Verkalýðshreyfing í leit að slagsmálum

Verkalýðshreyfingin á Íslandi er sérstök. Hún lifir að mörgu leyti á fornri (og jafnvel óverðskuldaðri) frægð og telur sig geta komist upp með hvað sem er. Pistlahöfundur á Fréttablaðinu orðar þetta ágætlega:

Sögulega séð hefur íslensk verkalýðshreyfing lagt höfuðáherslu á mikilvægi atvinnuuppbyggingar og sköpun nýrra starfa fyrir sína félagsmenn. Það er af sem áður var. Núna er þessum valdamiklu samtökum stýrt af fólki, sem best er lýst sem ábyrgðarlausum skæruliðum, sem hefur jafnan það eitt til málanna að leggja að krefjast launahækkana margfaldra á við það sem þekkist í okkar nágrannaríkjum – óháð aðstæðum í hagkerfinu hverju sinni – og hærri bótagreiðslna. 

Frægar eru nýlegar deilur milli forstjóra flugfélagsins Play og forseta ASÍ. Verkalýðsfélög boða að fyrirtæki séu sniðgengin og hlutafjárútboð hunsuð. Þau ásaka fyrirtæki um lögbrot og siga fjölmiðlum á þau. 

Nú er eins og margir hafi fengið nóg af hrópum og gólum verkalýðshreyfingarinnar. Sem dæmi eru tveir læknar sem mótmæla misvísandi framsetningu á skoðanakönnun um rekstrarform heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ekki lætur forstjóri Play það viðgangast að verkalýðsfélag atist í fyrirtækinu hans.

Þetta er gott mál. Opinber umræða þarfnast þess að menn takist á (gjarnan málefnalega). Sem fjölbreyttust sjónarmið eiga að fá að heyrast. Nú fær verkalýðshreyfingin loksins aðhald. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Veistu hver er skýring þess að Trump var kosinn forseti Bandaríkjanna þó hann hefði allt á móti sér??

Kvennahreyfinguna, verkalýðshreyfinguna, fjölmiðla, flokksfélagið í sínum eigin flokki, eiginlega alla sem töldu sig gildandi um hver yrði næsti forseti Bandaríkjanna.

Svarið er einfalt Geir, hann fékk vinnandi fólk til að kjósa sig með loforðinu um að gera Bandaríkin great again, að snúa við hjólum frjálshyggjunnar sem þú hefur dýrkað í svo mörg ár, og hafði skilað auðn í hefðbundinni framleiðslu Bandaríkjanna, og mótvægið voru láglaunastörf þar sem hugmyndafræði þíns fólks, sem við skulum kenna við Play á Íslandi, réði.

Blue collar fólkið, hefðbundnir kjósendur Demókrata, kusu Trump, því hann sagði fólk sögur af borgarlegum kapítalisma sem væri andhverfa þeirrar frjálshyggju sem hefði flutt störf þess til láglaunalanda. 

Atkvæði sem hefðu ekki dugað, og hafa aldrei dugað, nema vegna þess að græðgin sem þú dásamar í þessum pistli þínum, græðgin sem ræðst að lífi og limum vinnandi fólks, hafði líkað ráðist að white collar starfsgreinum, á Indlandi voru til enskumælandi háskólamenn sem unnu sömu vinnu, allavega eins vel, fyrir margfalt lægri laun.

Það eru verkfræðingar á Indlandi Geir, líklega jafn hæfir og þú, hugsanlega hæfari, og þeir eru tilbúnir að nota Gúgla þýðanda til að snara öllu yfir á dönsku, og líklegast líka á íslensku.

Þegar vinir þínir sem fjármagna Fréttablaðið og pistlahöfund þess, benda á að það sé fásinna að verkfræðingar, endurskoðendur, eiginlega allar háskólastéttir sem geta sinnt vinnu sinni rafrænt, fái evrópsk laun, þegar hægt er að fá sömu útkomu á mun lægri launum en Play laun, munum að Play getur ekki flutt þjónustu sína í gegnum alnetið, hvað segir þú þá Geir??

"Börnin mín, nú er það bara hrísgrjón í annað hvert mál, gras í hin, pabbi þarf að vinna á indverskum launum".

Er þér alvara með heimsku þína Geir??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.6.2021 kl. 16:52

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Það gagnast engum að vera verðlagður í atvinnuleysi. Blómatími verkalýðsfélaga var á tímum lágra skatta og sveigjanleika á atvinnumarkaði þegar þau einfaldlega skráðu hjá sér ríkjandi laun og vinnutíma og kölluðu "taxta". Ekki treysta meginstefinu nema á eigin ábyrgð. Þú ert sjálfs þíns herra. Ef þú vilt.

Geir Ágústsson, 7.6.2021 kl. 21:16

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Geir, þú ert ekki sjálfs þíns herra á nokkurn hátt, vissulega eru einhverjir þúsundir svoleiðis í afskekktum fjallakofum hér og þar, en friðurinn sem þeir njóta er afleiðing samtaka fólks, sem við köllum samfélag. 

Það að vera einn gekk ekki eftir að einhverjum datt í hug að vera tveir, og ræna þann eina, og svo koll af kolli, þessi deila var útkljáð þegar voldugir stríðsmenn Kelta lutu í gras fyrir skipulögðum herdeildum Rómverja. 

Þess vegna sameinast menn til að mynda sterkari heild í átökum, til dæmis vannst frækilegur sigur indíána við Litla stóra horn vegna þess að margir ættbálkar lögðu til hermenn sem felldu Custer og hans menn.

Auðvitað gildir sama lögmálið á vinnumarkaði, sjálfs síns herra endar alltaf sem þræll ef hann tekur slaginn einn við miklu sterkari andstæðing.

Þrældómur er ekki svarið við atvinnuleysi, til vitnis um það er hið mikla atvinnuleysi í Róm sem kennt var við brauð og leika.

Sagan lýgur ekki, hún stundar ekki áróður, hún er sannsögul, hún segir frá því sem var og er.

Sagan af Trump og þeim sem kusu hann er sönn, sagan af því að múrar landamæra og fjarlægðar hrynja umvörpum vegna alnetsins er sönn.

Þú ert ekki ósnertanlegur Geir þó þú haldir það í augnablikinu.

Huggaðu þig við það að borgarlegur kapítalismi á svörin, hann vann bug á þrælahaldi 19. aldar sem kennt er við frjálshyggjuna hina fyrri, vann bug á atvinnuleysi og skóp velmegun 20. aldar.

Og Trump sýndi að hann virkaði sem svar við frjálshyggjuna hina seinni, þess vegna var eldum glóðs safnað að höfði hans.

Þú spáir í þetta þegar þér býðst vinna á indverskum kjörum í stað atvinnuleysis.  Og nóta bene, á Indlandi eru þau það góð að menn lifa ekki bara á hrísgrjónum, annan hvern dag.

Svarið verður samt ekki að flytjast til Indlands.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.6.2021 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband