Laugarvatnsleyndardómurinn

Ţegar ég les og sé fréttir um brottrekstur hjólhýsa úr Bláskógabyggđ ţá er ég engu nćr um hvađ er ađ gerast í raun. Skortur á brunavörnum segir sveitarstjórinin. Hvađ bull er ţađ? Er nokkuđ mál ađ henda í einn brunahana og nokkur slökkvitćki? laug

Hvađ hafa mörg hjólhýsi fuđrađ upp í Bláskógabyggđ undanfarna áratugi? Og hvađ hafa margir eldsvođar í hjólhýsum leitt til eldsvođa í nćrliggjandi mannvirkjum? Er hjólahýsabyggđin í Bláskógabyggđ einhver púđurtunna umfram önnur tjald- og hjólhýsasvćđi? Eđa hreinlega venjuleg hverfi?

Viđ setjum svo margar reglur til ađ búa til öryggi og fyrirsjáanleika ađ ţađ er ekkert pláss fyrir fólk lengur. Mig grunar ađ stjórnmálamenn séu ánćgđir međ ţađ ţví ţeir geta ţá atast í borgurunum í nafni regluverndar ađ nafninu til en í raun í anda stjórnlyndis.

Kannski sveitarstjórnin í Hrunamannahreppi fylgist spennt međ framvindu mála. Verđa mótmćli? Fćr sveitarstjórnin á baukinn? Kemst hún upp međ ađ selja hjólhýsabyggđ undir einhverja peningauppsprettu? Gangi allt ađ óskum í Bláskógabyggđ verđur hjólhýsabyggđin á Flúđum mögulega vöruđ viđ ónćgum brunavörnum og látin fjúka.

En sjáum hvađ setur.


mbl.is Kveđja Laugarvatn ţvert á vilja
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Brunakórinn byrjađi fyrir mörgum árum og var markvisst notađur. Síđan var fariđ ađ fjalla um holrćsismál, götuskipulagning og fleira.

Ţađ mátti bara ekki segja sannleikann: Ţađ er ekki hćgt ađ rukka fasteignagjöld af hjólhýsi.

Rúnar Már Bragason, 25.8.2022 kl. 12:13

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Rúnar,

Bingó!

Geir Ágústsson, 25.8.2022 kl. 13:35

3 Smámynd: Hörđur Halldórsson

Snýst ţetta ţá ekki bara um peninga ?  Brunavarnir eru kannski tylliástćđa.

Hörđur Halldórsson, 25.8.2022 kl. 18:01

4 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Af svipuđum ástćđum fékk Bláskógabyggđ sett í lög áriđ 2006 bann viđ skráningu lögheimilis í frístundabyggđ. Ţeim líkađi ágćtlega ađ rukka fasteignagjöld af sumarbústöđunum, en tímdu ekki ađ veita fólki sem býr ţar ţjónustu á borđ viđ brunavarnir, snjómokstur o.fl. eins og vćri skylt ađ gera ef íbúarnir vćru međ skráđ lögheimili ţar.

Guđmundur Ásgeirsson, 25.8.2022 kl. 19:21

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Hörđur,

Ţađ lćđist sterklega ađ manni sá grunur en nú er sveitarstjórinn lögfrćđingur ađ mennt svo kannski er hér bara um eitthvađ snobb ađ rćđa: Ekki ţetta helvítis hjólahýsapakk í mínum bakgarđi!

Geir Ágústsson, 25.8.2022 kl. 19:21

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Vil koma hér ađ miklu hrósi á umfjöllun Morgunblađsins í dag (bls. 4) um ástandiđ viđ Laugarvatn. Einlćg og opinská blađamennska ţar.

Geir Ágústsson, 25.8.2022 kl. 20:56

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Guđmundur,

Góđur punktur hjá ţér ţarna! Kannski ţessi ađför ađ hjólhýsabyggđ hafi byrjađ nokkurn veginn hérna:

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1159052/

Geir Ágústsson, 26.8.2022 kl. 12:18

8 Smámynd: Theódór Norđkvist

Verđ ađ byrja á ađ afsaka vankunnáttu mína, ţar sem ég hef ekki veriđ á landinu lengi. Ég sá eitthvađ viđtal viđ konu sem hafđi innréttađ gamla strćtisvagna og leigt ţá út. Ţađ var á einhverju svona hjólhýsa- og sumarbústađalandi, en var ţađ ekki í Bláskógabyggđ?

Mér fannst hún meina vel og var mjög ljúf í framkomu, en mér leist ekki alveg nógu vel á manneskjuna. Man ađ hún og ţeir sem fylgdu henni fengu kvartanir út af sóđaskap og ţetta (kannski ágćta) framtak olli miklum deilum.

Ef ég er ađ rugla saman tveimur óskyldum málum, biđst ég afsökunar og vona ađ einhver geti leiđrétt ruglinginn.

Theódór Norđkvist, 26.8.2022 kl. 19:45

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Theódór,

Ég hef ekki séđ neitt minnst á slíka vagna. Fólkiđ á Laugarvatni er sumt búiđ ađ vera ţarna í áratugi yfir ákveđinn tíma ársins og myndar ţar samfélag. Ţetta sama fólk hefđi vćntanlega brugđist viđ svona löguđu sjálft. Ef ţetta er yfirskyn sveitarstjórnar ţá vćri nćrtćkast ađ segja frá ţví en ekki bera viđ allskonar ţvćlu. 

Ég spái ţví ađ innan 12 mánađa verđi tilkynnt um breytingar á svćđisskipulagi og ţetta svćđi gert ađ einhvers konar skattgreiđandi einingu, hótel eđa einbýlishús eđa hvađeina. Og hjólahýsahverfi í öđrum sveitarfélögum geta byrjađ ađ óttast, enda ţegja ţau í dag og vona ţađ besta sem verđur aldrei ţađ besta.

Geir Ágústsson, 26.8.2022 kl. 21:28

10 Smámynd: Theódór Norđkvist

Takk fyrir svariđ, hef ekki tök á ađ finna ţennan ţátt međ viđtalinu viđ konuna, en geri ţađ kannsi síđar. Kv.

Theódór Norđkvist, 26.8.2022 kl. 22:07

11 Smámynd: FORNLEIFUR

X-D vildi ekki hafa neitt "Trailer-Trash" lengur. Ţarna getur einhver limur í flokknun byggt hótel eđa háhýsi međ ţyrlupalli. "Hugsiđ ykkur," sagđi konan í Vesturbćnum ţegar hún ók ţarna um í fyrra, "hér gćtu ferđamenn haldiđ ađ einhver sé ađ framleiđa Crystal-Meth."

FORNLEIFUR, 29.8.2022 kl. 18:28

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband