Láta framhaldsskólanemendur heilaþvo sig?

Eins og fjallað hefur verið um á mörgum stöðum (dæmi) þá stunda íslenskir framhaldsskólakennarar pólitíska innrætingu á nemendum sínum með djúpa vinstri slagsíðu. Íslenskir stjórnmálamenn fyrr og síðar eru nefndir í sömu andrá og SS-sveitir þýskra þjóðernissósíalista í annarri heimstyrjöld, hrun bankakerfis og annað gott. 

Spurningin er ekki hvort meirihluti kennara sé vinstrisinnaður. Það er hann.

Spurningin er ekki hvort einhverjir þeirra notfæri sér aðstöðu sína til að reyna búa til kjósendur vinstriflokka. Það gera sumir þeirra.

Spurningin er hvort nemendur falla fyrir þessu.

Það var mín upplifun í framhaldsskóla að þeir sem voru yfirleitt að spá í stjórnmálum voru til vinstri. Það er skiljanlegt, og versnar jafnvel þegar í háskóla er komið. Skoðanakannanir meðal ungs fólks sýna að það er miklu vinstrisinnaðra en fólk sem hefur náð fullum þroska heilans, sem er í kringum 25 ára aldurinn (þess vegna vilja vinstrimenn víða færa kosningaaldurinn niður). 

Það kæmi mér því ekkert á óvart að pólitískur áróður kennara búi til aðeins fleiri vinstrisinnaða einstaklinga en ef boðið væri upp á jafnvægi í kennslunni. En ég veit það ekki. Eru nemendur svona glærir að samþykkja þau hughrif sem kennarinn er að reyna ná fram - að Davíð Oddsson eigi eitthvað hugmyndafræðilega skylt með SS-sveitum nasista, og að Sigmundur Davíð sé af svipuðu sauðahúsi og Hitler?

Í bjartsýni minni held ég ekki. Framhaldsskólanemendur voru farnir að mótmæla sóttvarnaraðgerðum á undan flestum og létu í sér heyra í þau örfáu skipti sem blaðamenn sýndu töpuðum æskuárum þeirra áhuga. Þeir eru mögulega hissa á heilaþvotti kennara sinna og því farnir að deila myndum af honum. Kannski þarf ekki að grafa upp nöfn þessara kennara og bera saman við skráða meðlimi VG og Pírata. Nemendurnir sjá kannski bara um það sjálfir að verja heila sína fyrir þvotti. Þeim tókst það betur en öðrum á veirutímum. Það er von.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Með öðrum orðum:

Hægrimenn vakna nú upp við slæman draum. Hægri slagsíðan sem var á æðri menntastofnunum landsins, nær alla síðustu öld og vel inn í þessa, er horfin! Ógn og skelfing! Hvað gerum við nú! Æææ, við verðum að stöðva innrætingu í skólum!

Þetta er alvarlegt. Það er verið að tengja okkur við allskonar hægrisinnaða glæpamenn. Þó við höfum lokað á vinstrimenn í viss fög í háskóla, störf í þjóðfélaginu og passað að enginn minntist á vinstristefnur nema nefna gaura eins og Stalín þá vorum við ekki með neina innrætingu. Við vorum bara að mennta ungdóminn í skelfilegum afleiðingum þess að styðja vinstri leiðtoga til valda.

Rísum upp góðir félagar sem eiga flokkshollustu útskrift að launa og mótmælum þessum ósóma!

Vagn (IP-tala skráð) 14.1.2023 kl. 21:16

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Þetta var furðuleg athugasemd. Segjum sem svo að þú hafir hér einhvern gildan punkt í að benda á fyrri slagsíður er þá þar með sagt að það eigi að vera slagsíður, bara í hina áttina?

Nema auðvitað að þú sjáir rauðan þráð í hugmyndafræði Sigmundar Davíðs og Hitlers og Mussolini, eða í stjórnmálaskoðunum Davíðs Oddssonar og þýskra þjóðernissósíalista með sérstaka áherslu á SS-sveitirnar og Gestapo. Sé svo þá hlýtur þú að vera búast við símtali frá Háskóla Íslands með boði um að halda fyrirlestur fyrir alla prófessora stjórnmálafræðideildarinnar (Hannes Hólmsteinn að vísu erlendis en hinir hljóta að komast).

Geir Ágústsson, 14.1.2023 kl. 21:38

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Kerran færir að vanda engin rök fyrir máli sínu.

Ég væri alveg til í smá greiningu á þessu, með vísan í einhverja heimild.  Þó ekki væri nema eina.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.1.2023 kl. 21:40

4 identicon

Geir, það verður ætíð slagsíða á annan hvorn veginn. Og sama hvort hún er til hægri eða vinstri þá finnst mér bara fyndið þegar annar hópurinn grætur það að hafa tapað sinni slagsíðu.

Sorrí Ásgrímur, þeir sem gengu í skóla muna eftir þessu. Ég reiknaði ekki með hinum og var því ekkert að grafa upp kvartanir foreldra og nemenda úr lesendabréfum dagblaðanna.

Vagn (IP-tala skráð) 14.1.2023 kl. 21:55

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Þú manst kannski tímanna tvenna en aldrei sá ég glæru á mínum skólaárum þar sem starfandi lifandi menn voru settir á glæru með fjöldamorðingjum og einræðisherrum. Kannski Árbæjarskóli og MR hafi verið einstaklega vandaðir skólar í jafnvægi og fókus á að mennta, ekki innræta, og þú ekki sloppið eins vel og brenndur til lífstíðar, og hlakkar því yfir þessum nýjustu glærum framhaldsskólakennara. Hver veit.

Geir Ágústsson, 14.1.2023 kl. 22:12

6 identicon

Þá hafa þínir kennarar staðið sig vel í heilaþvottinum, eins og ljóst hefur verið lengi.

Vagn (IP-tala skráð) 14.1.2023 kl. 23:44

7 Smámynd: Grímur Kjartansson

Undanfarið hafa verið þættir um Joe Grimsson á RUV
Ég bjó í Keflavík á þessum tíma en mundi lítið eftir því sem þarna kom fram svo ég spurði Google frænda. Meirihluti þáttarins virðist unnin upp úr grein sem birtist í Þjóðviljanum en engin önnur blöð virðast hafa minnst á sjálfstæðismanninn Jósafat Arngrímsson
Eini "áróður" sem ég man eftir í kennslu var þegar barnaskólakennarinn reyndi eftir bestu getu að útskýra hvað USA væri að gera í Víetnam en þangað áttu krakkar af Vellinum sem maður lék sér við eftir að vera sendir síðar.

Grímur Kjartansson, 15.1.2023 kl. 11:23

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Grímur,

Ég myndi vilja taka mjúka nálgun á kennara þegar þeir endurflytja fréttirnar í eyru nemenda sinna þegar þeir þekkja einfaldlega ekki neina aðra nálgun á málefnið. Það er leti en svo algeng að ég afsaka hana. Sem dæmi má nefna réttlætingu NATO-ríkjanna fyrir því að senda Líbýu aftur í miðaldir í ljósi meintrar ógnar sem stafaði af þáverandi einræðisherra ríkisins. Kennarar sem endurtóku fréttatilkynningar NATO sem og flestir blaðamenn nenntu einfaldlega ekki að kíkja á bak við tjöldin þar, og mögulega ekki ég heldur á þeim tíma. En maður lærir og þessar endurteknu lygar, sem blaðamenn, kennarar, prófessorar og aðrar slíkar stéttir bergmála gagnrýnislaust kenna manni að þróa með sér tortryggni.

Mögulega munu áróðursglærur íslenskra framhaldsskólakennara flýta slíku lærdómsferli hjá unga fólkinu sem þegar hefur látið plata sig á veirutímum.

Geir Ágústsson, 15.1.2023 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband