Spurning um lyf

Um daginn benti læknirinn Dr. Guðmundur Karl Snæbjörnsson, eða Kalli Snæ eins og hann kallar sig oftast, á að Ivermectin er nú komið á sérlyfjaskrá á Íslandi, undir heitinu "Ivermectin Medical Valley", og læknar geta því gefið út lyfseðla á lyfið, sem Kalli Snæ gerir sem bæði fyrirbyggjandi og læknandi meðferð við COVID-19. Að vísu kosta skammtarnir svimandi fjárhæðir en nú er möguleikinn a.m.k. til staðar.

Gott og vel, enn eitt tækið í vopnabúr lækna sem þeir geta svo nýtt sér ef þeir telja slíkt vera gagnlegt fyrir skjólstæðinga sína. Læknar vita t.d. að þótt það standi á pakkningunni á ákveðnu lyfi að það sé gegn einhverju einu þá eru mörg lyf þannig gerð að þau virka gegn einhverju öðru líka.

Þess má geta að sama lyf er á lyfjaskrá í Danmörku og víðar og því ekki um einhverja íslenska sérvisku að ræða.

Ég ákvað að spyrja Kalla Snæ á fjésbókinni hvort hvort valkostir við nákvæmlega vöruheitið "Ivermectin Medical Valley" væru til (með þann ásetning að kaupa ódýrari valkost á netinu). 

Fjésbókin var ekki sátt:

ivy

Ég sem sagt vísa í sérlyfjaskrá Íslands (spam!) og spyr um valkosti við skráð lyf (spam!) og bendi á að samskonar lyf fáist í Danmörku (spam!). Ég spyr íslenskan lækni um valkost við lyf (spam!) og í stað þess að læknir fái að tjá sig um lyf er einhver unglingur í útlöndum búinn að ákveða að skera á þau samskipti.

Ekki nenni ég að kvarta í fjésbókinni yfir þessari ritskoðun. Ég vil bara benda á hana hér og vona að innlegg mitt fái jafnvel enn meiri athygli fyrir vikið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Flott hjá thér ad sýna thetta. Sýnir á hvada

vegferd fésbókinn og adrir vefmidlar eru komnir

langt, langt frá upphaflega tilgangnum theirra.

Ekkert annad en kommúnista/fasista vinna og í raun

ekkert annad en áhlaup á oll lýdraedisleg gildi.

Sigurður Kristján Hjaltested, 7.10.2021 kl. 12:45

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Enda menn byrjaðir að nota allskyns orðskrípi og skammstafanir til að fá að tjá sig ritskoðunarlaust.

https://www.nbcnews.com/tech/tech-news/anti-vaccine-groups-changing-dance-parties-facebook-avoid-detection-rcna1480

Geir Ágústsson, 7.10.2021 kl. 15:05

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Velkominn til Kína.

Ásgrímur Hartmannsson, 7.10.2021 kl. 15:18

4 identicon






Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 7.10.2021 kl. 15:34

5 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Ég hringdi í Lyfju á Fiskislóð sem tjáði mér að apotekið væri ekki með lyfið (Ivermectin Medical Valley). Daman fann eigi að síður verð sem hún gaf upp að væri kr. 11.000,- fjórar pillur í pakka.  

Svo virðist sem reiknað sé með að fjórar pillur sé ráðlagður skammtur til að ná tilætluðum árangri því annars væru væntanlega fleiri í pakkanum. En dýrt er drottins orðið var einhvern tíma sagt.

Daníel Sigurðsson, 7.10.2021 kl. 17:15

6 identicon

Þetta er mjög undarleg verðlagning þar sem ég sá á utube með dr.john campell að hugsanlega væri ekki heppilegt að nota Ivermectin af því það væri nánast frítt eða 20-30cent skammturinn.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 7.10.2021 kl. 18:11

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Daníel,

Ég hvet þig til að fylgjast með skrifum Kalla Snæ á Facebook þó ekki væri nema til að fá svolitlar upplýsingar sem komast aldrei að í fjölmiðlum.

https://www.facebook.com/KalliSnae

Úr nýlegu innleggi hans (feitletrun mín):

"Ivermectin hægt að skrifa á venjulega lyfseðla, án takmarkandi undanþágulyfseðla Lyfjastofnunar. Búinn að skrifa út nokkra lyfseðla, þó aðeins sem "proof of concept" möguleikans, verið útleyst þegar hjá einstaka.

Ivermectin er nú fáanlegt án undanþágulyfseðils, þ.e. markaðsleyfi er komið fyrir lyfið. Sá hængur fylgir gleðinni er verðlagningin sem við erum að vinna í að lagfæra, en fyrsta skrefið komið - komið á venjulega lyfseðla ávísanir."

Geir Ágústsson, 7.10.2021 kl. 18:12

8 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Ritskoðunin á FB er alveg hroðaleg og fólk oft sett í bann út af fáránlegum rökum staðreyndafasistanna þarna.

Ég fékk viku bann í vor fyrir að birta skjáskot af opinberum gögnum, og ein vinkona mín fékk mánaðar bann fyrir fallega mynd frá útlöndum sem hún birti árið áður!

Kristín Inga Þormar, 7.10.2021 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband