Evrópa betlar af Noregi (án árangurs)

Evrópa hefur vanrækt í fjölda ára að leita að og sækja olíu og gas á eigin landsvæðum.  Þjóðverjar vilja ekki stunda svokallað "fracking" sem er leið til að ná gasi úr bergi (gætu mögulega skipt um skoðun þar í ljósi aðstæðna) og Danir ætla að loka öllum olíu- og gaslindum fyrir 2050, sem drepur svolítið langtímaávinning af því að leggja í nýjar lindir. Hollendingar eru á svipaðri línu og hafa smátt og smátt dregið úr gasframleiðslu úr stærstu gaslind Evrópusambandsins (gætu mögulega skipt um skoðun þar í ljósi aðstæðna). 

Eftir stendur innflutningur á gasi frá Austur-Evrópu og vesturhluta Asíu og sérstaklega Rússlandi, og auðvitað frá Noregi. Og Norðmenn slappa núna af á meðan peningarnir streyma í kassann þeirra.

Hvað gera Evrópumenn þá? Þessir sömu og komu sér í klípu? Jú, fara með betlistaf til Noregs og reyna semja um afslátt. Sama og þegið, segja Norðmenn. Og bráðum opnar Baltic Pipe sem stækkar markaðssvæði norska gassins töluvert og þar með möguleika þeirra til að selja á enn hærra verði. Og hátt er það nú þegar:

Ifølge Nordea Markets' friske beregninger står den norske stat nemlig til at tjene 1.500 milliarder norske kroner på olie- og gassalget i år og 1.900 milliarder norske kroner i 2023. Til sammenligning kom der i 2021 830 milliarder norske kroner i statskassen – og det var rekord.

Þeir mega eiga það Norðmenn að þeir eru góðir að búa til peninga. Danir segja með svolítilli biturð í röddinni að þegar vindar blása þá fá Norðmenn ódýrt rafmagn frá Danmörku en þegar er logn þá kaupa Danir dýrt rafmagn frá norskum vatnsaflavirkjunum. Norðmenn hafa aldrei hægt á fjárfestingum í olíu og gasi og hafa meira að segja verið að gefa í undanfarin misseri. Og núna mæta aðrir með betlistafinn en uppskera ekkert nema markaðsverð.

Það borgar sig að hlusta ekki alltof mikið á raunveruleikafirrta græningja sem vilja eyðileggja samfélagið okkar í nafni umhverfisverndar en anda sósíalista.

Borgar sig mjög vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Vel orðað og svo rétt.

Sigurður Kristján Hjaltested, 26.8.2022 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband