Valkostir í samgöngum

Mikið hefur verið rætt og skrifað um samgöngumál, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Það er gott því samgöngur eru mjög mikilvægar.

Meðal hugmynda um samgöngumál sem nú eru í deiglunni er auðvitað Borgarlínan (stórir vagnar á sérakreinum sem keyra oft og áreiðanlega), sérstakir hraðvagnarfleiri akreinar fyrir bíla auk mislægra gatnamóta og betri ljósastýringar, auknar hjólreiðar og aukin notkun rafhlaupahjóla með fleiri hjólastígum, og svo auðvitað aðgerðir til að minnka samgöngur í það heila með sjálfbærari hverfum (t.d. með því að hleypa víni í matvöruverslanir og útrýma biðlistum á hverfisleikskólum). 

En á meðan leigubílar eru rándýrir, strætó svifaseinn og á ónýtu leiðakerfi, Uber bannað með lögum og samgöngumálin eins og þau eru þá eru ónefndar hetjur sem kalla sig Skutlara og eru aldrei í umræðunni. Þeir hafa bjargað mörgum manninum frá því að nota eigin bíl, e.t.v. eftir að hafa fengið sér nokkra bjóra. Í stað þess að margir bílar séu á ferð eru færri bílar að skutla fleira fólki á frekar hagkvæman hátt. Sumir Skutlarar selja meira að segja áfengi úr skottinu og bjarga þannig kvöldinu hjá mörgum. 

Takk, Skutlarar! Þið látið verkin tala á meðan stjórnmálamenn og sérfræðingar skiptast á skýrslum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband