Þetta drepleiðinlega veirutal um ekki neitt

Í fréttum er þetta helst:

Einhver veira sem flestir sigrast auðveldlega á gengur um í samfélaginu. Ekki er talin ástæða til að afnema borgaraleg og stjórnarskrárvarin réttindi. Ekki er talið nauðsynlegt að loka fólk inni og drepa það úr leiðindum. Ekki verður farið í skipulagðar aðgerðir til að keyra fólk og fyrirtæki í þrot. Samfélagið verður ekki gert að bótaþega sem má ekki vinna fyrir sér. Spítalinn virðist geta sinn hlutverki sínu án þess að veina eins og stunginn grís. Landamærin verða opin.

Mér líður stundum eins og í tímavél. Maður les fréttir í dönskum fjölmiðlum um þetta afbrigðið og hitt og skýrslur danskra sóttvarnaryfirvalda um hættuna af hinu og þessu. Danir bregðast við - opna eða loka - og mánuði síðar gera Íslendingar eitthvað svipað eftir að hafa sagt eitthvað svipað.

Nú þegar vísindin eru ekki lengur alþjóðleg þarf hvert ríki að finna upp sín eigin: Gera eigin spálíkön, meta á eigin spýtur hættuna af hinu og þessu og ota sínum eigin sóttvarnalækni í fjölmiðla þar til framboðið er orðið miklu meira en eftirspurnin.

Ef vísindin væru alþjóðleg væri Bill Gates ekki að missa út úr sér núna að COVID-19 er fyrst og fremst sjúkdómur hinna öldruðu. Þetta var vitað mjög snemma og ástæða þess að svokölluð Great Barrington-yfirlýsing var gefin út í október 2020 þar sem lagt var til að verja hina öldruðu með skipulögðum hætti en leyfa samfélaginu að öðru leyti að ganga sinn vanagang. 

Og síðan þá hefur veiran bara orðið meðfærilegri og meðfærilegri og læknanleg með lyfjagjöf og fyrirbyggjandi aðgerðum þótt einkaleyfi stóru lyfjafyrirtækjanna uppskeri lítið fé á slíku. 

Ef vísindin væru alþjóðleg hefðu menn tekið orð suður-afrískra lækna í nóvember 2021 aðeins alvarlegar, skoðað gögnin og opnað samfélagið fyrr. Þess í stað fengu læknar í Suður-Afríku skammir fyrir að draga úr hræðsluáróðrinum og beinlínis beðnir um að ýkja hættuna. 

Ef vísindin væru alþjóðleg væru mannréttindasamtök að þrýsta á kínversk stjórnvöld að hleypa þegnum sínum út úr stofufangelsi sem sumir eru jafnvel að svelta til dauða í

Hinn íslenski sóttvarnarlæknir fór í frí og Íslendingar fengu nýjan heilbrigðisráðherra nánast eins og hendi væri veifað tókst loksins að byggja upp hjarðónæmi á Íslandi. Ekki mátti standa tæpar enda almenningur búinn að gjörsamlega rústa ónæmiskerfinu á sér með öllum þessum sóttvörnum og veiruleikaflótta.

Nýtt afbrigði? Hvað með það!


mbl.is Undirafbrigði Ómíkron „komið víða út í samfélagið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú sýnir þessu "drepleiðinlega veirutali" mikinn áhuga, klikkar með músinni og ert talinn við hverja frétt og umfjöllun, og ert því liður í því að ekki er talin nein ástæða til að draga úr umfjöllunum.

Hvort sem það er fótbolti, veirur eða Eurovision þá þarft þú ekki að fylgjast með öðru en því sem þú hefur áhuga á. Og fari eitthvað í taugarnar á þér og þér finnst umfjöllunin of mikil þá er það þitt að leiða hana hjá þér.

Vagn (IP-tala skráð) 11.5.2022 kl. 00:39

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Alveg rétt, en þú þekkir þetta með að geta stundum ekki stillt sig. Kannski þetta hafi verið seinasta veirufærslan mín og vonandi les hana einhver á ritstjórn og hættir að sóa tíma blaðamanna sinna. 

Geir Ágústsson, 11.5.2022 kl. 05:56

3 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Það skiptir ekki máli hvort veiruumræðan er leiðinleg það þarf nauðsynlega að ræða þetta fram og til baka og komast að því hverjir stóðu á bak við þessa árás. Það á enginn að komast upp með svona fólskulega og gagnslausa árás sem skilur eftir sig milljónir dána og hundruði milljóna í óvissu um langtíma áhrif. Það lítur út fyrir að tilgangur þessarra sprauta hafi verið mjög annarlegur.

Það þarf að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig ekki, sem allt virðist stefan í með who við stjórnvölinn. Ég er logandi hræddur við þá stjórnmálamenn sem við höfum í dag sem kvitta upp á hvað sem er.

Kristinn Bjarnason, 11.5.2022 kl. 08:42

4 identicon

Ég er nokkuð viss um að ritstjórnir telji frekar lesendur, þá sem klikka á greinarnar, og mæli þannig áhugann en að taka óskir einhvers bloggara í Danmörku til greina.

Vagn (IP-tala skráð) 11.5.2022 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband