Fjölskyldubótakerfið gerir feður að öreigum

Mörg vandamál hrjá að jafnaði samfélag manna. Sum eru tengd náttúruhamförum, slysum og utanaðkomandi þáttum. Sum eru afleiðing mistaka eða yfirsjónar. Sum stafa af gölluðum áætlunum. En sum eru einfaldlega afleiðing ásetnings og jafnvel ills vilja og á meðan sumir sjá þar vandamál þá sjá aðrir ásættanlegt ástand. Til dæmis mun hópur ungmenna um alla framtíð þjást af afleiðingum takmarkana vegna veiru. Afleiðingar á nám, á félagsþroska, á undirbúning fyrir fullorðinsárin. Frábært! Þetta stöðvaði veiru!

Annað dæmi er heimatilbúin fátækt fráskildra feðra. Í íslensku samhengi safna þeir nú skuldum á svimandi hraða, fremja fleiri sjálfsmorð en aðrir þjóðfélagshópar og fá ekki að vera til staðar í lífum barna sinna sem verða um leið fórnarlömb líka. 

Mjög áhrifarík dæmi um fjárhagsleg örlög manns sem skilur við barnsmóður sína má sjá hérna.

Þetta er vandamál sem yfirvöld búa til og magna upp og væri hægt að laga með nokkurn veginn einu pennastriki, en verður ekki gert.

Einstæðir feður á Íslandi eru sígaunar í samfélagi fordómafullra, og lögin endurspegla það fullkomlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband