Munu Norðurlöndin streitast á móti?

Ég hef séð margar frásagnir þess efnis að samfélög séu að undirbúa eða hafa komið á aðskilnaðarstefnu. Hún snýst ekki um húðlit, trúarbrögð eða kynþátt eins og sagan er full af. Nei, í dag stefnir víða í aðskilnað vegna sprautu á loftborinni veiru með svimandi háar lífslíkur, raunar yfir 99,8% fyrir alla undir fimmtugu og 98,6% fyrir alla undir 65 árum skv. einni rannsókn, og bæði hlutföll á pari við flensuna.

Þessi aðskilnaðarstefna hefur margar birtingarmyndir. Til dæmis er hægt að meina þeim án sprautunnar um heilbrigðisþjónustu eða loka dyrum veitingahúsa og skemmtistaða fyrir þeim. Ferðafrelsi þeirra er víða takmarkað eða jafnvel ekki til staðar. Vinnustaðir eru að henda slíkum einstaklingum út. Dæmin eru endalaus en þemað er það sama: Aðskilnaðarstefna vegna sprautu gegn veiru sem fyrir flesta er engu skæðari en flensan.

Hingað til hef ég ekki séð neitt tal um aðskilnaðarstefnu í fjölmiðlum á Norðurlöndum þótt vissulega þurfi ósprautaðir að hoppa í gegnum ýmsar gjarðir umfram þá sprautuðu. Að vísu eru sumir íslenskir vinnustaðir byrjaðir að reka starfsfólk sem vill ekki sprautu en yfirvöld hafa ekki beint beðið um slíkt. Óttinn er hér drifkrafturinn og hann er vissulega í boði yfirvalda. Í Danmörku, þar sem er til stétt blaðamanna sem veitir yfirvöldum málefnalegt aðhald, hef ég ekki séð nein ummerki aðskilnaðarstefnu fyrir utan einhverjar skimunarkröfur sem hafa nú verið aflagðar. 

Spurningin er hvort Norðurlöndin ætli að sleppa við að innleiða aðskilnaðarstefnu í samfélaginu. Ég vona það svo sannarlega en sagan hræðir. Kannski maður verði dag einn á flótta frá Danmörku í bát um miðja nótt að reyna komast yfir til Svíþjóðar á meðan gráklæddir menn elta aðra ósprautaða uppi. Nei, ég segi svona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Já sagan hræðir svo sannarlega, og við sjáum hvað er að gerast í Ástralíu og fleiri löndum.

Maður er löngu hættur að trúa eða treysta nokkru af því sem okkur er sagt, og nærtækasta dæmið eru lygarnar um "gæði og virkni" þessara svokölluðu bóluefna sem eru þegar búin að stórskaða fólk og jafnvel drepa hér á landi.

Kristín Inga Þormar, 20.9.2021 kl. 10:14

2 identicon

Hreinsanir og fangelsun á andófsmönnum á tímun Stalíns og svo í Sóvét, Maóísmin í Kína, Nasistatímabil Hitlers, Kambódia á áttunda áratugnum, og margt fleira mætti nefna. Samnefnarinn þarna er að það þurfti að kúga og losna við óæskilegt fólk til þess að búa til betri heim. Athugið að þessir atburðir gerðust á síðustu 100 árum. En nei, ekkert slíkt gæti gerst núna - af því við erum svo vel upplýst ogklár og tökum bara "vísindalegar ákvarðanir".

Bragi Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.9.2021 kl. 11:18

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Yfirleitt væri ekki við hæfi að bera saman sóttvarnarráðstafanir og ráðstjórnarríki af einhverju tagi en Ástralía er alveg slæm.

Þar í landi gilda lög sem banna þér að yfirgefa landið nema af einhverjum alveg sérstökum ástæðum og eru í fæstum tilvikum teknar gildar. Já, þú þarft að sækja um leyfi til að yfirgefa landið! Var ekki einhver múr í Evrópu sem féll árið 1989 og flestir tóku sem góðum fréttum? 

Og stjórnmálamenn hika ekki við að ætla sér að "lock out" ósprautaða úr hagkerfinu.

Ástandið þarna er komið langt yfir öll mörk og raunar fer munurinn á Ástralíu og ráðstjórnarríki að verða ansi óljós, með þöggun á gagnrýniandlitsgreiningarforrit, njósnir um almenna borgara og fleira slíkt í gangi, allt í nafni veiru.

Geir Ágústsson, 20.9.2021 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband