Einfaldað dagatal

timalina

Skýring:

Nú er mjög virkt veirutímabil á norðurhveli Jarðar. Venjulega væri talað um flensutímabil en ekki lengur. Af ýmsum eða einhverjum ástæðum eru loftbornar veirur í kjöraðstæðum og breiðast hratt út. Fólk stendur í röðum og bíður eftir bóluefni.

Vorið kemur og útfjólublá geislun sólar færir með sér tvær gjafir: Veikir loftbornar veirur og hjálpar húð mannfólks að framleiða D-vítamín sem styrkir ónæmiskerfið og hrindir af sér alvarlegustu afleiðingum veirusmita. Öllum er skítsama um bóluefni.

Í haust hefur veira gengið laus í um 1,5 ár og búin að missa máttinn. Öllum verður skítsama þá.

Til að koma öllu bóluefninu út er því mikilvægt að nýta vertíðina fram að vori til að koma bóluefninu í fólk. Annars nennir það ekki að þiggja það. Af hverju að bólusetja sig gegn löngu liðinni árstíð?

Fréttamenn: Þið hafið verk að vinna áður en vorsólin brýst fram!


mbl.is Bólusetningardagatal stjórnvalda birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Öllum er skítsama um bóluefni." - Talaðu fyrir sjálfan þig.

"Í haust hefur veira gengið laus í um 1,5 ár og búin að missa máttinn. Öllum verður skítsama þá." - [citation needed...badly]

"Annars nennir það ekki að þiggja það." - Þú ert ekki málpípa mín!

Hvaða bull er þetta um árstíðir? Þessi veira hefur eytt heilu ári í að sýna og sanna að það skiptir hana engu máli hvort það er vetur, sumar, vor eða haust!

Trausti Geir Jónasson (IP-tala skráð) 19.2.2021 kl. 21:00

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Trausti,

Ég sýni viðhorfi þínu fullan skilning. Það þarf samt einhver að útskýra fyrir mér margt, m.a. af hverju veiran bognaði seinasta vor í allri Norður-Evrópu þvert á allar gerðir aðgerða, samtímis.

Og já takk, ég tala fyrir sjálfan mig. Er bara að spá í spilin .

Geir Ágústsson, 19.2.2021 kl. 21:14

3 identicon

Nú er mjög virkt veirutímabil á norðurhveli Jarðar, segja sumir. Venjulega væri talað um flensutímabil en ekki lengur. Af ýmsum eða einhverjum ástæðum eru loftbornar veirur sagðar í kjöraðstæðum og að breiðast hratt út. Það er margt sagt þegar engin ný smit finnast innanlands í viku og flestar alhæfingar og fullyrðingar hafa byggt á pólitík, einangruðum undantekningum, samsæriskenningum, bulli og fávisku frekar en heildarsýn og staðreyndum og hafa reynst kolrangar. Ný smit eru með því lægsta sem greinst hefur hér á landi, og við erum á norðurhveli Jarðar, á einni viku frá fyrsta greinda smitinu og fólk stendur samt í röðum í myrkri og kulda og bíður eftir bóluefni.

Á suðurhveli er núna há sumar, sól og útfjólubláir geislar um allar grundir. En veiran samt á fullu sem aldrei fyrr, hefur sennilega ekki frétt þessa frétt frá Danmörku að hún eigi að vera í lægð, slaka á og taka sér pásu í sólinni.

Veiran "bognaði" ekki seinasta vor í allri Norður-Evrópu þvert á allar gerðir aðgerða, samtímis. Veiran "bognaði" í vetrarlok seinasta ár, vor og sumar á mismunandi tímum og mis mikið í allri Norður-Evrópu nokkurnvegin í samræmi við umfang og tímasetningar sóttvarnaraðgerða, rétt eins og á öðrum stöðum í heiminum. Veiran herjaði einnig á fleiri staði en Norður Evrópu, eða þá handvöldu staði þar sem þú hefur valið þér sem viðmið. Í Bandaríkjunum varð stöðug aukning smita meðan sólin skein skærar með hverjum deginum og hiti hækkaði. Einnig má benda á það að veiran hefur dreift sér að mestu innandyra og þar er hvorki útfjólublátt sólarljós né mikill kuldi eða hiti. Það er bókstaflega ekkert í tölfræði heimsins sem bendir til þess að árstíðir hafi áhrif á fjölda smita í þessum heimsfaraldri.

En eitt er þó greinilegt, fullyrðingar þínar þola ekki ljósið. Og hvort þar sé um vísvitandi tilraunir til blekkinga og illverka að ræða eða hvort rökhugsun og raunveruleikatenging sé ekki á þínu valdi vita aðeins þeir sem þig þekkja.

Vagn (IP-tala skráð) 19.2.2021 kl. 23:37

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Nokkur gröf:

https://geiragustsson.blog.is/blog/geiragustsson/entry/2260646/

Geir Ágústsson, 20.2.2021 kl. 06:17

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Aðeins um sólina og veiru:

https://geiragustsson.blog.is/blog/geiragustsson/entry/2260521/

Geir Ágústsson, 20.2.2021 kl. 06:21

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Geir, ég er ekki viss um að öllum verði skítsama. Það er vafalaust til fólk sem myndi láta bólusetja sig gegn bílslysum ef það væri í boði.

Svo er það nú þannig með heimskuna; ef hún hefur herjað á fólk nógu lengi þá verður því ómótt þegar henni léttir. 

Hvað þá ef það gerðist upp úr þurru.

Magnús Sigurðsson, 20.2.2021 kl. 11:31

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Magnús,

Ég ætla að leyfa mér að kenna huglausum blaðamönnum um. Þeir hafa hreinlega ekki sett sig neitt inn í allan þann hafsjó fróðleiks sem er búið að byggja upp seinasta árið eða svo. Þegar veiran fer í sumarfrí og ný umferð fálkaorða hefur verið veitt þá kannski byrja menn að hugsa: "Þolum við virkilega fleiri sóttvarnaraðgerðir þegar haustið kemur og veiran tekur við sér á ný?"

Geir Ágústsson, 20.2.2021 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband