Er draumaafbrigðið loksins fætt?

Veirur eins og SARS-CoV-2 eru sífellt að stökkbreytast. Nú þegar eru nokkrar kórónuveirur á sveimi sem þú færð reglulega að rekast á og ýmist tekur ekki eftir því eða færð svolítið kvef. Veirurnar hafa gert sig eins smitandi og þær geta á kostnað þess hversu miklum veikindum þær valda. Þannig tryggja þær eigið framhaldslíf.

Spurningin hefur bara verið hvenær SARS-CoV-2 færi á þá vegferð.

Kannski er nýjasta afbrigðið, hvers nafn minnir mig svo mikið á skúrka í teiknimyndum að ég vil helst ekki skrifa það, slíkt afbrigði.

Svona hefur afbrigðið til dæmis farið með Suður-Afríku (heimild):

Ómíkron

Læknar í Suður-Afríku voru alveg hissa þegar Vesturlönd aflýstu öllum flugum og innleiddu enn eina umferð takmarkana á frekar fátækt ríki sem má ekki við slíku. Allt bendir til að þeir hafi haft rétt fyrir sér og í raun og veru haft hjá sér lítið veikt fólk með hið hræðilega afbrigði en ekki verið að ímynda sér eitthvað. Já afrískir læknar eru kannski ekki jafnmiklir vitleysingar og fordómafullir Vesturlandabúar halda margir hverjir.

Sé draumaafbrigðið loksins komið á stjá er málið einfaldlega að húrra því í gegnum alla sem þola almennt haustpestirnar, byggja upp traust hjarðónæmi án aðkomu lyfjafyrirtækjanna og strengjabrúða þeirra og aflýsa þessu fáránlega ástandi örvinglunar sem er núna byrjað að snúast um að eitra fyrir ungum börnum með notkun afbökunar á tölfræði.


mbl.is Ómíkron líklega í flestum löndum að sögn WHO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það næst bara hjarðónæmi meðal ósprautaðra, eftir sem áður munu bólusettir smita hvern annann. 

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 15.12.2021 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband