Samræmt ofbeldi

Allt tal um samræmingu skatta er ekkert annað en samræming á ásetningi yfirvalda að vilja mergsjúga hagkerfið eins mikið og mögulegt er og fækka flóttaleiðum frá skattheimtunni. 

tEn sem betur fer er heimurinn allur brotinn upp í óteljandi ríki. Ekki hefur tekist að moka heiminum undir einn hatt. Heimurinn er án ríkisvalds eins og Ísland var á þjóðveldisöld með sína goða og höfðingja.

Þetta þýðir að ennþá má finna flóttaleiðir.

Sem dæmi um notkun á flóttaleiðum má nefna fyrirtækið sem þróar samskiptaforritið Telegram

Í spurt-og-svarað á heimasíðu þeirra segja þeir:

 Where is Telegram based?

The Telegram development team is based in Dubai.

Most of the developers behind Telegram originally come from St. Petersburg, the city famous for its unprecedented number of highly skilled engineers. The Telegram team had to leave Russia due to local IT regulations and has tried a number of locations as its base, including Berlin, London and Singapore. We’re currently happy with Dubai, although are ready to relocate again if local regulations change.

Já, það er hægt að flýja, sem betur fer. En það verður erfiðara og erfiðara eftir því sem fjárþyrst og fégráðug yfirvöld "samræma" sífellt meira.


mbl.is Samkomulag G7 um fjármagnstekjuskatt í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband