Umpólun heimsins

Við höfum kannski flotið svolítið sofandi að feigðarósi en skulum bara átta okkur á því núna: Vesturlönd eru að sökkva og önnur að rísa.

Sem fyrsta sönnunargagn vil ég benda á myndina hér að neðan sem sýnir breytingar á stærstu hagkerfum heims undanfarin ár.

cont_shift

Takið eftir að allt sem er grænt (Evrópa) og Bandaríkja-blátt er á niðurleið og allskonar annað á uppleið, þar á meðal ríkin sem mynda hið svokallað BRICS samstarf, eða stefna á að ganga í það samstarf. Ríki innan þess samstarfs, auk annarra, hafa nú uppi áform um að hætta að einhverju leyti notkun Bandaríkjadollars í milliríkjaviðskiptum og veikist þá sú leið Bandaríkjanna til að fjármagna endalaus stríð og önnur útgjöld með peningaprentun sem leiðir til verðbólgu á kostnað annarra heimshluta. 

Sem annað sönnunargagn vil ég benda á að allar viðskiptahindranir Vesturlanda gegn Rússlandi undanfarin ár hafa engu skilað. Rússar finna sér bandamenn í öðrum heimshlutum, þar á meðal Kína og Suður-Ameríku

Sem þriðja sönnunargagn má benda á ofuráherslu vestrænna yfirvalda á ímyndaða óvini. Veiran var bara einn af mörgum og Rússland sá seinasti. Þessir meintu óvinir eiga að réttlæta endalaust fjáraustur í allskyns aðgerðir, frá grímum og sprautum og aðgerðum gegn hamfarahlýnun til skriðdreka og annarra hertóla. Á meðan veslast hagkerfi Vesturlanda upp og þau síga aftur úr öðrum heimshlutum. Enn er svo bætt í með því að hleypa endalaust af betlurum inn í velferðarkerfin og gera þau gjörsamlega ónothæf fyrir skattgreiðendurna sem fjármagna þau.

Þetta getur bara endað illa eins og í öllum öðrum sögulegum tilvikum heimsvelda sem þöndu sig of mikið út með verðbólgu og ímynduðum ógnum, á kostnað borgaranna.

Hvað er til ráða? Það veit ég ekki. En að kjósa skilar engu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Hér er annað dæmi um umpólunina - Arabarnir að snúa sér í auknum mæli til austurs:

Saudi Aramco to Prioritize Asian Markets. According to market reports, Saudi NOC Saudi Aramco (TADAWUL:2222) informed all its Asian customers that it would supply full contract volumes for cargos loading in May 2023, despite the promised 500,000 b/d cut as other continents are given less priority. 

Geir Ágústsson, 11.4.2023 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband