Nornaveiðarnar

"Búningur annars kennarans varð til þess að nokkrum kennaranemum blöskraði en kennarinn klæddi sig upp sem araba." (frétt DV en sjá einnig athugasemd SÁS við frétt Fréttablaðsins)

"Útvarpskona sökuð um að fitusmána ..." (frétt DV)

Er það bara ég eða fer þeim fjölgandi fréttunum þar sem venjulegt fólk úti í bæ - heiðarlegt, góðhjartað, venjulegt fólk - er einfaldlega tekið fyrir í fjölmiðlum og sett í gapastokkinn þar sem virkir í athugasemdum geta barið á því þar til þeir fá leið á því og færa sig að næsta máli?

Eða heldur einhver að kennari nokkur á Ísafirði hafi hugsað með sér: "Þessir fjárans arabar, nú skal ég sko sýna heiminum hvað ég fyrirlít þá mikið með því að klæða mig eins og þeir, á skemmtidegi fyrir börn!"

Nú eða að útvarpskona nokkur, sem velti af mikilli einlægni fyrir sér hvort hún væri fordómafull þegar hún vildi alls ekki vera það, hafi hugsað með sér, innst inni: "Þessar fitubollur eiga sko ekki skilið að ná sér í maka og lifa hamingjusömu lífi! Nú ræðst ég á þær í opnu útvarpi og smána þær fyrir framan alþjóð!"

Nei, auðvitað ekki! 

Þvert á móti! Þvert á móti var kennarinn einfaldlega að skemmta krökkum með auðþekkjanlegum klæðnaði sem gæti jafnvel vakið uppbyggilega forvitni um að kynnast ólíkum menningarheimum, og útvarpskonan var að reyna vekja til umhugsunar á uppbyggilegan og opinskáan hátt, með opinni umræðu.

Hvað í ósköpunum vakir fyrir fjölmiðlum að lepja upp þessa óstöðvandi og óendanlegu hneykslun örfárra hræða sem eru sjálfar einfaldlega í mörgum tilvikum að reyna upphefja sjálfar sig með því að bauna á aðra?

Hvað er takmarkið? Að enginn þori lengur að segja neitt? Gera neitt? Hafa skoðun? Velta fyrir sér skoðun? Opna á umræðu? Tjá tilfinningar sínar?

Er það takmarkið? Jæja, til hamingju. Ég held að því sé nokkurn veginn náð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Snilld Geir.

Vel orðuð.

Takk fyrir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.2.2021 kl. 11:17

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég vil kenna úrkynjun um.
Allir hipparnir sem riðu um héruð í denn hafa verið að lyggja með systkinum sínum, og við erum að njóta afrakstursins af því.

Það, og áfengis-og eiturlyfjaneyzlu á meðgöngu.

Svo hanga þessi afskræmi öll Twitter og gerast blaðamenn.

Ásgrímur Hartmannsson, 17.2.2021 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband