Dekkjaskipti á fjárlög

Það virðist vera of flókið fyrir hið íslenska ríki að reka heilbrigðiskerfi. Bara of erfitt verkefni. Hið opinbera ætti því einfaldlega að hætta þessu og leyfa öðrum að spreyta sig.

Sennilega er töluvert mikil pólitísk sátt um að heilbrigðisþjónusta eigi að vera niðurgreidd þannig að allir hafi aðgang að henni án tilliti til persónulegs efnahags en það er einfaldlega allt önnur saga. Það má alveg niðurgreiða eitthvað sem viðkomandi kemur hvergi nærri því að reka. Niðurgreiðslur án beinnar aðkomu að rekstri finnast á Íslandi. 

Heilbrigðisþjónusta er einfaldlega of mikilvæg til að láta ríkinu hana eftir.

Ímyndum okkur af ríkið ræki öll dekkjaverkstæði á Íslandi og dekkjaskipti tvisvar á ári væru ókeypis eða niðurgreidd. Það vita allir hvað það myndi þýða: Langar biðraðir, léleg þjónusta og gríðarleg yfirbygging. Skrifstofufólkið yrði fljótlega orðið fjölmennara en vélvirkjarnir. Verkstæðum væri fækkað og opnunartíminn skertur. En samt væri sennilega minna tjón fólgið í að láta ríkinu eftir dekkjaskipti og markaðslögmálunum eftir heilbrigðiskerfið. Ég legg því til að þetta tvennt skipti um hendur og að dekkjaskipti fari á fjárlög. 

Hver veit, kannski myndi slíkt sjálfkrafa fækka bílum á Íslandi? Er það ekki blautur draumur þeirra sem líta niður á vinnandi fólk sem rígheldur í sinn bíl?


mbl.is „Dropinn sem fyllti mælinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband