Biluð klukka er rétt tvisvar á sólarhring

Meira að segja biluð klukka er rétt tvisvar á sólarhring (sé hún stafræn og sýnir tímann á bilinu 00:00-23:59 þó bara einu sinni á sólarhring).

Blaðamenn, sem allajafna eru lengra til vinstri en almenningur, elska að fjalla um háværa einstaklinga sem deila ekki stjórnmálaskoðunum með vinstrihreyfingunni. Þá er allt leyft. Menn eins og Rush Limbaugh, sem var alls enginn skoðanabróðir minn í 90% málaflokka, fá enga miskunn þegar blaðamaður skrifar níðgrein fyrir útför hans. Trump er líka skotskífa sem má skjóta hverju sem er á. Og svona á þetta kannski að vera: Vinstrisinnaðir blaðamenn hrækja á lík pólitískra andstæðinga sinna og hægrisinnaðir blaðamenn - að því marki að þeir finnist - draga úr mannkostum sinna andstæðinga.

En úr því Rush Limbaugh er nefndur þá segir blaðamaður nokkur eftirfarandi:

"Limbaugh var ávallt um­deild­ur en í um­fjöll­un BBC kem­ur fram að hann hafi verið ras­isti, homma­hat­ari og af­neitað lofts­lags­breyt­ing­um."

Takið eftir stílbragðinu þarna: Hann var rasisti, "hommahatari" (alveg einstaklega léleg þýðing á orðinu "homophobic", sem BBC notaði) og - "wait for it" - afneitaði loftslagsbreytingum!

BBC orðaði þetta nú aðeins betur:

"... denying the existence of man-made climate change ..."

Og þá vil ég spyrja: Hvað bendir til að mannkynið sé að breyta loftslaginu?

Já, ég veit: "The science is settled", segja þeir, og eru loftslagsvísindin þar með eina vísindagreinin í sögu vestræns samfélags sem hefur hlotið slíka nafnbót, og það þrátt fyrir að vera meðal nýrri vísindagreina.

En ég spyr samt.

Því núna er frostavetur á Íslandi, í Texas-ríki Bandaríkjanna og Grikklandi, og kuldamet að víða falla (umræða um mögulegar ástæður þess hér). 

Svo hvar eru allar þessar loftslagsbreytingar af mannavöldum?

Var Rush Limbaugh bilaða klukkan sem hafði þó rétt fyrir sér hér?


mbl.is Rush Limbaugh látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er von fyrir íslenskri blaðamannastétt: Hér er mun betur skrifuð grein um andlát RL.

Geir Ágústsson, 18.2.2021 kl. 08:55

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hér eru bretar sem hafa heldur ekki heyrt um þennan mann fyrr að tala um hann: https://www.youtube.com/watch?v=IQH6cjhryiM

Virðist hafa verið mesti snillingur í lifanda lífi, og ljóslega mikill harmdauði.  Við hér utan USA höfum misst af miklu með því að hafa ekki hlustað á þessa þætti hans.

Við hefðum svosem geta sagt okkur það af viðbrögðum íslenskra fjölmiðla.

Hversvegna geta þessar úrkynjuðu fasista-beljur aldrei sagt hlutlaust frá neinu?

Ásgrímur Hartmannsson, 18.2.2021 kl. 20:23

3 Smámynd: Lárus Baldursson

Þó ég hefi fyrst heyrt um þennan mann í dag, þá skilst mér að hann hafi verið mjög hægri sinnaður og rekið útvarpsstöðvar í bandaríkunum, Það var reynt að ráða Trump af dögum en það var þaggað niður í fjölmiðlum eða mátti ekki spyrjast út sem skýrir það af hverju Trump hvarf svona snögglega úr sviðsljósinu og hefur lítið komið fram opinberlega eftir það undanfarið,þessi globalista mafía sem stendur á bak við fréttafluting í dag beitir öllum ráðum við sit sataniska trúboð og sjóðir þeirra eru ótæmandi.

Lárus Baldursson, 18.2.2021 kl. 21:57

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Rush var áhrifamikill áratugum saman og lék sér jafnvel að því að ögra. Hann átti ágæta punkta í mörgum málum. Margir munu minnast hans með hlýhug. En vinstrið hataði hann og áhrif hans og útbreiðslu og hataði að geta ekki þaggað niður í honum og nú skal það hatur tekið út á gröfinni hans.

Geir Ágústsson, 19.2.2021 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband