Predikað úr fílabeinsturninum

Frambjóðendur Vinstri grænna og Samfylkingar segja að draga þurfi úr neyslu til þess að bregðast við loftslagsvá. Sennilega er hér átt við að nota gagnslaus pappírsrör í staðinn fyrir plaströr, nota hjólið til að hjóla á milli hverfa til að kaupa áfengi og gleyma vinum og ættingjum erlendis og hvað þá að kynnast erlendum menningarheimum í sama mæli.

Til að berjast við loftslagsvá, auðvitað.

Á meðan ætla Asíuríki, og þá aðallega Kína, að byggja 600 ný kolaorkuver á næstu árum. Og hafa góðar ástæður til að gera það.

Á meðan Kínverjar byggja undir hagvöxt sinn og ferðast í auknum mæli um heiminn þá ætla Vesturlandabúar að skjóta sig í fótinn og binda sig við túnfótinn. 

Ríkidæmi er ein besta umhverfisvernd sem til er. Þegar fólk kemst út úr sárustu fátæktinni hættir það að líta á skóginn sem eldivið og fer að sjá hann sem hluta af verðmætri náttúru. Þess vegna gengur skóglendi nú víða fram þar sem það var áður hoggið niður. Skóglendi á stærð við Frakkland hefur vaxið með náttúrulegum hætti síðan árið 2020 skv. einni rannsókn. Heimur batnandi fer og það allt.

En auðvitað má rekja talið í fílabeinsturninum til einnar trúarsetningar sem er sú að losun manna á koltvísýring í andrúmsloftið hafi afgerandi áhrif á loftslagið. Þeir sem trúa þessari trúarsetningu gera sig fátækari, viljandi, og aðrir sjá tækifæri í því.

Vonandi kjósa sem fæstir stjórnmálamenn sem vilja nota ríkisvaldið til að skerða lífskjör almennings.


mbl.is Vilja að almenningur dragi úr neyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Semsagt hinn almenni borgari á að draga úr neyslu, ætli þau þessi háu í þessu viðtali telji sjálf sig til almúgans eða eru þau sjálf undanþegin þessari kröfu, að draga úr neyslu!

Ég hef ekki tekið eftir miklu hjá þessum aðilum þarna á hinu háa alþingi, að þau séu að gera það sem þau eru að segja öðrum að gera, það er mikið af "Gerið sem ég segi, ekki sem ég geri(Do as I say not as I do)" fari hjá þessu liði!

Mig rámar nefnilega að nýlega hafi "þurft" að fljúga örfáar hræður austur á land til að halda fund um ekkert, ekki miklar áhyggjur af neyslu eða loftslaginu í þeirri aðgerð!

Halldór (IP-tala skráð) 3.9.2021 kl. 12:41

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Enda hafa þessir stjórnmálamenn varla undan að eyða peningunum sínum í risastór hús þar sem búa hjón með uppkomin börn. Það þarf jú nóg gólfpláss fyrir kampavínspartýin.

https://hringbraut.frettabladid.is/frettir-pistlar/steingrimur-fluttur-i-glaesihysi-i-kopavogi-kostadi-skattgreidendur-27-milljonir-faer-husnaedisstyrk-og-22-milljonir-i-laun/

Geir Ágústsson, 3.9.2021 kl. 12:58

3 identicon

Enda telur hann og hans flokksmenn að þau eigi launatekjur landsmanna og við séum bara heppin að við fáum að halda því sem við höldum, s.b ræðu sem hún Katrín hélt stuttu eftir hrun þar sem verið var að verja skattahækkanir ef ég man rétt.

Hann virðist ekki einu sinni hafa blikknað þegar hann svara spurningunni í þessari frétt, ekkert sjálfsagðra en að mjólka ríkið þar sem aðrir gera það...

„Ég fæ greiddan húsnæðis- og dvalarkostnað eins og yfirleitt aðrir landsbyggðarþingmenn, en hef aldrei sótt um álagsgreiðslur vegna tvöfalds heimilishalds.“

Halldór (IP-tala skráð) 3.9.2021 kl. 13:32

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Nægir ekki bara að banna rúgbrauðsát
Metangas hefur  jú 80 sinnum sterkari áhrif en CO2

Grímur Kjartansson, 3.9.2021 kl. 15:53

5 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Alltaf sama trixið notað. Finna vandamál, blása það upp og hafa hátt til að geta réttlætt marxískar lausnir á þeim.

Helgi Viðar Hilmarsson, 3.9.2021 kl. 18:20

6 Smámynd: Hörður Þormar

Í hádegisþætti ríkisútvarpsins, fyrir nokkrum dögum, var fjallað um "fatafjöll" í Afríku. Þar kom fram að föt sem fólk á Vesturlöndum kaupir til þess að "nota tvisvar sinnum" lenda á endanum einhvers staðar í Afríku þar sem þau hlaðast upp í hauga eða fjöll. Þessi föt koma yfirleitt frá Asíu þar sem þau eru saumuð af konum á smánarlaunum, auk þess að vera kynferðisþrælar yfirmanna sinna.

Svo eru það allir símarnir, tölvurnar, sjónvörpin og önnur rafmagnstæki sem endast rétt fram yfir ábyrgðartímann og er þá fargað, enda eru þá komnar nýjar og "fullkomnari" útgáfur í þeirra stað. Flest af þessu er komið frá Asíuríkjum þar sem launin eru lægri.

Og ekki má gleyma öllum bílunum, en ekki er mér kunnugt um reiðhjólin, þau gætu svo sem öll verið komin frá Kína.

Samkv. þýsku sjónvarpsstöðinni ZDF, þá eyða 15 stærstu gámaskipin á heimshöfunum jafnmiklu eldsneyti og allir fólksbílar heimsins.

Nú ætla Íslendingar að taka að sér forystu í loftslagsmálum, undir styrkri stjórn umhverfisráðherra, með því að fara að hjóla og moka ofan í skurði, væntanlega með handafli og skóflu. 

Hörður Þormar, 3.9.2021 kl. 20:02

7 identicon

Mannkynið verður endalaust að elta skottið á sjálfum sér á meðan dýrmæt orka er notuð til að framleiða alls kyns óvandað einota drasl.

Og svo er það sóunin á orku að farga þessu rusli.

En sú sóun lendir á almenning.

Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 3.9.2021 kl. 20:05

8 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Lausn á "loftlsagsmálum:"

Borðum alla stjórnendur ríkisfyrirtækja.  Það er eina liðið sem hefur áhyggjur af "loftslagsmálum."

Rök með:
1: þeir hafa engan annan tilgang.
2: þeir eru meirir af hreyfingarleysi.
3: Þeir innihalda lítið testósterón, (því karlmennska er eitruð) og bragðast því ágætlega.
4: þeir komast ekki mjög hratt, svo létt verk er að hlaupa þá uppi.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.9.2021 kl. 20:29

9 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Það er full ástæða til að hræðast stjórnvöld. Þau hafa gert samninga um bóluefnin sem þola ekki dagsljós og verða ekki birt almenningi og sterkar líkur á að þetta muni hafa óafturkræfar afleiðingar fyrir fólk. Ég get ekki betur séð en að bóluefnin hafi ekki komið að neinu gagni nema síður sé. Enginn óbólusettur dáið síðan byrjað var að bólusetja en 31 dáið af sprautum og við höfum ekki hugmynd um hvað á eftir að koma í ljós með þessi efni. Það var að minnsta kosti engin bráðahætta af vírusnum og vítavert af stjórnvöldum að hvetja til tilraunabólusetningar, svo ekki sé talað um fyrir börn og óléttar konur. Lyfjaframleiðendur eru búnir að fría sig allri ábyrgð og hver þjóð fyrir sig látin axla ábyrgð sem er algjörlega ófyrirséð. 

Kristinn Bjarnason, 4.9.2021 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband