Ónei, meira málfrelsi!

Dómsmálaráðherra Bretlands er orðinn þreyttur á öllu þessu væli í opinberri umræðu og segir:

I feel very strongly that the parameters of free speech and democratic debate are being whittled away, whether by the privacy issue or whether it's wokery and political correctness. I worry about those parameters of free speech being narrowed.

Hvað á hann við með þessu? Er pólitískur rétttrúnaður og wokery að grafa undan málfrelsinu? Hvernig þá? Hvers vegna?

Ég held að svarið hljóti að vera augljóst en það eru ekki allir á því að þöggun og slaufun séu vandamál fyrir opinbera umræðu. Þvert á móti eru margir sem telja alveg nauðsynlegt að refsa öðrum fyrir að tjá skoðanir sínar og jafnvel bara grínast aðeins. 

Þetta er fólk sem mígur í brækurnar yfir tilhugsuninni að maður að nafni Donald Trump fái aftur aðgang að tvít-reikningi sínum. 

Við sem samfélag reyndum að hunsa þá sem túlkuðu veiru-gögn á annan hátt en ætlast var til.

Við reyndum að hunsa þá sem vöruðu við því að pota í björninn um leið og hann var gerður sífellt nauðsynlegri til að útvega orku.

Við reynum að hunsa þá sem telja að loftslagi Jarðar sé stjórnað af öðru en svolitlu snefilefni hvers losun vill svo til að knýr markaðshagkerfi heimsins áfram og fer í taugarnar á þeim sem vilja annars konar hagkerfi. 

Það skal helst ekki rætt um að þátttaka einstaklinga með karlmannslíkama í kvennaíþróttum sé eins ósanngjarnt og nokkur íþróttakeppni getur orðið.

Við höfum engan áhuga á að heyra um áskoranir ungra drengja í skólakerfinu.

Þeir sem bentu á gagnsleysi nýstárlegra sprautuefna var hent út og smánaðir opinberlega og þurfa nú að berjast fyrir mannorði sínu.

Fólk er svipt ærunni og orðsporinu með einfaldri ásökun á samfélagsmiðlum og jafnvel þótt sú ásökun sé dregin til baka er skaðinn ekki bættur (þótt á því séu undantekningar).

Er dómsmálaráðherra Bretlands ekki að tala um þetta? Mig grunar það og nú skal vörn snúið í sókn, fyrir málfrelsið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það er satt, við reynum að hunsa þá sem telja að loftslagi Jarðar sé stjórnað af öðru en svolitlu snefilefni. 

Björn S. Stefánsson (IP-tala skráð) 11.5.2022 kl. 14:05

2 identicon

"Fólk er svipt ærunni og orðsporinu með einfaldri ásökun á samfélagsmiðlum "   Þannig virkar þetta málfrelsi sem þú kallar sem hæst eftir. Þeir sem eru þér ósammála þegja ekki og eru þægir meðan þú notfærir þér málfrelsið. Málfrelsi þýðir ekki að bannað sé að gagnrýna óvinsælar skoðanir og þá sem þeim halda á lofti. Málfrelsi þýðir ekki að aðeins þeim sem fara með það sem flestir telja þvælu og bull, fordóma, gervivísindi, blekkingar og lygar leyfist að tjá sig.

Og Björn, ef Þetta svolitla snefilefni væri áfengi í blóði þínu þá værir þú löngu dauður úr áfengiseitrun. Lítið magn þýðir ekki endilega lítil áhrif.

Vagn (IP-tala skráð) 11.5.2022 kl. 14:39

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Þvælan í þér er velkomin hérna. Njóttu.

Geir Ágústsson, 11.5.2022 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband