Furðufréttir í dag voru raunveruleikinn í gær

Við fáum nú stöðugar fréttir frá Kína þess efnis að vegna mótmæla ætli stjórnvöld að afnema gagnslausar veiruaðgerðir en að menn hafi áhyggjur af slíkum afléttingum og vísi þar oft til vanbúinna sjúkrahúsa sem muni mæta of miklu álagi.

Hljómar kunnuglega, ekki satt?

Já, auðvitað. Það eru ekki nema 11 mánuðir síðan að íslenskir veiruspekingar voru að leggja til að takmarka samkomur við örfáar hræður til að forða samfélaginu frá glötun. Fáir mótmæltu slíkum hugmyndum. Minnisblöðin frægu eru kannski gleymd í dag en samfélagið snérist í kringum þau. Nýtt á leiðinni! Hvað stendur í því? Get ég mætt í jarðaför? Má barnið mitt stunda íþróttir? Má fyrirtækið mitt opna? Næsta minnisblað var það mikilvægasta í fréttunum. Það kemur á morgun! Eða hinn! Heilbrigðisráðherra er að lesa það! Ný reglugerð! Og niðurstaðan? Aldraður ættingi þinn á að deyja einn. 

Gleymum því ekki að furðufréttirnar frá Kína í dag voru furðuleikarnir á Íslandi þar til í upphafi þessa árs. 

Ertu til í að verða næsta furðufrétt? Vonandi ekki. En ég er mátulega bjartsýnn, í ljósi sögunnar.


mbl.is Kínverjar illa búnir undir nýja bylgju Covid-smita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það eru svo reglulega fréttir um álag í heilbrigðiskerfinu bæði hér og í Svíþjóð að ég efast um að fólk kippi sér lengur upp við það 
Nema náttúrlega stjórnarandstaðan eða aðrir sem reyna að lyfta sér upp með að benda á hvað hinir séu ömurlegir

Larmet om den svenska akutvården: Korridorvård, larm med grytlock och dödsfall | SVT Nyheter

Það er líka greinilegt að flestir ætla sér ekki að gerast áskrifendur að mánaðarlegum bólusetningum. Það er búið að boða í bólusetningar og þátttakan er svo léleg að það er þagað kyrfilega í hel 

Grímur Kjartansson, 12.12.2022 kl. 06:20

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Grímur,

Veistu, ég held að Landspítalinn sé búinn að sjá það sjálfur að þessi endalausu neyðarköll skili sér ekki. Á heimasíðu spítalans eru nú engar áberandi upplýsingar um neyðarstig og áhættustig þótt núna sé hápunktur ýmis konar árstíðabundinna sjúkdóma og væntanlega nóg að gera. 

Spítalinn er meira að segja með svigrúm til að kaupa rafknúna bíla (og telja það leiða til sparnaðar, sem er mögulega rétt ef maður tekur fjárfestingarkostnaðinn út úr myndinni). 

Geir Ágústsson, 12.12.2022 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband