Gott dæmi um meingallaða blaðamennsku

Svolítil frétt um veirusmit þekkts spjallþáttarstjórnanda er gott dæmi um meingallaða blaðamennsku pipruð léttum áróðri.

Grípum niður í fréttina á nokkrum stöðum.

Einn vin­sæl­asti hlaðvarps­stjórn­andi heims, Joe Rog­an, hef­ur greinst með kór­ónu­veiruna. Hann hef­ur sætt gagn­rýni und­an­farið fyr­ir að halda því fram að óþarfi sé fyr­ir ungt fólk að láta bólu­setja sig gegn veirunni.

Hann vill einfaldlega að þetta sé rætt og dregur í efa gildi sprautuefna fyrir ungt fólk, sem er skiljanlegt. En meira um Joe og sprauturnar síðar.

Hann seg­ist hafa tekið inn fjöl­mörg lyf til þess að vinna bug á ein­kenn­um veirunn­ar, þar á meðal lyfið iver­mect­in, sem marg­ir halda fram að vinni gegn veirunni. Litl­ar hald­bær­ar sann­an­ir eru þó því til stuðnings.

Þetta er rétt. Joe tók nokkur lyf og læknaði sig af COVID-19 á þremur dögum. Meira um það hér og auðvitað á Instagram-aðgangi Joe

Hvað varðar ivermectin og hinar litlu haldbæru sannanir þá er það einfaldlega rangt. Oxford-háskóli hefur séð nóg til að réttlæta umfangsmikla rannsókn á efninu sem meðferð gegn COVID-19.

Ivermectin as an adjunct reduces the rate of mortality, time of low O2 saturation, and duration of hospitalization in adult

 ... segir í einni rannsókn.

Here, we show that countries with routine mass drug administration of prophylactic chemotherapy including ivermectin have a significantly lower incidence of COVID-19

.. segir í annarri rannsókn. Og í enn einni rannsókn segir að

... a significantly higher proportion of patients were discharged alive from the hospital when they received ivermectin

Og svona gæti ég haldið endalaust áfram. Vissulega eru vísindamenn ennþá að skoða mismunandi hópa (aldraða, langveika), skammtastærðir, samsetningu lyfjakúra, hvort ákveðin lyf virki betur en sum þegar veikindi eru skammt á veg kominn, eða langt komin, og svona mætti lengi telja. En þetta heita rannsóknir og sumar lofa góðu og aðrar ekki. 

Og þá aftur að blaðamanninum og frétt hans:

Rog­an hef­ur ekki gefið það út op­in­ber­lega hvort hann hafi þegið bólu­setn­ingu gegn kór­ónu­veirunni eða ekki.

Eitthvað er þetta á reiki. Maðurinn var jú að veikjast af COVID-19 sem bendir til að hann hafi ekki fengið sprautu. Á hinn bóginn draga sprauturnar bara úr líkum á veikindum um 10-20% og eru fjarri því að vera örugg vörn. Joe er búinn að mæla með því að þeir sem eldri eru fái sprautu, meðal annars foreldrar hans. En blaðamaður nennti auðvitað ekki að setja það í samhengi.

Það blasir við að þessi frétt er sprautuáróður því sumt er nefnt og annað ekki. Þeir sem nenna ekki að lesa mismunandi heimildir og miðla komast samt aldrei að því. Það má þakka mér seinna.


mbl.is Joe Rogan greindist með veiruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætla að þakka þér fyrir ekki seinna en núna.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 2.9.2021 kl. 12:16

2 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Sæll Geir,

Ég var einmitt líka að fjalla um svona "fréttamennsku" á mínu bloggi þar sem ég fjallaði um andlátin sem opinberlega er búið að tilkynna um hér á landi.

Fólki ætti að vera orðið ljóst núna að allt gengur út á að fá fólk í sprauturnar og ekki bara hér á landi, heldur í öðrum löndum líka.

En það er aldrei fjallað um löndin þar sem enginn sprautuáróður er í gangi, enginn notar grímur og enginn er veikur.

Skrítið hvað "faraldurinn" er rosalegur í sumum löndum en ekki öðrum.....

Kristín Inga Þormar, 2.9.2021 kl. 12:27

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Um miðjan apríl fóru Indverjar að gefa covid jákvæðum ivermectin. Hryllingsfréttirnar af deyjandi fólki á gøtunum hættu fljótlega eftir það að berast. Í dag er staðan á Indlandi 10x betri en hún var í apríl hvort sem litið er til nýsýkinga eða dauðsfalla. Staðan er viðráðanleg í dag.

Ragnhildur Kolka, 2.9.2021 kl. 21:33

4 identicon

Stærsti ágallinn á fréttinni er að einblína á hrossalyfið (vegna þess að það æsir upp fólk á báða bóga) og segja ekki meira frá öllum hinum undralyfjunum sem Rogan fékk við pestinni, þ.á.m. mótefnalyf sem eru á tilraunastigi.

Bjarki (IP-tala skráð) 2.9.2021 kl. 22:42

5 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Það eru örfáir sem heyra frá okkur. Þeir sem heyra ekki frá okkur eru 99%+. 

Sönn skáldsaga? 

https://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/2268962

Greinilegt er að stjórnsýslan er öll spurning, klístruð, það er fylltir eftir fundi, teknar myndir með unglingum og sagt að ef þið eru með múður þá sýnum við myndirnar. 

slóð  

Klístraðir, hleraðir, myndaðir. Erum við allir klístraðir, hleraðir, myndaðir, fylltir, eftir fundi, teknar upptökur, með unglingum, og svo hótað birtingu á sviðsetningunni, og þá samþykkjum við allt, svo sem ÍSAVE, og svo sem ORKUPAKKA 3. Skáldsaga.

Jónas Gunnlaugsson | 6. mars 2021

Spurning? Hvað er rétt? Hvað er satt? Skáldsaga? Þessi skrif eru byggð á greinum sem ég hef lesið. Ef ég hef misskilið eitthvað, þá laga ég það. Þingmenn geta ekki varið okkur, þeir verða klístraðir, hleraðir, myndaðir, fylltir, eftir fundi, teknar 

Framhald.

Egilsstaðir, 03.09.2021   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 3.9.2021 kl. 00:26

6 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

 Þarna í athugasemdinni er slóðin rugluð. Við reynum þessa. 

https://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/2268962

Vonandi ruglast þessi ekki líka.  

Egilsstaðir, 03.09.2021   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 3.9.2021 kl. 16:25

7 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

 Slóðin virkar ennþá, ef hún hættir að virka eins og hin þá segir það sögu.

Merkilegt, þær eru alveg eins slóðirnar, hver gat breytt virkninni?  

Egilsstaðir, 03.09.2021   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 3.9.2021 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband