Rafbílar og umhverfið

Af hverju ætti nokkur maður að kaupa sér rafbíl? 

Nokkrar góðar ástæður:

  • Hægt að hlaða hann heima hjá sér og spara sér ferðir á bensínstöðina
  • Hljóðlátur
  • Fullur af flottri tækni
  • Spara gjaldeyri sem færi annars í olíu og matarolíur sem eru ræktaðar á svæðum sem voru regnskógar en eru núna plantekrur
  • Oft flott hönnun
  • Enginn útblástur og þar með betri loftgæði

En vantar ekki eitthvað á listann? Hvað með umhverfið? Eru rafbílar ekki góðir fyrir umhverfið? Nei. Það eru þeir ekki. Þeir stuðla ekki að minni losun koltvíoxíðs í andrúmsloftið (hafi menn áhuga á slíku). Rafhlöðurnar þurfa mörg hráefni og til að ná í þau þarf að sprengja í loft upp heilög svæði innfæddra og dæla ógrynni eiturefna í umhverfið, svo ekki sé talað um að mörg hráefnanna koma frá svæðum þar sem þrælahald á börnum er notað til að knýja miðstéttarfólkið á Vesturlöndum áfram.

Rafhlöður eru frábærar. Þær eru heppilegar til að knýja lítil tæki eins og síma og hlaupahjól, vasaljós og fjarstýrða bíla. En með því að gera þær risastórar og ætla sér svo að troða þeim í stór og þung farartæki er ekki verið að bæta umhverfið og alls ekki stöðu mannréttinda í fátækustu heimshlutunum. Miklu frekar er verið að kitla tækjablæti ríkra Vesturlandabúa. Gott fyrir þá, slæmt fyrir aðra.


mbl.is Rafbílar ekki enn tilbúnir fyrir hálendið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég rek 3 bíla, jeppa, jeppling og smábíl. Jepplingurinn bilaði um daginn þannig að ekki borgaði sig að gera við hann(mikið ekin 2,3K Km og 15 ára). Sá bíll er 1,5 tonn.  Ég lagði því af stað til að kaupa lítið ekin jeppling fyrir 3 til 5 milljónir. í stuttu máli endaði það þannig að ég keypti tveggja tonna bensínbíl með innstungu og 0,25 tonna þungri rafhlöðu. (sem ég kem sennilega aldrei til með að nenna að nota.) Bílinn er án vörugjalda og engin vaskur á fyrstu 4 miljónunum sem endar þannig að um 0,3 af verði bílsins renn í ríkissjóð.

Sami bíll án innstunungu er með 3 m í gjöld. og ef hann er bara með aflmikilli bensínvél verða gjöldin um 8 m

Þannig er í raun ekkert val, maður verður bara að kaupa ruslið sem Bjarna Ben og Kötu finnst sniðug. 

Guðmundur Jónsson, 8.6.2021 kl. 13:08

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Leiðrétt    .........sem endar þanig að um 0,3 milljónir ...............

Guðmundur Jónsson, 8.6.2021 kl. 13:10

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Þú ert eiginlega með þetta.

"Rafhlöður eru frábærar. Þær eru heppilegar til að knýja lítil tæki eins og síma og hlaupahjól, vasaljós og fjarstýrða bíla. En með því að gera þær risastórar og ætla sér svo að troða þeim í stór og þung farartæki er ekki verið að bæta umhverfið og alls ekki stöðu mannréttinda í fátækustu heimshlutunum. Miklu frekar er verið að kitla tækjablæti ríkra Vesturlandabúa. Gott fyrir þá, slæmt fyrir aðra.".

Og ég ætla að vísa beint í linkinn hér að ofan;

"Are These Tech Companies Complicit In Human Rights Abuses Of Child Cobalt Miners In Congo?".

Það er eiginlega ekkert fyndið við þetta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.6.2021 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband