Danmörk vs. Ísland

Danmörk er án innlendra sóttvarnaraðgerða og landamærin töluvert opnari en á Íslandi. Íslendingur með eða án sprautu þarf að vísu, sem íbúi í "gulu" ríki á danska litaspjaldinu, að fara í veirupróf við komuna til Danmerkur, sem má gera á flugvellinum án endurgjalds, en þarf ekki að loka sig inni eða forðast fólk í sekúndubrot. 

Ísland er fast á árinu 2020. Samkomutakmarkanir, grímur og hvaðeina. 

Hvernig stendur á þessum mun?

Er það smittíðnin? Í Danmörku eru um 500-1000 smit á dag að greinast, og undanfarið töluvert nær 500 en 1000. 1000 smit svara til rúmlega 80 smita á Íslandi miðað við höfðatölu.

https://www.ssi.dk/covid19data

Á Íslandi er smittíðnin búin að vera á bilinu 40-80 síðan í lok ágúst og stefnir niður á við.

https://www.covid.is/tolulegar-upplysingar

Smittíðnin útskýrir ekki muninn.

Hvað með sprautuhlutfallið? Það er hið sama, og Ísland kannski hænufeti sprautaðra:

https://vaccinetracker.ecdc.europa.eu/public/extensions/COVID-19/vaccine-tracker.html#uptake-tab

Sprautur útskýra ekki muninn.

En eru Danir þá duglegri að setja á sig grímur á meðan Íslendingar kunna það illa? Í Danmörku þarf ekki að nota grímu:

I Danmark er der ikke længere krav om brug af mundbind eller visir - heller ikke i den kollektive trafik.
https://coronasmitte.dk/raad-og-regler/emner/mundbind-og-visir

Grímur útskýra ekki muninn.

Hvað með veðurfarið? Í Danmörku er loftslagið mjög heppilegt fyrir loftbornar veirur að því marki að barnadeildir eru að fyllast af krökkum með RS-vírus (en höfðu verið að mestu tómar vegna heimsfaraldursins svokallaða). Aðrar loftbornar veirur ættu því að blómstra líka, ekki satt? Krakkar eru sérstaklega viðkvæmir og þarf að sprauta sem fyrst, ekki satt? 

Loftslagið útskýrir ekki muninn.

Hvað útskýrir þá muninn?

Stjórnmál? Löggjöf skrifuð af þríeykjum? Ótti? Vantraust á læknum?

Ég spyr og vona að einhverjir vagnar dragi mig að svarinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Eitt hjól eftir undir vagninum, en þó grunar mig að hann skrölti áfram utan vegar, ráðvilltur að vanda.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.9.2021 kl. 21:23

2 identicon

Hversu margir snúningar í PCR prófinu hjá þeim Danska? Mér skilst það séu 40x hér á landi. 

Bragi Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.9.2021 kl. 22:03

3 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Ég hló upphátt þegar ég sá lokasetninguna þína um vagnana, og hef ákveðnar grunsemdir um að einhver orðaleikur sé í gangi hjá þér.

Og já, við erum svo sannarlega föst á árinu 2020, og eftir því sem mér skilst af þeim sem hafa ferðast í ár eru takmarkanirnar hvergi meiri en hér á landi á landamærunum.

Ætli veiran hegði sér eitthvað verr hér á landi en í öðrum löndum?

Þótt ég elski að ferðast til annarra landa, þá hef ég ekki nokkra löngun til þess núna, ég hef hvorki áhuga á að láta reka einhvern falskan pinna upp í heilann á mér, né þurfa að neita mér um lífsnauðsynlegt súrefni með því að neyðast til að bera munnbleyju fyrir vitunum.

Kristín Inga Þormar, 17.9.2021 kl. 23:05

4 identicon

Það er munur á aðgerðum og útkoman því ekki sú sama. Og þar sem það eru stjórnmálamennirnir sem setja reglurnar, þríeykin koma með tillögur og ráðleggingar en ráða engu, er hvert land með sína útgáfu aðgerða. Danir eru um 16 sinnum fjölmennari en Íslendingar. Hefðu þeirra pólitíkusar hugsað minna um vilja þrýstihópa og farið sömu leið og okkar mætti ætla að útkoman væri svipuð. Þá hefðu 33 dauðsföllin okkar skilað sér sem 530 dauðsföll í Danmörk. En þeirra dauðsföll eru því miður rúmlega 2600 sem samsvarar um 160 dauðsföllum hér.

Danir tóku nýlega þá pólitísku ákvörðun að þetta væri búið. Ég efast um að vírusinn sé sammála Dönsku stjórninni og ákveði að yfirgefa Danmörku. Fólk er enn að smitast, veikjast og deyja. Meðaltal síðustu viku eru tvö dauðsföll á dag í Danmörk. Sem mundi samsvara nærri fjórum á mánuði hér en við þurfum að miða við meðaltal þriggja mánaða til að ná einu dauðsfalli.

Nú er það Dana að gera upp hug sinn og skoða hvort þeir séu ánægðir með þessar ákvarðanir sinna stjórnmálamanna og sáttir við þessi tvö dauðsföll á dag sem gjald fyrir afnám fjöldatakmarkana og grímuskyldu. Það verður forvitnilegt að sjá hvort það verði síðan mikil fjölgun andláta eftir þetta nýja afnám allra sóttvarnarreglna. Hvort sextíu dauðsföll á mánuði sem hefði mátt forða, eða fleiri, sé eitthvað sem Danir segja gott meðan ekki þarf að nota grímu. Eða hvort vel fari og reynsla Dana verði eitthvað sem gefur stjórnmálamönnunum ástæðu til hraðari tilstakanna.

Vagn (IP-tala skráð) 18.9.2021 kl. 04:30

5 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Spyrja má hvort ekki vanti inní allan tölfræðilegan samanburð í s.b.b. covid , svo sem fjölda dauðsfalla á Íslandi og Danmörku, að taka tillit til þess að Ísland er miklu stærra að flatarmáli en Danmörk og er munurinn 2,4 faldur. Auk þess ætti sú staðreynd að Ísland er eyja að spila þarna inní líka og það kannski jafnvel tvöfalt (sagt án ábyrgðar).  

Þannig að ef ísland væri jafn lítið og Danmörk að stærð og ekki eyja að þá mætti e.t.v. reikna með að dauðsföllin væru  33 x 2,4 x 2 = 158

Daníel Sigurðsson, 18.9.2021 kl. 14:32

6 identicon

Þó land okkar sé stærra og við færri er ekkert meira bil á milli fólks. Hjón sofa ekki með 4 metra á milli sín og matast við endana á 8 metra borðum. Sæti í bíóum eru ekki með 5 metra á milli sín. 10 metrar eru ekki milli borða á veitingastöðum. Hús eru ekki byggð þannig að öruggt 50 metra bil sé á milli þeirra og hver hæð er ekki á stólpum í réttri hlutfallslegri, miðað við stærð lands, fjarlægð frá þeim fyrir ofan og neðan. Stærð Vatnajökulls og hálendisins gerði ekkert til að fjölga eða fækka dauðsföllum. En þegar örvænting grípur þá röklausu má eiga von á hverju sem er.

Vagn (IP-tala skráð) 18.9.2021 kl. 16:56

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Góður Vagn.

Og skammastu þín fyrir að maður skuli ekki geta sleppt því að benda á það.

"Þegar örvænting grípur þá röklausu má eiga von á hverju sem er."

Góður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.9.2021 kl. 17:31

8 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Þú hleypur yfir þá staðreynd Vagn að eftir því sem dreifbýlið er meira þeim mun minna er um smit og dauðsföll en í þéttbýli enda hlýtur þá að vera minna um hópsmit.  Þessar staðreyndir liggja algerlega fyrir hvað Ísland varðar. Dauðsföll vegna covid nánast engin úti á landsbyggðinni.  Ef Ísland væri á stærð við Danmörku þá væri þjóðin vitaskuld ekki eins dreifð.  Það þarf enga örvæntingu til að benda á þessar staðreyndir.

Hvað hálendið varðar þá virðist það alveg hafa farið fram hjá þér að stór hluti ferðamanna, ef ekki sá stærsti, skálmar um hálendið og heldur þar meira og minna til bróðurpartinn úr árinu. Þannig að eftir því sem Ísland er stærra, og þar með talið hálendið, þá er ferðamannastraumurinn vitaskuld dreifðari og minni hætta á hópsmiti.  Enga örvæntingu í málflutningi þarf til að benda á þessar staðreyndir. 

Ég hélt að þú Ómar værir nú skýrari en svo að þú færir ekki að taka undur þessar aðdróttanir Vagns í minn garð.

Daníel Sigurðsson, 18.9.2021 kl. 18:27

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ láttu ekki svona Daníel.

Ég skyldi alveg hvað þú varst að fara, en Vagn var einfaldlega fyndinn í athugasemd sinni.

Þetta með örvæntinguna þá held ég að þetta hafi verið það sem kallað var Albaníu skammir á dögum Kalda stríðsins.

En til að fyrirbyggja allan misskilning þá tók ég athugasemd Vagns vinar míns sem aðdróttun í þinn garð.

Alls ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.9.2021 kl. 18:32

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Þessi samskipti minna mig á svolitla grein sem var rituð fyrrihluta seinasta árs, hvers niðurstöðukafli er svohljóðandi:

"Previous studies have shown that long-distance intercontinental winds do indeed transport microorganisms around the globe, as free organisms or attached to dust particles. We hypothesize that dust plus virus transport on global winds could be an important element in the dynamics of the COVID-19 pandemic. This fits the patterns of global incidence, if we make the further assumption that the jetstream is caught up in the stable trade wind system off Portugal, and then transported to northern South America and down the Brazilian coast. Differing densities of population in between and within countries naturally play a crucial role in determining the epidemiology but also the widely varying levels of airborne dust blown from areas where the epidemic has taken hold."

https://www.hilarispublisher.com/open-access/intercontinental-spread-of-covid19-on-global-wind-systems.pdf

Heimsfaraldur svo sannarlega!

Geir Ágústsson, 18.9.2021 kl. 19:36

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Bragi,

Eftir því sem ég kemst næst nota Danir 38 snúninga:

https://covid19.ssi.dk/diagnostik/pcr-test

Geir Ágústsson, 18.9.2021 kl. 19:39

12 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Ég veit ekki með Vagn, en þú getur alla vegana verið mjög fyndinn og skemmtilegur Ómar.

Daníel Sigurðsson, 18.9.2021 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband