Lokanir og veira

Ég átti smávegis spjall (stafrænt, auðvitað) við vinnufélaga hérna í Danmörku um opnun á skrifstofunni og takmarkanir vegna veiru almennt og setti saman svolítið graf. Minn punktur var sá að óháð "aðgerðum" þá muni veiran halda áfram að tikka og loks fjara út í vor. Fjöldi þeirra sem eru taldir sem látnir vegna veiru (með réttu eða röngu) á 2. ársfjórðungi 2020 er að bráðna ágætlega saman við kúrvuna í þessum töluðu orðum.

dkdeath

Menn geta því opnað og lokað hinu og þessu, hleypt fólki í vinnu eða skóla eða ekki, skyldað grímunotkun eða ekki, en veiran fer ekki í frí fyrr en í vor. Og þá ætla ég og vinnufélaginn að hittast á föstudagsbarnum og ræða ástand heimsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband