Er of seint að stöðva umhverfisverndarhreyfinguna?

Við heyrum fátt annað frá morgni til kvölds: Losun manna á koltvísýringi er að leiða til tortímandi breytinga á loftslagi Jarðar. Öllum er um að kenna. Allir eru samsekir. Allir þurfa að taka á sig högg í formi himinhárra skatta, hækkandi matvæla- og orkuverðs, rýrnandi lífsgæða, takmarkana í aðgengi að góðum vörum úr plasti og breytts mataræðis. 

Og sífellt er bætt í af því andspyrnan gegn frekari lífskjaraskerðingum er svo til engin. Þegar íslenskum verslunum var bannað að bjóða upp á plastpoka og þess í stað gert að bjóða upp á burðarpoka úr matvælum þá heyrðist varla tíst í andmælum, svo dæmi sé tekið.

Ég velti því stundum fyrir mér hvort þetta ofstæki - þetta tangarhald umhverfisverndarhreyfingarinnar svokallaðrar á umræðunni og stjórnmálunum - verði mögulega ekki stoppað úr þessu.

Núna er orkukreppa í Evrópu. Hún hefur kælt ofstækið í álfunni aðeins. Kolaorkuver eru ræst á ný, gaslindir á að opna og fleiri uppsprettur orku eru skoðaðar. En þetta er bara tímabundið ástand. Meira að segja á tímum þar sem venjulegt fólk hefur ekki lengur efni á að kæla eða hita hús sín eru öfgahreyfingarnar að hamast í stjórnmálamönnum um að gera líf almennings enn óbærilegra með enn dýrari orku, nú eða bara með því að taka orkuna alveg af honum.

Kannski rót vandans liggi í orðabrenglun. Ég tala hér um umhverfisverndarhreyfinguna, en auðvitað er loftslagsáráttan ekki umhverfisverndarhreyfing. Við erum ekki að tala um að halda eiturefnum frá lækjum og ám og rusli frá náttúrunni heldur að herða að getu mannkyns til að framleiða orku. Án orku erum við einfaldlega dýr sem labba á tveimur fótum, berskjölduð fyrir náttúruöflunum. Við hættum að geta framleitt, ferðast og fóðrað okkur. Fólk sem hatar samfélagið er hérna með gullið tækifæri til að láta það þjást, og tækifærið er nýtt til hins ýtrasta.

Stíflan er mögulega brostin og okkar heimshluti að fara sökkva aftur til miðalda. Á meðan byggja Kínverjar og Indverjar hundruð kolaorkuvera og fylla í hóp stækkandi miðstéttar með kaupmátt og metnað. Við skiptum á vestrænni menningu og einhverri allt annarri sem mér hugnast mun síður. 

Nema auðvitað við snúum af leið okkar til fátæktar og vosbúðar. 

Því fyrr því betra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voru ekki Rússar að moka peningum í vestræna umhverfisvernd til að minka samkeppni við sína olíu/gas ?

Ef það væri bara einhver mælanleg fylgni milli hærri skatta og betra loftslags þá væri einhver glóra í þessu.

Þetta er ekkert annað en leið til að koma á sósíalisma og almennum hörmungum.

emil (IP-tala skráð) 24.8.2022 kl. 11:59

2 identicon

https://www.zerohedge.com/weather/greta-thunberg-cult-has-gone-bust-sky-news

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 24.8.2022 kl. 12:31

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Kæmi mér ekkert á óvart að bæði Rússar og Kínverjar séu að moka fé í hagsmunahópa og lobbýista til að keyra áfram þetta feigðarflan.

Nú er ég maður tækninnar og hef ekkert á móti því að menn leiti allra leiða til að afla orku með sem fjölbreyttustum hætti. Staðbundnar aðstæðar skipta miklu máli og hafið er mikið til ónýtt uppspretta jarðar og jörðin undir okkur líka.

En að menn hafi beinlínis verið að loka orkuverum í stórum stíl undanfarin ár og þurfa að endurræsa þau núna er einfaldlega sönnun þess að menn hlupu í blindni í átt að draumsýn byggða á skýjaborgum.

Geir Ágústsson, 24.8.2022 kl. 13:52

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það sést alltaf betur að þetta er áróður að ofan og niður.  Ríki heims að reyna að troða einhverri dellu uppá fólk með alveg ferlegum afleiðingum.

Við sjáum lítið af svona akt+ivistum ennþá, en úti eru þeir dregnir af götunni af mis-reiðum vegfarendum.  Er hissa á að fólk sæé ekki byrjað að ganga í skrokk á þessum vitleysingum, þeir virðast eiga það meira en skilið.

Kannski verður það gert að miklum áhuga þegar fólk er byrjað að frjósa og svelta vegna þeirra.

Fólk er dáldið lengi að vakna til lífsins.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.8.2022 kl. 14:22

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Er of seint að stöðva mengunarhreyfinguna og afneitunarhreyfinguna?

Ingólfur Sigurðsson, 24.8.2022 kl. 14:55

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

já en ef við spyrnum í snemma og það virkar sitja aðrir og býsnast yfir óþoli og fjandsskap þeir sem ráða yfir sterkustu miðlunum.( Söfnum gjallarahornum festum á skrjóðana heima og útvörpum hvað jón og Gunna segja.

Helga Kristjánsdóttir, 24.8.2022 kl. 15:47

7 identicon

Glöggur maður sagði eitthvað á þessa leið: "Með þessu áframhaldi mun það taka mannkynið 300 ár að eyða því jarðefnaeldsneyti sem tók þrjúhundruð milljón ár að mynda". Kannski eru þetta einhverjar ýkjur, kannski endist olían jafnvel meira en hundrað ár í viðbót. 

Óvenjumiklar hitabylgjur og þurrkar hafa gengið jörðina undanfarin ár. Yfir 50° hiti á Indlandi og 40°- 50° víða í Evrópu. Þar eru stórfljót að þorrna upp og skógar og akrar skrælna. Þess á milli skella yfir úrhellisrigningar og flóð.

Auðvitað er ekki fullvissa um að þessar veðurhamfarir séu af mannlegum orsökum. Koldíoxíð í lofti veldur minni gróðurhúsaáhrifum heldur en vatnsgufa og heitt loft getur innihaldið mikla vatnsgufu. Skiptir þá nokkru máli þótt við bætum einhverju við það?

Að vísu er óþrjótandi orka allt í kringum okkur, út um alla jörð, svo sem sól vindur og sjávarföll. En hvers vegna ættum við að vera nýta okkur hana á meðan við getum keypt olíu og gas fyrir spottprís af olíufurstum og óligörkum?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 24.8.2022 kl. 17:39

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Hörður Þormar,

Þú spyrð allra réttu spurninganna.

Evrópa situr ofan á svimandi gaslindum og ætlar ekki að bora í þær, nema að vísu sumar samkvæmt nýlegum yfirlýsingum. Betra að aðrir geri það og sendi gasið til Evrópu, ekki satt? Til dæmis frá ríkjum olíufursta?

Sá dagur kemur að olían og gasið er svo óaðgengilegt að það kallast óhagkvæmt. Þessum tíma hefur verið spáð í áratugi en í dag er olía og gas sótt á 3 km dýpi, og fyrir neðan hafsbotn er enn lengri vegalengd! Hagkvæmt! Auðvitað kemur að því að þetta verður of erfitt en spálíkön eru oftar en ekki í ruslatunninni daginn sem þau eru gefin út.

Hitabylgjur og þurrkar eru regluleg fyrirbæri. Okið á Íslandi hvarf og kom aftur á tímum ljósmyndara. Ár hafa þornað og vaxið. Var ekki of lítil bráðnun jökla á Íslandi vorið 2021 til að fylla stöðulónin það sumar? Allar þessar getgátur og rangar líkanasmíðar á flökti, en skattheimtan á uppleið, stanslaust. 

Vindur og vatn er góð blanda. Í Danmörku nota menn vind þegar blæs og senda orku til Noregs, og þegar ekki blæs senda Norðmenn vatn til Danmerkur. Nýlega brustu háspennulínur á Norðurlandi og skip með dísel-vél kom og kveikti ljósin. Þetta getur alveg spilað saman. En í gvuðanna bænum, ekki slökkva á orkuverum!

Geir Ágústsson, 24.8.2022 kl. 20:18

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það eru ekki margir sem tala um hlutina við mig persónulega og samþykkja það sem mér finnst, að svona eigi stjórnun lýðræðisins ekki að vera.Þeir líta á stjórnendur lands og líðs eins og ávalt fyrr góða landsfeður verjandi auðlindir og bústofn svo ættkvíslin komist af sem byggði þetta land..Það gekk þar til vinstrið ærðist af (fögnuði!vegna hrunsins-tek það aftur ef það særir),nú getum við - er það virkilega,? Enginn getur neitt nema að eiga og trúa á hinn eina sanna guð það flýgur gegnum huga minn þegar vinkonur mínar skella sér á lær í vandlætingu líklega af því það er í Evrópu sem vinstrið vill drottna og egna til átaka sendandi fréttir um heiminn "allt öðrum að kenna". Ég hef ekki áhyggjur því drottinn vor er sterkastur.  

Helga Kristjánsdóttir, 25.8.2022 kl. 00:38

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fyrir ekki mjög mörgum árum síðan var það almennt álitin samsæriskenning að mannkyn gæti og væri að hafa áhrif á veðurfar.

Mig langar að vita hvað breytti því.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.8.2022 kl. 03:10

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðmundur,

Sko, það er bara samsæriskenning ef Trump segir það. En ekki ef Kínverjarnir gera það.

Geir Ágústsson, 25.8.2022 kl. 07:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband