýrings sem er ekki eitur heldur nauðsynleg lofttegund svo að plöntulíf geti dafnað og framleitt súrefni.

Orkusiptin kalla því miður á aukna notkun allskonar eiturefna við framleiðslu ýmiss búnaðar og þau efni sleppa í allt of miklum mæli út í umhverfið.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.4.2023 kl. 21:25

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðmundur,

Þetta er spot-on. Eða eins og blaðamaður BBC skrifaði árið 2015 í greininni The dystopian lake filled by the world’s tech lust (feitletrun mín):

"The intriguing thing about both neodymium and cerium is that while they’re called rare earth minerals, they're actually fairly common. Neodymium is no rarer than copper or nickel and quite evenly distributed throughout the world’s crust. While China produces 90% of the global market’s neodymium, only 30% of the world’s deposits are located there. Arguably, what makes it, and cerium, scarce enough to be profitable are the hugely hazardous and toxic process needed to extract them from ore and to refine them into usable products. For example, cerium is extracted by crushing mineral mixtures and dissolving them in sulphuric and nitric acid, and this has to be done on a huge industrial scale, resulting in a vast amount of poisonous waste as a byproduct. It could be argued that China’s dominance of the rare earth market is less about geology and far more about the country’s willingness to take an environmental hit that other nations shy away from."

Raunveruleg mengun í Kína telst ekki með. Það er bara þannig.

Geir Ágústsson, 11.4.2023 kl. 21:42

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir þessa tilvísun.

Vonandi verða jarðarbúar ekki búnir að eitra fyrir sjálfum sér áður en þeim tekst að átta sig almennilega á því hvað er að gerast í "loftslaginu".

Guðmundur Ásgeirsson, 11.4.2023 kl. 22:20

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er mjög mikilvæg spurning. Ég man eftir því að þegar Andri Snær Magnason gaf út bókina Draumalandið skömmu eftir aldamót var hann náttúruverndarsinni. Hann vildi vernda ósnortna íslenska náttúru. Hann gagnrýndi líka og hæddist að hræðslunni við að ef ríkið stæði ekki í stöðugum stórframkvæmdum myndum við öll farast úr hungri.

En nú hefur Andri tekið hræðsluáróðurinn upp á arma sína og hamast við að predika "loftslagsvá" og orkuskipti. Ósnortin íslensk náttúra skiptir engu máli lengur og ég efast ekki um að ef maður gerði grín að dómsdagsspánum við hann yrðu viðbrögðin eins og ef maður hæddist að drottni almáttugum við Vott Jehóva.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.4.2023 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband