Dagamunur

Sumir stjórnmálamenn mega eiga það: Eftir að hafa sólundað fé í allskonar fyrir alla þarf að lokum að taka ábyrgð og grípa til aðgerða þar sem verður minna fyrir alla (nema mögulega suma).

Þetta er ekkert fagnaðarefni en jafnast á við aðgerðir í venjulegu heimilisbókhaldi, eða svo ég vitni í nýlega grein eftir vinkonu mína:

Á heimasíðu Nýsköpunardags hins opinbera er spurt: Lumar þú á sparnaðarlausn sem nýtist í opinberum rekstri?

Sjálfsagt er að bjóða upp á slíkar hugmyndir og þarf ekki að leita lengra en í rekstur heimilisbókhaldsins. Í fyrsta lagi þarf að passa að útgjöld séu lægri en tekjur. Í öðru lagi að forðast að taka lán nema nauðsyn krefji, t.d. fyrir stærri fjárfestingar, og muna svo að greiða af þeim lánum í framhaldinu, og þá með tekjum en ekki nýjum lánum. Neyslulán eru slæm hugmynd nema í algjörri neyð. Ekki treysta á að vinna í happadrætti þegar fjárhagsáætlanir eru gerðar. Verðsamanburður getur borgað sig.

Hagnýtar lausnir sem eru nothæfar og þá helst til lengri tíma eiga að njóta forgangs umfram glingur og sýndarmennsku, en svolítið skraut má kaupa ef það er afgangur.

Ekkert nýtt, frumlegt, róttækt eða ómögulegt. Bara einfalt viðbragð við breyttum aðstæðum. 

Það verður svo sannarlega dagamunur í illa reknu sveitarfélagi Árborgar. En ég spyr mig: Verður munur á gömlum degi og nýjum í Reykjavík? Á þeim Degi sem vill helst bara klippa borða og hinum sem boðaði breytingar? Tíminn leiðir það í ljós, þ.e. næsti Dagur.


mbl.is Uppsagnir óhjákvæmilegar í Árborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband